Verktækni - 25.04.1988, Qupperneq 7
F
STARFSEMI
ÚTGÁFUNEFNDAR
ÁRSHÁTÍO VFÍÁRIÐ 1988
Á aðalfundi VFÍ 1987 voru sam-
þykktar lagabreytingar að tillögu fyrr-
um Kynningar- og ritnefndar, þar sem
gert var ráð fyrir að Útgáfunefnd tæki
við því hlutverki, sem var í raun aðal-
viðfangsefni Kynningar- og ritnefndar,
en það var að sjá um útgáfu Tímarits
VFl' og fréttablaðs, þ. e. Verktækni.
Höfuðverkefni Útgáfunefndar á
starfsárinu var að móta stefnu og
gera tillögur varðandi Tímarit VFÍ,
sem af fjárhagsástæðum hafði stöðv-
ast eftir útkomu 1. tbl. 1985. Að öðru
leyti var eftir þörfum fjallað um útgáfu
Verktækni, sem getur talist hafa verið
í nokkuð föstu formi og komið út
reglulega, eða eins ognýju lögingera
ráð fyrir.
Hvað viðvíkur Tímariti VFÍ eru
helstu niðurstöður eins og hér segir:
Kynningar- og ritnefnd vann i lok
árs 1986 og byrjun 1987 að mótun
hugmynda um nýtt útgáfufyrirkomu-
lag TVFÍ með árbók í huga. Stjórn VFÍ
skipaði sem kunnugt er nýja menn í
Útgáfunefnd sl. sumar. Ekki tókst að
ná nefndinni saman fyrr en í byrjun
október. Útgáfunefnd VFÍ kom sex
sinnum saman til fundar á starfsárinu,
þ. e. það sem af er þessum vetri. Fjall-
aði nefndin um málið á síðasta árs-
fjórðungi og lagði tillögur um útgáfu-
tilhögun TVFÍ, fyrir stjórn VFÍ í fyrri
hluta febrúar sl.
Árbók VFÍ
Lagt var til, að hætt yrði að gefa út
TVFÍ í þeirri mynd, sem verið hefur
undanfarin útkomuár. i staðinn kæmi
árbók, sem hefði „Tímarit VFÍ" sem
undirtitil, þannig að tímaritið héldi
áfram að koma út, en aðeins i breyttri
mynd. Utgáfunefnd gerði tillögur um
efni og gerð árbókar, ásamt kostn-
aðaráaetlun fyrir fyrstu árbókina.
Gert var ráð fyrir, að fyrsta árbókin
yrði fyrir árið 1988 og að hún gæti
komið út fljótlega að liðnum fyrsta árs-
fjórðungi 1989. Fjármögnun var
hugsuð sem félagsleg áskrift (eins og
verið hefur með TVFÍ til þessa) að
hluta til, þannnig að þess sem á vant-
aði yrði aflað í formi styrkja og/eða
auglýsinga.
í fjárhags- og rekstraráætlun VFÍ
fyrir árið 1987 var gert ráð fyrir 300
þús. kr. til útgáfu Tímarits VFÍ. Skv.
lögum félagsins frá aðalfundi 1987
ber að gefa út minnst eitt tölublað á
ári frá og með árinu 1987 í stað sex
tölublaða á ári til loka árs 1986.
TVFÍ 1985 til 1987
Hvað snertir útkomu TVFl’ fyrir árin
1985 til 1987 leit útgáfunefnd svo á,
að nokkrir möguleikar væru fyrir
hendi, og lagði til að stjórn VFl jæki
ákvörðun um einn eftirtalinna val-
kosta:
(1) Að taka upp þráðinn, þar sem út-
koma TVFÍ stöðvaðist með 1. tbl.
1985 og láta kom út annaö tbl.
1985, sem yrði nr. 2 til 6, láta koma
út eitt tbl., nr. 1-6 fyrir 1986, og eitt
skv. nýjum lögum fyrir 1987. Alls
yrðu þetta þrjú tölublöð, sem
kæmu út aftur í tímann. Mjög
vafasamt er að 300 þús. kr. fjár-
veitingin frá 1987 nægði til þessa.
(2) Að láta útkomiö tbl. fyrir 1985
nægja fyrir það árið, og koma út
einu tbl. fyrir 1986 og öðru fyrir
1987, þ. e. gera nýju lögin afturvirk
um tvö ár. Láta sfðan afganginn af
300 þús. krónunum, ef ein hver
yrði, renna til fyrstu árbókar, þ. e.
fyrir árið 1988.
(3) Að slá saman í eitt tbl. fyrir 1986
og 1987 og láta afganginn af 300
þús. kr. fara til árbókarinnar. Með
þessu yrði að nafninu til haldið
samfelldri, árlegri útkomu TVFl’.
(4) Að láta koma út eitt tbl. fyrir 1987,
sleppa alveg úr 1986 og láta af-
ganginn af 300 þús. kr. renna til
árbókarinnar.
(5) Að leggja alla upphæðina, 300 þ.
kr., í fyrstu árbókina og láta eiga
sig að koma út þeim tölublöðum,
sem á vantar frá 1985 til og með
1987.
Valkostur nr. 2 hafði mestan hljóm-
grunn í Útgáfunefnd, en nr. 3 kom
næst á eftir. Hvorugur rýfur algjörlega
samfelluna í útkomu Tímaritsins, og
kostnaður við hvorugan færi, að því
er ætla má, yfir samþykkta félagslega
áskrift fyrir 1987. Stjórn VFÍ valdi kost
nr. 3 og hefur jafnframt ákveðið, að
stefnt skuli að útgáfu árbókar i sam-
ræmi við ofangreindar tillögur Útgáfu-
nefndar. □
Rögnvaldur S. Gislason.
Árshátið Verkfræðingafélags (s-
lands var haldin i Broadway með
miklum glæsibrag föstudagskvöldið
4. mars 1988. Aldrei hefur áður verið
jafn fjölmennt á árshátíð félagsins og
þarna voru mættir verkfræðingar á
öllum aldri ásamt mökum sínum.
Árshátíðargestir fóru að tínast í hús-
ið upp úr klukkan sjö um kvöldið og
var þeim boðið upp á fagurbláan for-
drykk við komuna. Fljótt varð Ijóst að
mikið fjölmenni var mætt á árshátíð-
ina og allir í hátíðarskapi, ungir sem
aldnir. Að loknum fordrykk og til-
heyrandi vinaspjalli var sest að borð-
um og formaður VFÍ, Viðar Ólafsson,
bauð gesti velkomna og setti hátíð-
ina. Fól hann siðan veislustjóra
kvöldsins, Kristjáni Sigurbjarnarsyni,
stjórn kvöldsins.
Undirbúningsnefnd árshátíðar-
innar var að sjálfsögðu klappað lof í
lófa. Undir borðum var fjöldasöngur
sem veislustjóri stjórnaði.
Verkfræðilegan annál ársins flutti
Halldór Jónsson verkfræðingur og
kom hann víða við. Rifjaði hann
meðal annars upp á gamansaman
hátt umræðuna um burðarþol húsa
og áhrif skjálftalína á hönnun húsa
sem og líf verkfræðinga jafnt sem
annarra.
Fram var borinn Ijúffengur matur, allt
með rósrauðum bjarma vegna lýs-
ingar, a. m. k. við borð ritara þessa
pistils. Forréttur mun hafa verið laxa-
paté; aöalrétturinn svínakjöt með
eplum, rósakáli, gulrótum og brúnuð-
um kartöflum ásamt sósu og jarðar-
ber með ís í eftirrétt.
Ónefndurfélagi með óvænta uppá-
komu (skv. auglýstri dagskrá) var
Egill B. Hreinsson rafmagnsverk-
fræöingur og dósent við H( og spilaði
hann jass af mikilli innlifun.
Heiðursmerkjaafhending VFÍ var á
dagskrá eins og tilheyrandi er á slík-
um hátíðarstundum. Formaður
félagsins afhenti fyrir hönd merkis-
nefndar Unnsteini Stefánssyni heið-
ursmerki VFÍ og bað hann vel að
njóta.
Að loknum eftirrétti og þegar komið
var að kaffinu skemmti Ríó-tríó
gestum við góðar undirtektir.
Dansaö var fram eftir nóttu og þar
sýndu verkfræðingar að þeim er
margt til lista lagt.
Á þessari fjölmennu árshátfð voru
um 440 manns í mat og hafa aldrei
verið fleiri áður á árshátíð félagsins. Ef
vel heppnuð og fjölmenn árshátíð er
mælikvarði á áhuga félagsmanna,
geta menn verið bjartsýnir um félags-
starfið i nánustu framtíð.
Árshátíð — Nokkur orð
frá tveim verkfræðikonum
Veislustjóri árshátíðar VFÍ, benti á
að auglýsing um árshátíðina var á
sömu opnu og auglýsing um ráð-
stefnuna Konur og tækni. Þessa tvo
merku viðburði bar upp á sama dag
og við undirritaðar vorum á báðum
stöðum. Urðum við því bæði undr-
andi og glaðar þegar veislustjóri hóf
að lesa upp úr því er hann sagði vera
niðurstöður vinnuhóps ráðstefnunnar.
Gleði okkar var þó skammvinn, því sú
drápa sem lesin var upp hafði aug-
Ijóslega ekki verið samin í vel skipu-
lögðu hópstarfi kvenna. Síðar baðst
veislustjóri afsökunar á drápulestr-
inum eftir ábendingu frá rauna-
mæddri konu.
Er við hugsum til baka til árshátíðar
verkfræðinga, finnst okkur að e. t. v.
megi endurskoða þann verkfræði-
lega anda sem þar sveif yfir vötnum.
Til dæmis höfðuðu fáar skemmti-
sögur kvöldsins til okkar. Það eru líka
nokkrar konur verkfræðingar. □
Guðrún S. Hilmisdóttir
byggingarverkfræðingur
Sigrún Pálsdóttir
vélaverkfræðingur
VERÍCTÆKNI — 25. APRÍL 1988
7