Til sjávar - 01.05.2000, Page 7

Til sjávar - 01.05.2000, Page 7
Nýr starfsmaður bu E Ný lög frá Alþingi Á síðustu dögum Alþingis biðu mörg þingmál afgreiðslu. Þrjú frumvörp um siglingamál urðu að lögum en önnur þrjú sem lúta að atvinnuréttindum og áhafnamálum sjómanna voru ekki afgreidd. Eftirfarandi lög voru samþykkt á Alþingi 9. maí 2000: Lög (73/2000) um breytingar á Iögum um tilkynningarskyldu íslenskra skipa í þessum breytingum felst að skip styttri en 24 metrar sem notuð eru í atvinnu- skyni er skylt að tilkynna sig í sjálfvirka tilkynningakerfinu (STK) sem nýlega var tekið í fulla notkun. Hins vegar eru skip sömu stærðar sem ekki eru notuð í atvinnuskyni undanþegin þeirri skyldu, en það eru íyrst og fremst skemmtibátar. Þá er samgönguráðherra heimilt að ákveða að skip sem stunda veiðar nálægt landi (1,5 sjómíla skv. greinargerð) verði undanþegin því að tilkynna sig í STK. Lögin öðlast gildi 1. júlí 2000. Lög (68/2000) um rannsókn sjóslysa Með þessum lögum verða til heildarlög um rannsókn sjóslysa sem koma í stað ákvæða siglingalaga um það efni. í lögunum eru nokkur nýmæli miðað við gildandi löggjöf. Sjóslysarannsóknir verða algjörlega sjálfstæðar og að því leyti hliðstæðar rannsóknum flugslysa en hingað til hefur frumrannsókn sjóslysa verið hjá lögreglu og í sjóprófum. Þá er kveðið á um að sönnun í opinberum málum verði ekki byggð á skýrslum rannsóknamefndar sjóslysa. Er það gert til að trúnaður megi haldast milli rannsakanda og þeirra sem rannsóknin beinist að. Ennfremur er álit rannsóknar- nefndarinnar notað til að efla forvamir og auka öryggi skipa og sjómanna. Lögin öðlast gildi 1. september 2000. Lög (69/2000) um breytingar á sigl- ingalögum Meginbreytingin er að ekki er lengur skylda að halda sjópróf. Ymsar breytingar eru gerðar á lögunum til samræmis við breytingar sem orðið hafa á réttarfari. Þessi lagabreyting er gerð samhliða nýjum lögum um rannsókn sjóslysa og eru flestar breytingarnar afleiðing af breytingum sem þar er gert ráð fyrir. Lögin öðlast gildi 1. september 2000. Vinnur að bættu öryggi sjómanna Ingimundur Val- geirsson, verk- fræðingur, skipa- sviði. Fæddur í Reykjavík 20. apríl 1963. Hefur lokið prófi frá Vélskóla íslands, Tækniskóla íslands, er tæknifræðingur frá Odense Teknikum 1989 og lauk meistaraprófi í verkfræði frá Háskóla íslands á þessu ári. Ingimundur hefur síðastliðin ár starfað fyrir Slysavarnafélagið að öryggis- málum sjómanna samhliða vinnu að MS-ritgerð sinni. Ingimundur kom til starfa hjá Siglingastofnun í mars 2000 til að vinna að verkefninu „Öryggisáætlun sjófarenda 2000-2005“. Ingimundur á einn son. GPS Hætt að rugla GPS kerfið Ák n.r kvörðun Bandaríkja- uforseta þann 1. maí 2000 að opna hemaðarhluta GPS gervihnattastaðsetning- arkerfisins kom mönnum hvarvetna í heiminum í opna skjöldu þrátt fyrir að vitað væri að þessi hluti yrði einhvern tímann opnaður á næstu ámm. Hern- aðarhluti kerfísins hefur hingað til verið lokaður almenningi og gert það að verkum að nákvæmni í staðsetningum hefur aðeins verið um 100 metrar. Með þessari ákvörðun eykst nákvæmnin u.þ.b. fimmfalt eða í um 20 metra. Af þessu tilefni hafa alþjóðasamtök vitastofnana (IALA) gefið út yfirlýsingu þar sem aðildarríki em hvött til að halda áfram að reka DGPS leiðréttingakerfi þrátt fyrir þessa stefnubreytingu. Nákvæmni upp á 20 metra er ekki nægileg fyrir skip sem þurfa að athafna sig í innsiglingum hafna og annars staðar þar sem rými til athafna er lítið. Að sögn Guðjóns Schevings hjá Siglingastofnun verður engin breyting gerð á starfsemi DGPS kerfisins hér á landi og er hann sammála mati IALA að full þörf sé á að starfrækja kerfið áfram. Sjómannadagur Viðurkenningar til skipa 2000 Siglingastofnun veitir árlega viðurkenningar á sjómannadaginn til eigenda og áhafna skipa sem taldar eru hafa sýnt góða framkvæmd á öryggisreglum og umhirðu á undan- fömum ámm. Árið 2000 fengu eftirtalin skip viðurkenningu: • Antares VE-18 • Björgvin EA-311 • Gissur hvíti ÍS-114 • Kristrún RE-177 • Skinney SF-30 • Þorsteinn GK-16 • Örvar SH-777 Ljósm.: Kristján Maack 7

x

Til sjávar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Til sjávar
https://timarit.is/publication/903

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.