Verktækni - 25.04.1988, Blaðsíða 12

Verktækni - 25.04.1988, Blaðsíða 12
viö. Sem dæmi um fjórða liðinn má taka að nýtt hráefni leysir annað af hólmi eins og þegar plastefni komu í stað hamps í neta- og kaðlagerð eða að nýjar leiðir fjármögnunar finnast. Dæmi um fimmta liðinn gæti verið stofnun stórmakaöarins Hagkaup sem leiddi til þess að matvörumarkaðurinn í þéttbýlinu stokkaðist upp með endur- skipulagningu. Höfundurinn skýrir ekki aðeins út hvernig tækniframfarir í þrengri skiln- ingi sem afsprengi uppfinninga og uppgötvana í efna- og eölisfræði hafa breiðst út á Vesturlöndum og hver áhrif þær hafa haft á hagþróunina heldur leggur hann þær að jöfnu við frum- legar nýjungar I skipulagningu og stjórnun. Ástæða er til að vekja athygli á því að mælikvarðinn á framtak frumkvöðulsins er að það sé nýjung fyrir þá markaðsheild og þjóðarbú- skap sem hann tilheyrir en ekki aö brotið sé blað á alþjóöavelli. Þá er vert að gefa því gaum að athafna- maðurinn þarf ekki að vera upphafs- maður hugmynda heldur sá sem hagnýtir hana í atvinnuskyni. Þekktir uppfinningamenn eins og Bell og Edison stofnuðu fyrirtæki til að hag- nýta hugmyndir sínar. Sama er að segja um skærustu frumkvöðlastjörn- urnar í tölvuiönaði eins og Hewlett Packard, Jobs og Wozniack. Þeir sfðasttöldu helltust þó úr rekstrinum (Apple). Henry Ford var hinsvegar frumkvöðull sem hagnýtti sér nýjar framleiðslu- og söluaöferðir en ekki uppfinningamaður. Það er þó frekar undantekningin en reglan að góður uppfinninga- maður reynist góður frumkvöðull í atvinnurekstri. Því er að finna mörg dæmi um frumkvöðla sem hagnýta tæknihugmyndir annarra. Hugmynd- ir frumkvöðla um nýjungar á sviði stjórnunar og sölu eru oftar en ekki þeirra eiain. Frásagnir af viðskiptajöfrum Unnt er að llta athafnamenn út frá mörgum sjónarhornum. Einu þeirra höfum við kynnst, því hagfræðilega eins og það kemur fram hjá Schum- peter, en það hefur hlotið almenna viðurkenningu. Einnig verður stað- næmst viö sálfræðileg og félags- fræöileg sjónarhorn en áður verður vikið að gagnsemi þess að setja sig inn í ævi og störf þekktra athafna- manna. Til eru fjölmargar frásagnir, greinar, viðtöl og ævisögur um þekkta athafnamenn. Af þeim má ráða hvernig þeir brugðust við ákveðnum aðstæðum, hvert gildis- mat þeirra er, skoðanir á stjórnunar- aðferðum og persónueinkenni. Um þessar mundir er ævisaga lacocca ennþá á metsölulista vlða um heim. Af nægu er að taka hérlendis. Minna má á ævisögur Tryggva Gunnars- sonar, Thors Jensen, Einars Sig- urðssonar og Einars Guðfinnssonar svo að dæmi séu tekin. Gagnsemi af þeim er þó frekar táknræn I þeim skilningi að lestur sllkra bóka stappar I menn stálinu heldur en að I þeim megi finna frásagnir sem séu beint til eftirbreytni eða víti til að varast. Eftir því hefur veriö tekið aö gildis- mat mikilla afkasta, dugnaöar og auðsöfnunar er missterkt milli þjóöa og þjóðarbrota og jafnvel innan sömu þjóðar. Allir kannast við dæmin um inn- flytjendur frá Vestur-Evrópu til Banda- ríkjanna, Kanada, Ástralíu, Suður-Am- eríku og Suöur-Afríku á þessari og síð- ustu öld. Fyrir þá skiptir máli að standa sig I öðru landi, óháð venjum og félags-legum hefðum heimalandsins. Margir gerðust athafnamenn I atvinnu- lífinu við þessar aðstæður. Þá er einnig oft talað um Gyðinga á Vesturlöndum, Kínverja á Kyrrahafseyjum og Ind- verja í Austur-Afríku þegar leitaö er dæma um þjóöarbrot sem sýnt hafa athafnasemi utan heimalandsins. Minna má á að nú er að renna upp fyrir Bandaríkjamönnum að fólk af kínverskum ættum skarar fram úr f skólakerfinu (Sbr. nýlegaforsíöugrein Time um ,,Shiz kids") og sérhæfir sig Hvalfjarðargöng/ brú Framhald af bls. 8. ekki svo, en nauðsyn|ega vantar meiri og nákvæmari upplýsingar, t.d. um stofnkostnað, til þess að unnt væri að meta arðsemi framkvæmdarinnar, ef ætlunin er að reyna að afla fjár til verksins með stofnun einkafyrirtækis, sem fengi að leggja á vegtoll i vissan tíma eins og nokkuð hefði verið rætt um. Hagsmunaaðila í málinu taldi Gunnar Helgi m.a. vera: 1. Byggðarlög. 2. Verkfræðinga og verktaka. 3. Bifreiðaeigendur. 4. Fjármagnseigendur. 5. Þjóðarbúið. 6. Þingmenn. Helstu óvissuþætti taldi hann vera: 1. Stofnkostnað. 2. Rekstrarkostnað fyrir afskriftir og vexti. 3. Heimild til eðlilegrar verðlagn- ingar. 4. Umferð. Því meiri sem óvissan er því meiri er ávöxtunarkrafan. Fyrirtæki sem þetta ætti þó að vera girnilegt sem almenningshlutafélag, því starfsemin er stöðug, markaður öruggur og allur almenningur með á nótunum. Flestir aka um Hvalfjörð og finna hagræðið af styttingunni. Stjórnvöld þurfa þó að forgangs- raða verkefnum þegar um er ræða mikla þenslutíma eins og nú. Þó taldi Gunnar að sem fyrst ætti aö Ijúka við undirbúningsrannsóknir svo hægt i ákveönum atvinnugreinum. Innan sama lands má einnig finna mismunandi athafnasemi sem reynt er að rekja til ólíkra félagslegra hvata. Norður-ltalir eru taldir duglegri en Suður-ítalir enda er atvinnustarfsemi í norðurhluta landsins áberandi meiri. Svabar, sem byggja land í kringum Stuttgart í Þýskalandi, eru taldir iðn- astir, sparsamastir og framtakssamastir alllra Þjóöverja. Iðnaðarstarfsemi er þar umfangsmikil og langt fyrir ofan landsmeðaltal. Sumir þjóöfélagshópar eru fram- taksamari en aðrir við viss félagsleg skilyrði. (Japan má rekja upphaf iön- byltingar til snauðra og afskiptra að- alsmanna sem sáu sér leik á borði til að koma sér til álits og virðingar að nýju. Stjórnmálahugsjónir eins og sjálf- stæðisbarátta geta verið aflgjafi fram- taks. Nægir að vitna til athafnamanna sem spruttu upp úr bændasamtök- um 19. aldar eins og Tryggva Gunn- arssonar og úr ungmennafélags- hreyfingunni á fyrrihluta 20. aldar væri að setja verkefnið í gang þegar slaknar aðeins á í atvinnulífinu. Frummælendur svöruðu fjölda fyrirspurna bæði tæknilegum og fjár- málalegum. Ólafur Bjarnason benti á að eðlilegt væri að ríkið legði í fram- kvæmdina a.m.k. sem svaraði kostn- aði við nauðsynlegar vegabætur inn fyrir fjörðinn auk kostnaðarins af Akraborginni, sem legðist af. Einnig kom fram sú hugmynd að greiða arð af hlutabréfunum með frímiðum um göngin/brúna í staö arðs í peningum. Að lokum sleit Viöar Ólafsson fund- inn og minnti á að sföasti Nóbels- verðlaunahafi í hagfræði hefði fengið verölaunin fyrir kenningar símar um aö framfarir í visindum og tækni væri einn mikilvægasti þátturinn í vellíðan mannkyns. Félagar i VFÍ mættu hafa það hugfast. eins og Sigurjóns Péturssonar, Ála- fossi. Athyglisvert er í þeim dæmum sem upp hafa verið talin að tilfinningin um að vera utangarðs (outcast), efna- hagslega (fátækt), að viröingu (litið niður á), eða stjórnmálalega (ósjálfstæði) virkar sem ögrun og hvatning til athafna. Eins og sjá má af þessari umfjöllun er engin einhlít skýring til á dugnaði athafnamannsins. Þar er að verki flókið samspil margra þátta og engir tveir athafnamenn eins. Þó er gagn- legt og lærdómsrík, bæði fyrir verð- andi athafnamenn og stjórnvöld, að draga sem flesta þætti fram í dags- Ijósið. Athyglin, sem nú beinist að athafnamönnum ætti að stuðla að því. Eitt svið hefur orðið útundan í þessari grein en það er hið viðskipta- fræðilega, sjálfsagt hiö mikilvægasta af öllum. Þar er leitast við að lýsa starfsháttum athafnamanna, fyrirtækj- um þeirra, umhverfi og kynslóða- skiptum. Bíður lýsing á því betri tíma. □ 5. ÖRSTUTTAR NIÐURSTÖÐUR FUNDARINS Allir framsögumenn lögðu áherslu á að hefja sem fyrst undirbúningsrann- sóknir svo hægt væri að áætla ná- kvæmar stofnkostnaðinn. Helstu óvissuþættir sem rannsóknirnar þurfa að finna svar við eru: 1. Fyrir jarðgöng: Kanna þykkt og gerð lausra og hálfsamlimdra (jökul- ruðnings) laga ofan á basaltklöpp- inni. Meta lekahættu um brotalínur í berginu og eiginleika bergsins til jarð- gangnagerðar. 2. Fyrir vegfyllingu: Kanna magn og gæði lausra jarölaga á sjávarbotni og landi við utanverðan Hvalfjörð. Einnig finna góðar grjótnámur fyrir stórgrýti í ölduvörn. □ Birgir Jónsson. Staðlar á íslandi Framhald af bls. 3. þar eð engin leið er að miðla allri þeirri þekkingu sem nýta þarf með skipulegri fræðslu. Og til að þekkingin sem menn afla sér með verulegri fyrirhöfn nýtist þá verða þeir sem búa yfir henni að vera gæddir verulegu eigin frumkvæði til að skapa nýjar hugmyndir og framtaki til að hrinda þeim í framkvæmd. VERKTÆKNI birtir að þessu sinni grein eftir prófessor Þóri Einars- son þar sem fjallað er um nauðsyn framtaks og hvernig efla megi það með fræðslu. Þórir hefur um nokkra hríð kennt sérstakt náms- skeið í viðskiptadeild HÍ (innan stjórnunar) þar sem framtakssemi (e.Entrepreneurship) er kennd með hliðsjón af sambærilegri fræðslu erlendis. Gera má ráð fyrir því að grein þessi eigi sérstakt erindi fyrir augu tæknimanna en þeir hafa margir góðar hugmyndir sem byggj- ast á eigin tækniþekkingu en á hinn bóginn oft litla þekkingu á að hrinda þeim í framkvæmd. Full ástæða virðist til að fræðsla af því tagi sem hér getur sé tekin upp fyrir tæknimenn hér á landi ekki síður en þá sem læra viöskiptafræði. JE 12 VERKTÆKNI — 25. APRÍL 1988

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/900

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.