Neytendablaðið - 01.02.1977, Blaðsíða 13

Neytendablaðið - 01.02.1977, Blaðsíða 13
13 RANNSÓKNIR Á MATVÆLUM: Kjötfars getur verið varasamt Matvælarannsókn fór fram dagana 16.-19. nóvember 1976 í nokkrum verslunum í Reykjavík á vegum Neytendasamtakanna. Það er á stefnuskrá allra neytendasamtaka að vernda kaupendur gegn því að leggja sér til munns óhollar matvörur, sem eru smitað- ar af gerlum eða sýklum. fyrsta athugun fór fram 1972 og voru þá athugaðar fjórar tegundir af rækjusalati en þær voru allar dæmdar gallaðar. Næsta athugun fór fram í febrúar 1975. Þá' voru keypt 22 sýni og kom í ljós að hrá medisterpylsa var í öllum tilfellum gölluð eða jafnvel stoírhættuleg vegna fjölda sýkla, sem kallaðir eru stafylkokkar cougulaset. Rannsóknin, sem gerð var í nóvember síðastliðnum sýnir að í þessum efnum er enn pottur brotinn, sérstak- lega er athyglisvert að nýtt kjötfars er hvergi talið gott. Það eru matvælarannsóknir ríkisins, sem framkvæma rannsóknina, en innkaupin eru gerð af þremur konum, og er ein af þeim ekki meðlimur Neytendasamtakanna. Vörumar eru ekki merktar verslununum, þannig að að- ein's starfsmenn Neytendasamtakanna vita hvaðan hver vara er komin. Rannsóknin náði eingöngu til nokkurra verslana, þannig að engar upplýsingar um vömr i öðrum verslunum em fyrir hendi, hvort þær séu góðar eða slæmar. Niðurstöður rannsóknar Matvælarannsókna ríkisins: Matur: Úrskurður Matvælar.: Kjötfars Ósöluhæft Kjötfars (nýtt kjöt) Nothæft Rækjusalat Gallað Barnamayonise Gott Kjötfars (nýtt kjöt) Slæmt Fryst rækja Gott Kjötfars (nýtt kjöt) Mjög slæmt Kjötfars (saltað) Gott Kjötfars (nýtt kjöt) Slæmt Hrásalat í plastdós Gallað Medister pylsulangi Ósöluhæft Kjötfars (nýtt kjöt) Slæmt Rækjusalat í áldós Gallað Lifrarkæfulangi Gott Eins og fram kom áður sjá Matvælarannsóknir ríkis- ins um rannsóknir á öllum þessum matvælum og það er þeirra mat sem segir til um gæði varanna. Allar upplýsingar sem Neytendasamtökin fá, eða verða vör við, eru um leið sendar til Heilbrigðiseftir- lits Reykjavækur, sem stundar rannsóknir árið um kring.

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.