Verktækni - 25.04.1988, Blaðsíða 27

Verktækni - 25.04.1988, Blaðsíða 27
TÆKNI OG FRAMFARIR staðlana fyrir forritunarmálin FOR- TRAN og COBOL. Staðlarnir, svo og krafa Bandaríkjastjórnar um að þessi forritunarmál væru notuð, hafa haft víðtæk áhrif og er COBOL t.d. ennþá algengasta forritunarmálið í stórum viðskiptaverkefnum og FORTRAN í verkfræðikerfum. Til þess að minnka kostnað við hugbúnaðargerð þarf fyrst og fremst að huga að því að fækka þeim nýju forritunarlínum sem þarf að skrifa. Og þá er úr vöndu að ráða. Stundum er hægt að skera verkefnið eitthvað niður. Einnig hafa komið fram af- kastameiri forritunarmál sem hægt er að beita við viss verkefni. En eina færa leiðin er oft að endurnýta gaml- an kóda. Og þá kemur upp sú hug- mynd, hvort hægt sé að koma upp viðtækum forritabönkum. Slíkir for- ritabankar eru reyndar til á afmörk- uðum sviðum og má þar nefna NAG pakkann fyrir tölulega útreikninga. Ada forritunarmálið var staðlað 1983 og var reyndar þróað fyrir til- stuðlan bandaríkjahers gagngert sem nýr staðall. Forritunarmálin Ada og Modula-2 eru einu algengu for- ritunarmálin, sem hafa vel útfærða möguleika á einingaforritun, en ein- ingaforritun er ein aðalforsendan fyrir víðtækri endurnýtingu forritahluta. Vert verður að fylgjast með notkunar- þróun Ada og sjá, hvort notkun máls- ins leiði til uþþsetningar almennra for- ritabanka. Að margra mati eru Ada forritabankar ein af fáum færu leiðum til að auka framleiðni í stærri forrita- kerfum svo einhverju nemi. Ýmsir staðlar hafa komið fram á síðustu árum varðandi kerfissetningu og gæðaeftirlit við hugbúnaðargerð. IEEE (Institute of Electrical and El- ectronics Engineers) og ANSI hafa riðið þar á vaðið og eru að gefa út Software Engineering Standards: • ANSI/IEEE Std 729-1983 Glossary of Softwarc Englneering Tcrminology • ANSI/IEEE Std 730-1984 Software Quality Aasorance Plana • ANSI/IEEE Std 828-1983 Softwarc Configuration Managcmcnt Plans • ANSI/IEEE Std 829-1983 Software Teat Documentation • ANSI/IEEE Std 830-1984 Software Requirementa SpecUicationa • ANSI/IEEE Std 983-1986 Software Quality Aaaurance Planning • IEEE Std 990-1986 Ada* Aa a Program Deaign Languagc • ANSI/IEEE Std 1002-1987 Taxonomy for Soltware Engineering Standards • ANSI/IEEE Std 1008-1987 Software Unlt Teating • ANSI/|EEE Std 1012-1986 Software Verification and Validation Ilana • IEEE Std 1016-1987 Software Deaign Deacriptiona /Ua Distributed in cooperation with yTy Wiley-Interacience, a division of John Wiley & Sons, Inc Oddur Benediktsson syrpu af stöðlum fyrir allt tilvistarskeið hugbúnaðar. í þessu stöðlum er leit- ast við að skilgreina hugtök nákvæm- lega og tilgreina hvað þarf til að brjóta hugbúnaðargerðina upp í að- greinda fasa og hvernig skilin milli fasanna eigi að vera. Þessir og aðrir ámóta staðlar eða vinnureglur eru forsendur þess, að hægt sé að vinna að kerfissetningu stærri kerfa með góðum árangri. Megin markmiðið er, að öll vinnan við hugbúnaðargerð sé skjalfest á skipulagðan hátt og þar með að hægt sé að staðfesta, hvort vel sé staðið aö verki og prófa hvort lausnir séu réttar áður en að útfærslu kemur. Einnig má benda á, að samhliða skilgreiningu og þróun Ada forrit- unarmálsins, hefur verið skilgreint heilstætt þróunarumhverfi. Það kall- ast APSE ("Ada Programming Support Environment”) og eru nokkr- ar útfærslur á því komnar fram. Marg- ar þeirra eru byggðar ofan á Unix stýrikerfið. Stöölun stýrikerfa, og Unix þá sér- staklega, er reyndar kapítuli út af fyrir sig. Unnið er að endanlegum stöðl- um fyrir Unix og er tíðinda þar að vænta innan skamms. Þess má geta, að stjórn Bandaríkj- anna krefst þess nú að notað sé Unix og Ada við lausn tiltekinna verkefna. Einnig er þess krafist hjá sænska rík- inu að notaö sé Unix við útfærslu lítilla fjölnotendakerfa. STAÐAN HÉRLENDIS Hér á landi falla stöðlunarmál almennt undir Iðntæknistofnun Is- lands (ITÍ). Á þaö einnig við um stöðl- un á sviði upplýsingatækni. Stofnunin fær senda alla útgefna staðla frá helstu staðlastofnunum og fær einnig ýmsar tillögur að stöðlum. Jóhannes Þorsteinsson er sá starfsmaður ITÍ, sem hefur umsjón með staðlamál- unum. Islendingar verða nú í vor aðilar að CEN og CENELEC (evr- ópsku staðlasamböndunum) og Póstur og slmi er aðili að TRAC („Technical Recommendation Appl- ication Committee"), en TRAC tekur bindandi ákvarðanir um sameigin- lega notkun samskiptastaðla svo sem X.25. ITÍ hefur fengið fjárveitingu fyrir starfsmanni á sviði stöðlunar í upp- lýsingatækni, og verður staðan aug- lýst bráðlega. Starfsmaður þessi fær vinnuaðstöðu við Reiknistofnun Há- skólans og mun væntanlega síðar starfa við upplýsingatæknistofnunina þá, sem nú er rætt um að stofnuð verði í tengslum við Háskólann. Á vegum ITI starfar Staðlaráð ís- lands og stjórnar það stöðlunar- málum. Undir Staðlaráði starfa stöðl- unarnefndir og starfshópar. Tölvuráð er ein slík nefnd og er undirritaður for- maður þess. Einn starfshópurinn vinnur nú að nýjum tillögum að stöðl- un á tölvulyklaborði. Auöun Sæmundsson stjórnar þeirri vinnu. Þess má geta að í júní mun alþjóð- legur vinnuhópur á vegum ISO halda vinnufund sinn um stöðlun lyklaborða m. a. og aö þessu sinni hér á landi. íslendingar eru þátttakendur í EUREKA verkefni, sem nefnist COSINE, og er Jóhann Gunnarsson talsmaður íslenska vinnuhópsins. Tilgangur COSINE er að samræma tölvunet háskóla og rannsóknastofn- ana í Evrópu og víðar. Loks má geta þess að á íslenska Unix tölvunetinu fara nú fram miklar umræður um hvort tímabært sé að taka Unix stýrikerfið upp sem ríkis- staðal hér á landi. LOKAORÐ l’slendingar sem og aðrar þjóðir festa gífurlegar upphæðir í búnað og vinnu á sviði upplýsingatækni. For- senda þess að fjárfestingarnar borgi sig er, að hægt sé að nýta hlutina sem lengst og helst áratugum sam- an. Því er nauðsynlegt að nota staðla. Staðlar eru eina raunhæfa leiðin til að verja kaupendur gegn skammtíma- sjónarmiöum þeirra sem framleiða eða selja tæki og búnað. Því er full ástæða til að krefjast þess að tæki falli að gefnum stöðlum og að viðhöfð séu stöðluð vinnubrögð við kerfis- gerð. □ Jónas Frímannsson, verkfræðingur: ÍST 30 ALMENNIR SKILMÁLAR UM VERKFRAMKVÆMDIR 3. útgáfa — Vinna við endurskoðun Frá því að vinna hófst við fyrstu útgáfu ÍST 30 á sjöunda tug aldar- innar hefur þaö færst mjög í vöxt að um verklegar framkvæmdir er samið við verktaka að undangengnum útboðum. Við meiri háttar mannvirkja- gerð á vegum opinberra aðila er þetta að verða meginregla. Samtímis þessu hefur orðið sú þróun, að einka- aðilar, fyrirtæki og einstaklingar, beita útboðsaðferðinni í stööugt ríkari mæli. Jafnframt hefur aukist fjöl- breytni við tilhögun útboða. Áður var oþið útboð algengasta formið, en nú verður æ algengara, að hafa útboð lokuð, þ.e.a.s. óska tilboöa frá tak- mörkuðum hópi verktaka. Til skamms tfma voru skipuleg alútboð (tum key) nánast óþekkt hér á landi, en hafa nú verið tekin upp, þótt enn sé það f litlum mæli. Þau atriði, sem hér hafa verið talin, ásamt fleirum, gera það að verkum, að endurskoðun á Almennum skil- málum um verkframkvæmdir, er fylli- lega tímabær. Staðall Iðntæknistofnunar, ÍST 30, fullu nafni „Almennir útboðs- og Stöðlun; lykill að þróun og hagvexti samningsskilmálar um verkfram- kvæmdir" kom út f 1. útgáfu árið 1969. Undirbúningur að því verki hafði þá staðiö yfir í nær áratug. Á þeim tveimur áratugum sem hafa liðið frá þvl staðallinn kom fyrst út hefur notkun hans jafnt og þétt og farið vaxandi og má segja að nú sé það orðin meginregla að nota hann við útboð og samninga um verklegar framkvæmdir. Við gerð ÍST 30 mun upphaflega hafa verið stuðst við danska staðalinn um útboö og verkframkvæmdir (sem nú heitir AB 72), en einnig litið til ann- arra Norðurlandastaðla. Árið 1979 kom síðan út 2. útgáfa endurskoðuð. Vinna við þriðju útgáfu staðalsins hófst árið 1986. (því skyni var skipuð nefnd fulltrúa hagsmunaaðila. Með tilstyrk nefndarmanna var síðan safn- að útboðslýsingum frá mörgum verk- VERKTÆKNI — 25. APRÍL 1988 15

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/900

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.