Verktækni - 25.04.1988, Page 5

Verktækni - 25.04.1988, Page 5
TFI-FRETTIR VFI-FRETTIR FRÉTTATILKYNNING FRÁ TÆKNIFRÆÐINGAFÉLAGl ÍSLANDS Þriðjudaginn 22. mars s.l. var aðal- fundur Tæknifræðingafélags íslands fyrir áriö 1987 haldinn í húsnæði félagsins Lágmúla 7, Reykjavík. Daði Ágústsson, rafmagnstæknifræð- ingur, formaður félagsins, flutti skýrslu stjórnar fyrir liðið starfsár og gat um helstu atriði í starfsemi félagsins. Má nefna að nú er hafin ritun sögu félagsins og hefur Jón Böðvarsson, ritstjóri Iðnsögu (slendinga, tekið að sér að stýra verkinu. Árlegt síldarkvöld félagsins var að þessu sinni haldið í Holiday Inn 6. nóvember 1987 og var Þorsteinn Pálsson, forsætisráöherra gestur kvöldsins. Formaðurinn ræddi ítarlega um Norrænt tækniár 1988 og skýrði hug- myndir stjórnar félagsins um framlag T.F.Í. til þess. Þá nefndi Daði í skýrslu sinni þá miklu umræðu sem átti sér stað á sfðastliðnu ári þegar í Ijós kom að þol- hönnun ýmissa mannvirkja væri verulega áfátt. Við úttekt á því máli kom í Ijós að engir tæknifræðingar áttu þar hlut að máli og kvað Daði það ánægjuefni að þeir hefðu ekki lent í hópi svonefndra „fúskara". Endurmenntun var sem áður ríkur þáttur í starfi félagsins á starfsárinu og er T.F.Í. aðili að Endurmenntunar- nefnd Háskóla íslands, þar sem geysimerkilegt starf er unnið. Of langt mál yrði að rekja skýrslu stjórnar ítarlegar en auk þess sem hér greinir fjallaði stjórn um mennt- unarmál tæknifræðinga almennt, Daöi Águstsson, tormaöur T.F.f. stóð fyrir skoðunarferð og sinnti er- lendum samskiptum. Sameiginlegt málgagn tæknifræð- inga og verkfræöinga, Verktækni, kom reglulega út á starfsárinu og voru félagsmenn hvattir til þess að vera duglegir að skrifa í blaðið. Félagsmenn eru nú um 630 talsins og er umtalsverð fjölgun i stéttinni á hverju ári. ( stjórn sitja nú: Daði Ágústsson, formaður. Sveinn Frímannsson, varaform. Júlíus Þórarinsson, gjaldkeri. Eiríkur Þorbjörnsson, ritari. Hreinn Jónasson, meöstjórnandi. Varamenn eru: Haraldur Sigursteinsson. Gunnar Sæmundsson. □ B YGGINGARS YNING íODENSE Fæðingarborg þjóöskáldsins Hans C. Andersen, Odense, verður 1000 ára á þessu ári. Mikil hátíöahöld verða f Odense 27. apríl—12. júní. Byggingaryfirvöld ( Danmörku munu halda margar byggingarsýn- ingar og fyrirlestra í þessu tilefni. Hefur verið ákveðið að hafa hóp- ferðir til Danmerkur á Byg og Bo 88: Ferð 1: 5.—11. maf. Ferð 2: 31. maí—3. júní. Nánari dagskrá hátíðar er á skrif- stofu Verkfræðingafélags (slands, Engjateigi og Tæknifræðingafélags (slands, Lágmúla 5. Þeir, sem áhuga hafa, hafi sam- band sem fyrst við Söluskrifstofu Flugleiða, Hótel Esju, sem tekur niður BYG&BO88 O D E N S E FREMTIDENS BOLIGBYGGERII DANMARK 27. APRIL- 12. JUNI 1988 FUTURE HOMES - IN DENMARK 27 APRIL - 12 JUNE, 1988 pantanir. Fararstjóri veröur Stein- grímur Sigurjónsson, byggingafræð- ingur, sími 84749 eftir kl. 19.00. □ Steingrímur Sigurjónsson. FRÁ FORMANNI VFÍ Látinn heiðursfélagi. Þorbjörn Sigurgeirsson prófessor er látinn. Hann var heiðursfélagi i Verkfræðingafélagi (slands. Þorbjörn var einn fremsti vfsindamaður íslend- inga fyrr og síðar. Ég vil fyrir hönd félagsins votta eiginkonu Þorbjörns og móður samúð. Ný stjórn. Á aðalfundi VFÍ 15. mars s.l. var Oddur Borgar Björnsson kosinn varaformaður félagsins, Baldur Hjaltason meðstjórnandi og Sæ- mundur Þorsteinsson varamaður. Fyrir sátu í stjórn Jón Ingimarsson, sem tók við formennsku á fundinum, Viðar Ólafsson fráfarandi formaður, Eysteinn Haraldsson meðstjórnandi og Ágúst H. Bjarnason varamaður. Við undirbúning stjórnarkjörs fengust engar tilnefningar frá félagsmönnum og þurfti því fráfarandi stjórn að gera tillögur um varaformann og fjóra meðstjórnendur samkvæmt félags- lögum. Að mínu mati tókst að fá fimm hæfileikamenn til að gefa kost á sér til stjórnarkjörs, en ég tel þó mikilvægt að félagsmenn láti sig stjórnarkjör meiru skipta og við fáum tilnefningar frá félögum á næsta ári. Hinrik Guðmundsson lætur af störfum. Hinrik Guðmundsson lét af störfum fyrir VF( um s.l. mánaðamót. Hinrik hóf störf fyrir félagið í október 1953 og hafði því starfað fyrir félagið í nær 35 ár. (tilefni þessara tímamóta hélt framkvæmdastjórn félagsins Hinrik smá hóf þar sem honum var þakkað mikið og ósérhlífið starf í þágu félags- ins og honum afhentur borðfáni með merki félagsins á fæti úr islensku blágrýti. Á fótinn var letrað: „Hinrik Guðmundsson verkfræðingur. Með bestu kveöju frá Verkfræðingafélagi (slands. 30. mars 1988". Þetta er fyrsti borðfáninn sem gerður er með merki félagsins og þótti fram- kvæmdastjóra við hæfi að gefa hann fyrsta starfsmanni félagsins, fleiri fánar eru í pöntun. Innganga í VFÍ — verkfræðingstitillinn. Á liðnu starfsári Vann menntamála- nefnd félagsins m.a. að því að semja reglur um menntunarkröfur annars vegar til þeirra sem óska eftir inn- göngu í félagið og hins vegar til þeirra sem óska eftir leyfi ráðherra til að kalla sig verkfræðinga. Afar þýð- ingarmikið er að setja skýrar reglur um þetta, enda er sffellt verið að bjóða upp á fjölbreyttara nám á sviði Jón Inglmarsson, formaöur VFÍ. tækni og raunvísinda og mikil ásókn jaðarhópa um leyfi til að nota verk- fræðingstitilinn og/eða um inngöngu í félagið. Aöalstjórn félagsins hefur samþykkt reglurnar og er áformað að kynna þær yfirvöldum og náms- mönnum hér á landi og erlendis á næstunni. Verkfræðinám við Háskóla islands. Verkfræðingafélag íslands hefur allt frá byrjun 4. áratugarins sýnt verk- fræðinámi við Háskóla islands áhuga. Á félagsfundi í október 1940 hét félagiö að aöstoða Háskólann við að undirbúa og koma á fót kennslu f verkfræði og er greinilegt að sam- vinna hefur verið náin fyrstu árin a.m.k. og tilnefndi félagið m.a. i nefndir vegna námsins. Kennsla í verkfræði hófst í nóvember 1940 og voru sjö verkfræðingar útskrifaöir f lok stríðsins, en síðan var tekið upp þriggja ára fyrrihluta nám. Þegar undirbúningur að námi til lokaprófs í verkfræði á árunum 1970- 71 var talsvert samstarf milli Háskól- ans og félagsins. Haustið 1986 skip- aði framkvæmdastjórn VFÍ þrjá félagsmenn í nefnd til að vinna að út- tekt á námi í verkfræði við H.í. fyrir þróunarnefnd skólans. Nefndin skil- aði viðamikilli skýrslu í nóvember s.l. Jafnframt vinnu fyrir þróunarnefnd fól framkvæmdastjórn nefndinni að meta hvort nám við H.í. væri full- nægjandi til að mæla með því að nemendur sem útskrifast frá skólan- um fái leyfi ráðherra til að kalla sig verkfræðinga. Að mati nefndarinnar hefur nám við deildina að mörgu leyti gefist vel, hins vegar er Ijóst að end- urskoða þarf suma þætti námsins, ef gæði þess eiga að fullnægja kröfum VERKTÆKNI — 25. APRÍL 1988 5

x

Verktækni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verktækni
https://timarit.is/publication/900

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.