Neytendablaðið - 01.02.1977, Blaðsíða 22

Neytendablaðið - 01.02.1977, Blaðsíða 22
22 Venjulegar brauðvörur eru háðar verðlagseftirliti. I tilkynningum verðlagsstjóra eru birt verð og greint frá vigt brauðanna (nema vínar- brauðs). Neytendasamtök- unum bárust nokkrar kvart- anir um að brauð væru með undirvigt og spumingar um hvemig brauðvigtin væri ákveðin. Skrifuðu því NS verðlagsstjóra bréf og bentu á þetta vafaatriði. í nýjum tilkynningum verðlagsstjóra er nú tekið fram, að með vigt sé átt við vigt nýbakaðs brauðs. Er hér um framför að ræða. En enn vantar stöðlun leyfílegra frá- vika. Eins og eðlilegt er, er óframkvæmanlegt að hafa öll brauð nákvæmlega eins. Nokkur mundu vera þyngri - nokkur léttari. En frávikin ættu því einnig að vera stöðl- uð. Skv. neytendablöðum frá Belgíu er leyfíleg undirvigt þar 4%. Þar athuga neytenda- samtökin og birta nöfn allra bakara, og benda á ef undir- vigt er meiri eða hvort alltaf sé imdirvigt hjá tilteknum bökumm. Þetta er augljós- lega í verkahring skrifstofu verðlagsstjóra hérlendis. EAF HVE GÖMUL ER UNGHÆNA? Húsmóðir, sem hafði feng- ið ljúffenga soðna hænu að borða erlendis, sá í blöðum auglýst, að unghænur kost- uðu aðeins 580 - 590 kr. kg í nokkrum verzlunum. Til ör- yggis spurði hún sérfræðing í hænsnaframleiðslu hvað „unghæna" þýddi. Svarið var, að hér væri um hænu að ræða, sem hefði orpið í 1-1'/2 ár, en eftir það verður fóður- nýtingin óhagkvæm. Hús- móðirin keypti 3 „unghæn- ur“ í þrem mismunandi verzlunum. Og þá byrjaði harmsagan: Fyrstu tvær hænumar urðu ekki meyrar fyrr en eftir 3 tíma suðu, aukakostnaður um 50 kr., en metið setti þriðja hænan: Hún var soðin í 6 klst. en var seig samt og súpan ekki góð. Spurning húsmóðurinnar var - hvort ekki væri um brot að ræða á lögum nr. 84/1933 um vamir gegn óréttmætum verslunarháttum, enda aug- lýsingin villandi. Hænan var greinilega amma allra núlif- andi hæna á Islandi og því ekki sérstaklega UNG.

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.