Verktækni - 25.04.1988, Qupperneq 3

Verktækni - 25.04.1988, Qupperneq 3
FRÁ ÚTGÁFUSTJÓRN EFNISYFIRLIT VERK TÆKNI Fréttablað gefiö út sameiginlega af Tæknifræöingafélagi íslands og Verkfræöingafélagi íslands 5. árg. 4. tbl. 25. april 1988 Útgáfustjórn: Guðmundur Hjálmarsson, formaður Ritnefndar TFI Rögnvaldur S, Gíslason, formaður Útgáfunefndar VFÍ Ritstjóri (fréttir, greinar, augtýsingar): Jón Erlendsson — Pósthólf 7043, 127 Reykjavík, heimasími 65 22 38 vinnusímar 62 99 20, 62 99 21 og 69 46 65. Skrifstofa og áskriftir: Verkfræðingahúsi, Engjateigi 7—9, 105 Reykjavík, simi 68 85 11 Auglýsingasafnendur: Gunnar Stefánsson, sími 3 86 61 Gunnar Svavarsson, sími 1 89 77 Prentun: Steindórsprent hf., Ármúla 5, 108 Reykjavík, sími 68 52 00 Staðlar á íslandi. Verulegur hluti af efni blaðsins að þessu sinni fjallar um staðla og og stöðu þeirra á islandi. Stöðlun er svið sem um langan tima hefur verið of lítill gaumur gefinn hérlendis og of litlu til hennar kostað. Réttast væri að segja að þessi starfsemi hafi verið hálfgerð hornreka. Afleiðingarnar af þessu hafa sýnt sig viða í auknum kostnaði við hverskyns verk- legar framkvæmdir. Og framkvæmdirnar eru ekki eini þátturinn sem verður fyrir því þegar stöðlun er vanrækt. Rekstur.viðhald og endur- nýjun mannvirkja, véla og hverskyns búnaðar sem ekki fylgir stöðl- um er ávallt dýrari en vera þarf. Nú á síðustu árum eru staðlar farnir að skipta enn meira máli en fyrr vegna útflutnings. Þeir sem vilja flytja vörur á erlendan markað verða að gera sér fulla grein fyrir því hvaða stöðlum vörur á þessum mörkuðum verða að fylgja til þess að sala þeirra sé leyfð. Rétt stöðlun gerir í þessu tilviki algerlega út um það hvort unnt er að fá sölutekjur af því sem framleitt er. Þetta er ný staða hvað þýðingu staðla viðvíkur. í flestum tilvikum þar sem menn geta beitt stöðlun til sparnaðar eru ekki uppi neinar formlegar kröfur um slíkt. Stöðlun hefur því verið happa og glappakennd og menn hafa sopið seyðið af þessu ástandi í formi aukins heildarkostnaðar við framkvæmdir og rekstur. Enginn vafi er á að þetta ástand hefur kostað islenska þjóðarbúið verulegar fjárhæðir. Að kenna framtak. í hugum margra er framtak (e. entrepreneurism) eitthvað sem gef- ið er örfáum einstaklingum í vöggugjöf og eitthvað sem engin leiö er að rækta eða hafa áhrif á, sem sagt eitthvað sem finnst í erfðavís- unum og hvergi annarsstaðar. Enginn vafi er á að viss sannindi felast í þessari hugmynd. Sennilega er vonlaust að gera alla menn fram- takssama og fulla frumkvæðis. Þetta útilokar þó engan veginn að mikið megi gera til að efla framtak og frumkvæöi hjá þeim sem hafa erfðafræðilegar forsendur í lagi. Og enginn vafi er á að mikill fjöldi hugmyndaríkra einstaklinga sem skilað gæti stórauknum árangri með því að vinna að hverskyns nýsköpun kemur hug- myndum sínum ekki í framkvæmd vegna margháttaðra þröskulda, fordóma og hefða sem vinna gegn þvi sem nýtt er. Enginn vafi er heldur á aö oft vantar ekki meira upp á aö allt gangi upp en þekk- ingu á því hvernig menn koma hlutum i verk og hvatningu. Þeir sem hafa alla burði til mikilla verka hnjóta oft um þröskuldi sem byggjast á einföldum þekkingarskorti. En miðlun á slíkri þekkingu BLS. • Félagstilkynningar: 2 • Frá útgáfustjórn: 3 • Félagsfréttir: 5—9 Fréttatilkynning frá TFÍ 5 Frá formanni VFÍ 5 Nýr varaformaður VFÍ 6 Starfsemi útgáfunefndar VFÍ 7 Árshátíð VFI árið 1988 7 Hvalfjarðargöng/brú — Fundur f VFl 8—9 • Álit: Þórir Einarsson: Athafnamenn og frumkvöðlar 10 Trausti Valsson: Hugmyndir um hálendisvegakerfi 13 • Tækni og framfarir: Jóhannes Þorsteinsson: Stöðlun á íslandi 14 Oddur Benediktsson: Nýting staðla í upplýsingatækni 14 Jónas Frimannsson: ÍST 30 — Almennir skilmálar um verkframkvæmdir 15 Þorsteinn Helgason: Stöðlun i byggingariðnaði: 16 Siguröur Elias Hjaltason: Staðlar i upplýsingatækni 17 • Orðabelgur: Frá Orðanefnd byggingarverkfræðinga 18 • Vörukynning: Grétar Leifsson: Grundfos dælur henta fiskeldisfyrirtækjum 19 Siguröur Jónsson: Kyocera Ijósprentarar 20 Þorsteinn Hjaltason: Þrjár dælutegundir frá Dælum hf. 22 • Markaösyfirlit: Jón Erlendsson: Þjónusta við fiskeldi 12A Forsíðumyndin að þessu sinni sýnir uppsláttarrit um staðla. Nánar er fjailað um stöölun á íslandi f greinum i blaöinu. hefur til skamms tíma ekki átt upp á pallborðið innan skólakerfisins. Meðan tæknimenn og sérfræðingar hafa innbyrt óheyrilegt magn hverskyns tæknilegrar sérþekkingar þá hefur fræðsla um það hvern- ig menn hrinda nýjum hugmyndum í framkvæmd ekki verið á boð- stólum. Það sama má reyndar segja um fræðslu um það hvernig menn afla sér upplýsinga af eigin rammleik eftir að þeir hafa lokið skólasetu sinni og auka færni sína í sífellu með þessum hætti. Afleiðingin af þessu ástandi hefur verið sú að skólarnir hafa „framleitt'fólk sem hefur það að sinu fremsta keppimarki að fá þægileg störf hjá stönd- ugum fyrirtækjum þar sem það þarf ekki að gera annað en að bíða eftir fyrirmælum yfirmannanna og fylgja þeim til að allt gangi vel og að afkoman sé tryggð. Hvorki skólinn né fyrirtækin hafa tekið það upp sem sérstakt viðfangsefni að kenna framtak eða eigin þekk- ingaröflun eða krefjast færni og frumkvæðis að þessu leyti. Árang- urinn af þessari „vanrækslu" er sá að allt of fáir sýna frumkvæði í störfum sínum. Yfirmenn og lærifeður þurfa að segja nemendum og starfsfólki sínu fyrir verkum nánast hvert fótmál. Þeir sem taka til hendinni af eigin frumkvæði og koma fram með eigin hugmyndir og berjast fyrir þeim eru því nánast undantekning. Framtakssamir og skapandi einstaklingar veröa því til þrátt fyrir þá umfangsmiklu fræöslu sem veitt er en ekki vegna hennar. Við lifum á miklum breytingartímum. Þýðing þess að hver og einn geti sýnt sem mesta aðlögunarhæfni vex í sífellu. Þetta gerir stór- auknar kröfur á aö hver einstaklingur auki í sífellu viö þekkingu sína. Þetta þurfa menn helst að geta gert að miklu leyti af eigin rammleik Framhald á bls. 12. VERKTÆKNI — 25. APRÍL 1988 3

x

Verktækni

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/900

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.