Verktækni - 25.04.1988, Page 6
félagsins áfram. Félagið hefur skrifað
Verkfræðideild Háskólans bréf þar
sem úttektinni er fagnað og tekið
undir niðurstöður hennar. í bréfinu
segir jafnframt að félagið vilji bíða
átekta og fylgjast með framvindu
málsins innan deildarinnar áður en
afstaða verður tekin til þess hvort
ástæða sé til að breyta stefnu félagsins
um heimild til handa þeim sem útskrif-
ast frá deildinni til að kalla sig verkfræð-
inga. I lok bréfsins lýsir félagið yfir
stuðningi við Verkfræðideildina við að
koma á nauðsynlegum breytingum.
Ég tel að VFÍ hafi ákaflega þýð-
ingarmiklu hlutverki að gegna í sam-
bandi viö verkfræðinám við H.l. Að
sjálfsögðu hlýtur félagið að gera
sömu kröfur til þeirra sem útskrifast
þaðan og þeirra sem útskrifast er-
lendis. Við hljótum hins vegar að
sýna H.l. ræktarsemi og vilja efla
hann. Félagið áformar að efna til
fundar um menntunarmál verkfræð-
inga næsta haust.
Stefna framkvæmdastjórnar
VFÍ 1988-89
Um þessar mundir er stjórnin að
ræða hvaða málefni skuli leggja
áherslu á á starfsárinu. Gert er ráð fyrir
að taka nokkur mál út úr og vinna vel
að þeim. Ef þiö hafið tillögur um mál-
efni sem þið teljið mikilvægt að setja á
oddinn vinsamlegast hafið samband
við stjórnarmenn eöa framkvæmda-
stjóra. Stjórnin væntir þess að geta
gert grein fyrir stefnumálum stjórnar-
innar í næsta hefti Verktækni. □
Jón Ingimarsson.
NÝR VARA-
FORMAÐUR
Á aðalfundi Verkfræðingafélags
íslands sem haldinn var 1988 var
Oddur B. Björnsson kosinn til em-
bættis varaformanns. Eins og félög-
um VFÍ er kunnugt er nú kosinn nýr
varaformaður árlega til eins árs. Eftir
fyrsta árið í framkvæmdastjórn verð-
ur varaformaður sjálfkrafa formaður
næsta árið. Formaður situr síðan
áfram I framkvæmdastjórn þriðja ár-
ið, en þá sem meðstjórnandi og ráð-
gjafi.
Oddur er fæddur 19. ágúst 1950 í
Reykjavik sonur Björns Magnús-
sonar prófessors og Charlottu Kr.
Jónsdóttur konu hans.
Oddur B. Björnsson.
Oddur er stúdent frá MR. 1970 og
lauk prófi í vélaverkfræöi frá Háskóla
íslands árið 1974, annar af tveimur
fyrstu vélaverkfræðingum sem út-
skrifast frá Hl’ eftir 4 ára nám. Oddur
hlaut styrk til framhaldsnáms í Heriot-
Watt University I Edinborg og lauk
þaðan Ph.D. prófi í vélaverkfræði árið
197Ó með straumfræði sem sérgrein.
Oddur hóf störf hjá verkfræðistof-
unni Fjarhitun h.f. áriö 1978 og hefur
starfað þar siðan við ýmis ráðgjafa-
störf á sviði vélaverkfræði. Hann varð
hluthafi í Fjarhitun h.f. áriö 1983 og
hefur setið í stjórn fyrirtækisins síðan
1985.
Oddur var stundakennari við verk-
fræðideild HÍ 1978 til 1981, aðjúnkt
1981 til 1984 og dósent í 50% stöðu
til 1986. Hann kenndi hvorutveggja í
vélaverkfræöiskor og rafmagnsverk-
fræöiskor. Ennfremur hefur Oddur
verið kennari og leiöbeinandi við
Jarðhitaskóla Sameinuöu Þjóöanna
árin 1984- 1987.
Oddur hefur gegnt ýmsum trún-
aðarstörfum fyrir Verkfræðingafélag
(sland. Hann sat í framkvæmdastjórn
VFÍ1980 til 1982 var formaður kynn-
ingar og ritnefndar VF( 1981 til 1982
og menntamálanefndar VFÍ 1985 til
1988.
Oddur er kvæntur Ástu Magnús-
dóttur meinatækni og eiga þau þrjú
börn. □
Alsink
ódýr gœðalausn
Álsínkhúðað Bárustál og Garðastál í hœsta
gœðaílokki sniðið íyrir íslenskar aóstœður.
Frábœrt tœringarþol og allt að tvöíöld ending
borið saman við galvaniserað. Við aígreiðum
Bárustálið og Garðastálið í öllum lengdum á
þök og veggi. Allir íylgihlutir ávallt íyrirliggj-
andi. Haíið samband við sölumenn okkar og
íáið ráðgjöí og kostnaðaráœtlun. ^OJIÖOí
= HÉÐINN
Stórás 6, 210 Garðabœr
6
VERKTÆKNI — 25. APRÍL 1988