Til sjávar - 01.05.2000, Blaðsíða 3

Til sjávar - 01.05.2000, Blaðsíða 3
Spjall Mest aðkallandi að fækka vinnuslysum um borð Samgönguráðherra hefur falið Siglingastofnun að vinna að gerð langtima- áœtlunar um öryggismál sjómanna í samráði við sérstaka verk- efnisstjórn. Formaður hennar er Helgi Jóhannesson, lögfrœðingur i samgöngu- ráðuneytinu. Jón Bernódusson sem er forstöðumaður skipasviðs Siglinga- stofnunar ogfulltrúi í verkefnisstjórn var tekinn tali um verkefnið. Að þínu mati, hver eru brýnustu verkefnin í öryggismálum sjómanna á næstu árum? „Þau verkefni sem eru mest aðkallandi eru að fækka vinnuslysum um borð í skipum. Vinnuslys um borð í skipum eru alltof tíð og taka þarf einnig betur á öryggi smábáta. Mikilvægt er að sjómenn taki sjálfir virkan þátt í öryggismálum skipa sinna og vinna þarf markvisst að því að koma í veg fyrir slys og óhöpp sem verða vegna mannlegra þátta. Tilgangur langtíma- áætlunar um öryggismál sjófarenda er meðal annars að finna leiðir til að bæta öryggi á sjó og setja markmið sem málsaðilar geta sameinast um.“ Margir sjómenn hafa mjög ákveönar skoðanir á þessum málum. Geta þeir komið ábendingum á framfæri? „Já, við gerð áætlunarinnar er lögð mikil áhersla á að fá fram sjónarmið sjómanna á sem flestum gerðum skipa og óskað er eftir tillögum til úrbóta í öryggismálum frá þeim. Það er gert í þeim tilgangi að sjómenn hafi áhrif á mótun áætlunar- innar og þar með tryggja að sem bestur árangur náist á sem flestum sviðum öryggismálanna. Það geta þeir gert með því að hafa beint samband við Siglinga- stofnun eða fyrir miiligöngu síns fulltrúa í verkefnisstjóm. Einnig eru uppi hug- myndir um að senda spumingalista um borð í skip þar sem sjómenn verða beðnir um að svara tilteknum spuming- um um öryggismál.“ Á þessi öryggisáætlun að skipa sama sess og aðrar áætlanir í samgöngu- málum, t.d. í hafna- og vegamálum? „Akvörðun samgönguráðherra að leggja langtímaáætlunina um öryggismál sjófarenda fram sem þingsályktunar- tillögu á Alþingi mun vissulega veita henni byr undir báða vængi verði hún samþykkt þar. í undirbúningi er önnur vinna á vegum samgönguráðuneytis sem felst í gerð samræmdrar samgöngu- áætlunar og munu öryggis- mál sjófarenda væntanlega í framtíðinni verða einn hluti af henni ásamt hafna-, vega- og flugmálum." Hvaða vonir bindur þú við þessa vinnu og nán- ustu framtíð í öryggis- málum sjómanna? „Það eykur vissulega á bjartsýnina varðandi öryggismálin þegar áætlanir eru gerðar um að ná tilteknum markmiðum. Takist að velja réttu verkefnin sem samstaða næst um og málum verði fylgt eftir af kostgæfni verður auðveldara að halda áfram á þeirri jákvæðu braut sem öryggismál sjómanna eru komin á.“ Viltu segja eitthvað að lokum? „Innan Siglingastofnunar er stöðugt unnið að því að bæta þjónustu við sjó- farendur. Starfsmenn stofnunarinnar munu af fremsta megni styðja við lang- tímaáætlunina og að sjálfsögðu leggja fram tillögur til úrbóta í öryggismál- unum hvort sem þær snúa að þjónustu stofnunarinnar sjálfrar eða öryggis- málunum almennt. Ég hvet alla sem málið varðar að leggja sitt af mörkum þannig að góður árangur náist, t.d. með því að láta vita af góðum hugmyndum um leiðir til að bæta öryggi sjófarenda.“ Stuttar fréttir Slysavarnafélagið Landsbjörg Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, opnaði formlega sjálfvirka tilkynninga- skyldukerfið (STK) þann 3. maí sl. STK leysir af hólmi hina hefðbundnu til- kynningaskyldu skipa. I ræðu við sama tilefni sagði hann m.a.: „... unnið er að gerð samnings við Slysavarnafélagið Landsbjörg sem á að tryggja sem best og mest ijárhagslega hlið þeirra verk- efna sem félagið vinnur í vegna þeirra hluta sem snúa að samgönguráðu- neytinu.“ Hér er fyrst og fremst um að ræða Slysavarnaskóla sjómanna og STK. Samgönguráðherra hefur falið Siglingastofnun að koma fram fyrir hönd ráðuneytisins í þessu máli og vinna að samningsdrögum. Rit um rannsóknir á Hornafjarðarósi Siglingastofnun gaf nýverið út rit um rannsóknir sem gerðar hafa verið á innsiglingunni til Homafjarðar: Horna- fjarðarós. Rannsóknir á siglingaleið um Hornajjarðarós. Skýrsla um rannsóknir og tillögur um úrbœtur. Höfundar eru Gísli Viggósson og Sigurður Sigurðar- son. Ritið fæst hjá Siglingastofnun í Kópavogi. Víkingaskipið íslendingur Þann 17. júní nk. leggur víkingaskipið Islendingur úr höfn frá nýju smábáta- bryggjunni í Búðardal. Er þetta einn liðurinn í hátíðahöldum Islendinga í tilefni af 1000 ára afmæli landafund- anna. Að sögn Birgis Tómasar Amar, tæknifræðings hjá Siglingastofnun, var bygging smábátaaðstöðunnar boðin út í lok síðasta árs og nú sér fyrir endann á framkvæmdum. Ekkert ætti því að koma í veg fyrir siglingu íslendings á tilskild- um tíma. Birgir segir að heimamenn ætli að byggja upp ferðamannaiðnað í kringum bryggjuna og áform eru uppi um skeldýraveiðar. Víðinesbræður ehf. buðu 9,6 m.kr. í verkið sem var aðeins um 60% af áætluðum kostnaði. Nýr umdæmisstjóri í Ólafsvík Siglingastofnun hefur ráðið Pál Stefánsson í starf umdæmisstjóra skoðunarsviðs á Vesturlandi með aðsetri í Ólafsvík (Snæfellsbæ). 3

x

Til sjávar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Til sjávar
https://timarit.is/publication/903

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.