Verktækni - 25.04.1988, Blaðsíða 30
ilar þekktu ekki til staðalgerðar á við-
komandi sviði.
Iðntæknistofnun íslands annast
yfirumsjón með stöðlum hér á landi,
og þar er starfandi staðladeild. Á
bókasafni ITÍ er mikið magn staðla og
þangað berast nýjustu staðlarnir og
fréttir af væntanlegum stöðlum.
Ætlunin er að innan skamms verði
sérstakur starfsmaður hjá Reikni-
stofnun Háskólans, sem annast
staðla á tölvu- og upplýsingasviði.
Rétt er að hvetja alla, sem eru að
feta nýjar slóðir í forritun að kynna sér
hvort til eru staðlar á viðkomandi
sviði. Þaö má nefna svið eins og
tölvusamskipti, grafík, strikamerki,
segulrákir og margt fleira. Þetta
kostar ekki meira en eitt símtal eða
heimsókn til ITÍ.
Innlendir staðlar
Til eru mjög fáir innlendir staðlar á
sviði upplýsingatækni, en þeir sem
gerðir hafa verið hafa haft víðtæk
áhrif. Þar má til dæmis nefna ÍST-125,
sem fjallar um útlit íslenskra lykla-
borða, bæði á ritvélum og tölvu-
skjám. Þessi staðall hefur haft ótrú-
lega mikil áhrif í samræmingarátt og
nú í dag eru mjög fáar nýjar tölvur,
sem brjóta þennan staðal.
Þörf er á fleiri slikum séríslenskum
stöðlum um frágang vél- og hug-
búnaðar. Tilgangur þeirra er ekki
bara að samræma innlend vinnu-
brögð, heldur einnig að þrýsta á
erlenda framleiðendur. Innflytjandi
vél- eða hugbúnaðar getur þá sýnt
erlenda framleiðandandum íslenskan
staðal og sagt að þessar kröfur verði
að uppfylla til að varan sé markaðs-
hæf á íslandi.
Af sömu ástæðum er nauðsynlegt
að samþykkja erlenda staðla hér á
landi, og kynna þá vel. Þar má nefna
staðla eins og ISO-8859 og fleiri slíka,
sem falla beint að íslenskum að-
stæðum og þarfnast því engra breyt-
inga. Reyndar er það mun eðlilegri
leið að tryggja að íslenskum hags-
munum sé borgið í alþjóðlegum
stöðlum, en samþykkja einhver af-
brigði af þeim sem (slenska staðla.
Séríslenskir staðlar er annað mál, en
þeir ættu að einbeita sér að því að
leysa sérhæfð innlend vandamál og
þá gjarnan innan marka alþjóðlegra
staöla.
Sem dæmi um hugsanlegan nýjan
íslenskan staðal má nefna staðal um
samskipti bókhaldsgagna. Hægt er
að hugsa sér tvenns konar möguleika
á staðli. í fyrsta lagi má nefna sam-
skiptaskrá og í öðru lagi eru sam-
skiptafærslur (transactions). Sam-
skiptastaðall á þessu sviði yrði að
vera séríslenskur, þar sem styðjast
yrði við íslenskar bókhaldsvenjur. Að
sjálfsögðu er rétt að taka tillit til er-
lendra staðaltilrauna, en Bretarnir eru
að vinna að tillögum í þessa átt.
Staðall þessi yrði án efa gifurlega
hagkvæmur fyrir þjóðfélagið í heild,
þar sem þókhaldsgögn gætu flætt
milli fyrirtækja og stofnana. Með
þessu móti geta endurskoðendur haft
mjög sérhæfð uppgjörsforrit, en fyrir-
tækin skráð gögnin. Það yröi því mun
einfaldara aö útbúa bókhaldsforrit,
sem hæföu hverju fyrirtæki eða deild
fyrirtækis, allt frá einföldu skráningar-
forriti yfir í mjög fullkomin samtengd
kerfi. Jafnframt yrði mun auðveldara
fyrir fyrirtækin að þróa tölvukerfi sitt
áfram og flytja ýmis söguleg gögn yfir
i nýtt bókhaldskerfi.
Gerð þessa staðals er ekki fram-
kvæmanleg nema með miklu átaki af
hálfu ríkisvaldsins, endurskoðenda
og hugbúnaðarfyrirtækja. Hag-
kvæmni staðals af þessu tagi er slík
að nauðsyn er á átaki sem fyrst. Þetta
er einungis eitt dæmi um innlendan
staðal, en að auki má sérstaklega
nefna staðla á sviði upplýsingatækni í
fiskiðnaði.
Lokaorð
Einhver sagði um staðla að kostur-
inn við þá væri að þeir væru svo
margir, ef einn hentaði ekki mætti
ávallt finna annan. Fyrir litla þjóð eins
og (slendinga er aðalkosturinn hins
vegar sú samræming sem næst i al-
þjóðlegum samskiptum. Því er mjög
mikilvægt að halda árvekni sinni í
alþjóðlegum staölastofnunum og
tryggja að islenskum hagsmunum
verði ekki kastað fyrir róða. Til þess
að þetta náist þarf að efla mjög kynn-
ingar á stöðlum hér á landi. Einnig
þurfa þeir sem málið snertir að vakna
til lifsins og leita sjálfir eftir upplýsing-
um um staðla á þeirra fagsviðum. Ef
slíkt er gert á hönnunartíma kerfisins,
þarf tilkostnaður ekki að vera mikill,
miðað við þann kostnaö sem getur
orðið síöar meir. □
Frá Orðanefnd
byggingarverkfræðinga
Undanfarin ár hafa hugtök og orð úr samgöngutækni alloft borið á
góma hér í orðabelg, bæði í Fréttabréfi VFÍ, meðan það kom út og
síðan í Verktækni. Margir lesendur munu því vita, að orðanefnd bygg-
ingarverkfræðinga kom við sögu varðandi orðafar í hinum nýju um-
ferðalögum, er tóku gildi 1. mars s.l. Ég marka það af því, að ýmsir hafa
borið fram gagnrýni við nefndarmenn á tveimur orðum f lögunum,
afrein og aðrein, og fundið aö þeim að þau séu of lík.
Frumvarp að nýjum umferðarlögum var lagt fram á Alþingi veturinn
1984-85. Fljótlega fór að bera á gagnrýni á málfari frumvarpsins á Al-
þingi. Orðanefnd okkar var þá (og er reyndar enn) að fjalla um orð
varðandi vegagerð og umferð. Hún fór yfir frumvarpið, og voru Alþingi
sendar tillögur um margar lagfæringar á því. Flestar þeirra voru teknar
til greina.
í frumvarpinu hljóðaöi niðurlag 17. greinar þannig:
„Ökumaður á aðrennslisrein skal aðlaga hraða ökutækis síns umferð
á akrein þeirri sem hann ætlar inn á og fara af aðrennslisreininni strax
og það er unnt án hættu eða óþarfa óþæginda. Ökumaður á akrein
sem umferö af aðrennslisrein ætlar inn á skal auðvelda þeirri umferö
akstur inn á akreinina.
Afrennslisrein skal nota strax og hún byrjar".
I athugasemdum okkar um frumvarpið segir svo um 17. grein: ,,( 3.
og 4. mgr. eru ný orð: aðrennslisrein og afrennslisrein. Orðanefnd
byggingarverkfræðinga óskar, að þessi orð séu ekki tekin upp i sam-
göngutækni, því að aðrennsli og afrennsli hafa sérstakar merkingar í
vatnafræði og verkfræði, auk þess sem óþarfi er og villandi að nota orö-
ið rennsli um akstur.
Orðanefndin leggur til, að umræddar reinar verði nefndar aðrein og
frárein. Þær þarf aö skilgreina í 2. grein laganna. Nefndin hefur þegar
samið skilgreiningar fyrir það orðasafn um vegagerð, sem hún vinnur
að:
Aðrein: Viðbótar-akrein meðfram akbraut, til að auðvelda aökom-
andi ökutækjum að komast inn í umferðarstraum á akbrautinni, þannig
að straumurinn truflist sem minnst.
Frárein: Viðbótar-akrein meðfram akbraut, til að auðveldara sé að
aka út úr umferðarstraumi á akbrautinni, án þess að trufla önnur öku-
tæki í straumnum".
Ekki vildu alþingismenn þiggja nema annað orðiö, sem við lögðum
til, aðrein. I stað hins orðsins, frárein, fundu þeir orðið afrein. Það orð
hafði reyndar komið til álita í orðanefnd, en þvi verið hafnað, þar sem
það samræmist ekki mikilvægri vinnureglu í orðasmíð. Hún er á þá leið,
að þegar búin eru til orð um skyld hugtök, er æskilegt að orðin endur-
spegli skyldleikann (sbr. jafnvægi — misvægi), en að jafnframt sé á þeim
greinilegur munur bæði í rituðu og töluðu máli. Það siðasttalda atriðið,
sem er í ólagi við oröin aðrein — afrein, og þá ekki síðöur vegna þess, aö
þegar er fyrir orðið akrein. Öll þessi orð þurfa umferðakennarar að taka
sér í munn nánast í sömu andrá, og mun það ekki verða þeim öllum
auðvelt, ef misvel gefnir nemendur eiga að skilja greiðlega.
Nefndarmönnum eru þaö vonbrigði, að löggjafinn kærði sig ekki um
að láta skilgreiningar á nýjum orðum fylgja umferðarlögum. Það hefði
gert lögin aögengilegri fyrir almenning.
Einar B. Pálsson.
HAFIÐ ÞIÐ
EITTHVAÐ
FRÉTTNÆMT??
Þeir sem hafa eitthvað fréttnœmt fyrir Verktækni, eru
beðnir um að hafa samband viö ritstjóra (JE). —
(Hs.: 652238. V.: 629920 og 629920).
w
VERK
TÆKNI
18
VERKTÆKNI — 25. APRÍL 1988