Neytendablaðið - 01.02.1977, Blaðsíða 12

Neytendablaðið - 01.02.1977, Blaðsíða 12
12 Til upplýsinga fyrir Neytendasamtökin Flest eigum við það sameiginlegt að þegar okkur berst rafmagns- reikningurinn, höfum við um það stór orð, hve dýrt rafmagnið sé orð- ið. Sé betur að gáð, kemur þó í ljós, að það er ekki alltaf rafmagnsverð- ið, sem er aðalorsök þess, hve reikn- ingurinn er hár, heldur annar og ekki síður mikilvægur þáttur: raf- magnsnotkunin sjálf. Langt er nú síðan notkun rafmagns varð sjálfsagður og nauðsynlegur þáttur í dagleg- um rekstri hvers heimilis, og þá erum við komin að kjarna málsins. Getum við sparað rafmagn og þar með lækkað rafmagnsreikn- inginn okkar, án þess að þurfa að slá verulega af þeim kröfum um þægindi, sem rafknúin heimilistæki veita okkur? Með grein þessari er ætlunin að benda á nokkur atriði, sem gætu hjálpað hinum al- menna rafmagnsnotanda til að minnka orku- neyzlu algengustu heimilistækja. Meðfylgjandi tafla, sem er úrdráttur úr töflu frá dönsku stofnuninni ELRA, sýnir okkur áætlaða meðalorkunotkun algengustu heimilistækja. Hliðstæð athugun er nú í und- irbúningi hér á landi. Mælingar og athugan- ir, sem framkvæmdar hafa verið á undan- förnum árum hérlendis, benda til þess, að þessi tafla falli allvel að íslenzkum aðstæðum. íslenzkt dæmi: I húsi einu, þar sem gætt hefur verið ýtr- ustu hagsýni, hefur rafmagnsnotkun helztu rafmagnstækja verið mæld frá því í apríl 1975. Húsið er einnar hæðar einbýlishús, byggt úr steinsteypu með timburþaki. Stærð hússins að utanmáli er 135 fm en bílskúr ásamt geymslu er 38 fm. í húsinu býr 5 manna fjölskylda. Ársnotkun frá 12.04. 1975 - 12.04. 1976. Skýringar Þegar veður leyfir er þvottur oft þurrkaður á þvottasnúru. Rafmagnsnotkun kynditækis og miðstöðv- ardælu var mæld á tímabilinu 12.04. 1975 - 29.01. 1976, en áætluð eftir tímateljara sem mældi gangtíma kynditækisins á timabilinu 29.91. 1975 - 12.04. 1975. Utvarpstæki með rafhlöðu er notað í eld- húsi. Uppsett afl í lýsingu er um 3300 W. Vænlegast til árangurs af sparnaðarráð- stöfunum er að taka til nánari athugunar þau tæki, sem orkufrekust eru (sjá töflu 1, meðal- notkun kWh/mán). Kæliskápar, frystikistur Kæliskápar og frystikistur (frystiskápar) gegna mikilvægu hlutverki á flestum heimil- um og eru ofarlega á listanum um orkufrek tæki. Oft er þess ekki gætt sem skyldi við stað- Fyllið þvottavélina Slökkvið Ijósin f herbergjum, sem enginn er í. setningu þessara tækja, að loft eigi að þeim greiðan aðgang. Afar mikilvægt er þó að svo sé, því tæki þessi gefa frá sér varma til um- hverfisins við þéttingu kælivökvans. Sé her- bergið, sem tækið er í, lítið og/eða loftræst- ing ófullnægjandi, hækkar umhverfishita- stigið með þeim afleiðingum að dælumótor- - eftir Aðalstein Guðjohnsen rafmagnsstjóra inn þarf að ganga óþarflega lengi til þess að nægileg kæliverkan náist. Sé kæliskápur felldur inn í innréttingu, ber að fylgja leiðbeiningum þeim, sem flestir framleiðendur láta fylgja skápum sínum, um hvemig tryggja megi eðlilega loftrás að skápnum. Inni í kælihólfmu gerist hið gagnstæða. Kælivökvinn tekur til sín varma úr kælihólf- inu við uppgufun, en við það lækkar hitastig- ið í því. Með tímanum sest ísing á kæliflet- ina. ísingin verkar einangrandi á kælifletina og er, því afar mikilvægt að kæli- og frysti- skápar séu affrystir reglulega. Sé ísmyndun á kæliflötum óeðlilega ör, er orsökin oft sú, að þéttilistar hurða þarfnist lagfæringar eða endurnýjunar. Óþéttar hurð- ir leiða til verulegrar aukningar á orkunotkun kælitækja. Uppþvottavél Uppþvottavél er sennilega það heimilis- tæki, sem notar hvað mest rafmagn. Það er því mikilvægt, að nýting hennar sé sem bezt. Vélin notar jafnmilda orku, hvort sem mikið eða lítið er þvegið í einu, og það er því góð regla að fylla jafnan vélina, áður en þvegið er. Þvottavél Fyllið jafnan þvottavélina. Auk betri orku- nýtingar fer þetta betur með vissa hluta vél- arinnar þegar þeytivindan er notuð. Minni hætta er á misvægi í belg vélarimar og slætti sem af því leiðir. Þurrkari Tryggið góða loftræstingu. Helzt þarf barka eða stokk sem leiðir útblástur þurrkar- ans út um glugga eða lúgu. Þetta styttir þurrktímann, þar eð komið er í veg fyrir hringrás rakans. Notið snúrur þegar veður leyfir. Eldavél Aukin hitaleiðni milli hitunarhellu og pönnu (potts) bætir nýtingu raforkunnar. Notið því pönnur og potta með efnismiklum og vel sléttum botni. Veljið hitastillingu af nákvæmni, því of ör suða gerir ekki gagn en sóar raforku. Haldið hellunum vel hreinum og nýtið eftirhita þeirra eftir föngum. Ljósbúnaður Forðist að nota of stórar perur. Flúrpípur hafa mun betri nýtingu en glóperur og eru heppilegri ljósgjafi þar sem lýsing er tiltölu- lega stöðug, t.d. útiljós, bílskúrsljós, ljós í göngum og jafnvel í eldhúsi. Látið ljós ekki loga að óþörfu. Rafhitun Samkvæmt könnun, sem nýlega var gerð í Svíþjóð, má spara mikla orku með því að læk lækka hitastig á nóttunni. Sé miðað við 20- 21°C herbergishita á daginn, sparast í hitun- arkostnað u.þ.b. 5-7% fyrir hverja gráðu- lækkun.

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.