Neytendablaðið - 01.02.1977, Blaðsíða 8

Neytendablaðið - 01.02.1977, Blaðsíða 8
8 I Skinnavara skinnflíkur (leður, loðskinn og rúskinn) óvönduð skinnavara og margs konar leð- urlíki er vaxandi vandamál bæði fyrir neytendur og hreinsanir (efnalaugar). í Reykjavík er eng- in efnalaug sem ábyrgist skinna- vörur í hreinsun. Innkaup Varið ykkur á: - flíkum sem eru saumaðar úr mörg- um tegundum af skinnum og spuna- efnum, því að ólík efni geta þurft mismunandi hreinsimeðferð og sam- skeyti ólíkra efna eru ekki slitsterk, alltaf. Óheppilegasta samseming á leðri og loðskinni er svínsleður og refaskinn (loðskinn). Kaupirðu flík samsetta úr óvenju- legum efnum ættirðu að fá skriflegt frá versluninni hvar og hvernig megi hreinsa flíkina á viðunandi hátt eða vita hvort verslunin vill e.t.v. sjálf út- vega hreinsun á flíkinni. - flíkum sem eru sútaðar og litaðar dökk- brúnar, svartar eða í öðrum dökkum lit og fóðraðar með ljósu fóðri. I hreinsun rennur dökki liturinn og litar frá sér. Einnig gemr hann smitað frá sér þurr eða ef flíkin vöknar. Yfírleitt er óheppi- legt að hafa Ijóst fóður í dökkum flíkum. - að ljóslitað leður rúskinn eða loðskinn upplitast fremur í birtu en dökkir litir. reynslan hefur sýnt að verst halda sér ljósblá, ljósgræn og ljósrauð blæbrigði. Hárauðir litir eru vandmeðfarnir í hreinsun. - að svínsleður og klofíð leður dregur til sín óhreinindi og er erfitt að hreinsa, en svínsleður gemr verið mjög sterkt. - að lýstar eða bleikar flíkur úr gæru eða öðru loðskinni með grófum og mislöng- um hárum er mjög erfítt að halda hrein- um og hreinsa. HÆTTULEGAR MERKINGAR ÁMOKKAKÁPUM - ódýrum leðurflíkum úr suðurlöndum, ósútaðar húðir eru sagðar á sambærilegu verði á heimsmarkaði. Leðurflíkur í suð- urlöndum eru ódýrari en í norðlægari löndum vegna lægri vinnulauna og sút- unaraðferða sem geta verið mjög mis-

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.