Neytendablaðið - 01.02.1977, Blaðsíða 19

Neytendablaðið - 01.02.1977, Blaðsíða 19
Tvær reglugerðir voru birtar á síðustu mánuðum, sem varða neytendur og er æskilegt að allir fylgist með hvort þeim verðu hlýtt (nema, sjá leiðbeiningar að neðan), og tilkynna NS um lagabrot. Hér er um að ræða reglugerð nr. 250, frá 31. maí 1976, sem tók gildi 1. marz 1977 og reglugerð nr. 101, frá 3. febrú- ar 1977 um breytingu á reglugerð 250/ 1976. Hér er stutt yfirlit yfír þau atriði, sem neytendur geta sjálfir athugað og koma þeim beint við. Báðar reglugerð- imar varða mat- og drykkjarvörur, framleiðslu, umbúðir, merkingu og dreifmgu þeirra. Ekki má búa til mat- eða drykkjavörur til sölu séu þær taldar hættulegar heil- brigði manna. Matvæli og drykkjarvör- ur eru taldar hættulegar, ef þær geta bor- ið með sér sjúkdóma eða valda eitrunum. Eða ef þær eru tilreiddar af mönnum, sem haldnir eru næmum sjúkdómum. Eða ef matvælin eru tilbúin af mönnum, sem eru smitberar. Við tilbúning og dreifmgu matvæla skal gæta ýtrasta hreinlætis. Vatnið, sem notað er við tilbúning á matvælum eða til hreinsunar á ílátum og áhöldum verður að vera hreint neyzluvatn. Upp- lýsingar um vörurnar skulu ávallt vera réttar. Reglugerðinni fylgir listi yfir efni, sem mega vera í vörunni til að bragðbæta eða lengja geymsluþol, en aðeins í til- greindu magni - en þetta atriði getur neytandi ekki sannreynt sjálfur. Þar á eftir er einnig listi yfir þau „aukaefni“, sem alls ekki má nota, en neytendur geta heldur ekki sjálfir gengið úr skugga um þetta atriði. Neytendur geta hins vegar fylgzt með merkingu á umbúðum og er mikilvægt að svo verði gert. Neyzluvörur, sem seldar eru í lokuðum umbúðum eða hylkjum verða að vera merktar með nafni og heimilisfangi framleiðanda, eða pökkunarfyrirtækis, eða innflytjanda. um matvæli GíiÐA REYKT, ÓSODIjJ KINDABJÚGU SlBASTI SÖLUDAQUR MNn — Q*»mW *» 0—C ^ KJÖTWNADARSTÖe SAMBAN08IN8 I J I 20 mln. B«ri8 fram Innfluttar vörur eiga einnig að vera merktar með nafni framleiðanda og framleiðslustað. vörur, sem seldar eru djúpfrystar skulu merktar „djúpfryst". Heilbrigðiseftirlit ríkisins ákveður hvaða upplýsingar verða að vera skráðar sé um samsettar vörur að ræða. I reglu- gerð 101/1977 er sagt, að „kjöt, fiskur eða aðrar viðkvæmar neyzluvörur“, t.d. álegg, sem selt er í lokuðum umbúðum eða hraðfryst, ætti að sýna pökkunardag og síðasta söludag. í reglugerð 250/1976 var gert ráð fyrir að geymsluþol yrði skráð, og er það í samræmi við reglur á Norðurlöndum. Neytendasamtökunum þykir það miður, að þetta var fellt niður. Síðasti notkunardagur er góð viðvörun fyrir kaupanda og notanda. Gæti valdið misskilningi Neytendasamtökin vilja vekja athygli á einni grein í reglugerð 101/1977, sem gæti valdið misskilningi. Er hér um 2. gr. í reglugerðinni að ræða og er hún hér orðrétt. „Viðkvæmum matvælum skal halda nægilega köldum (undir 5° C) eða nægilega heitum (50° C eða þar yfír) eft- ir eðli vörunnar. Ekki má geyma slík matvæli á hitastiginu 5° C - 50° C leng- ur en 4 klst.“. Að höfðu samráði við Guðlaug Hannesson, forstöðumann Matvælarannsókna ríkisins, leggja Neytendasamtökin til að framleiðendur, seljendur og ekki sízt heimili fylgi heldur eftirfarandi reglu: „Viðkvæmum matvælum, hráum eða tilbúnum, skal halda nægilega köldum (undir 5° C) eða nægilega heitum (60° C eða þar yfir). Heitan mat, sem ekki er notaður strax, má ekki láta kólna niður hægt. Heldur skal snöggkæla hann með því að kæla ílátið í köldu vatni og setja hann strax á eftir í ís- skáp til geymslu". NS vilja benda á matvælarannsóknir sínar og lélega útkomu þeirra og einnig á upplýsingar um matareitrun hérlendis. Allt of mikið gerlamagn hefur reynst í þeim matvælasýnum, sem samtökin hafa sent Matvælarannsóknum ríkisins (sjá Neytendablöðin nr. 1 1975 og nr. 1 1976). Nauðsynlegt er að hafa í huga, að þó ísland sé svalt land, eru íbúðir að minnsta kosti eins heitar og slíkir staðir í heitum löndum. Þar að auki fara tugþús- undir landsmanna árlega í frí til suð- rænna landa og nokkrir koma heim, veikir af matareitrun og geta verið smit- berar. Heilbrigðiseftirlit ríkisins hefur gefið framleiðendum matvara, sem ættu að merkja matvörur sínar, frest til 1. júlí n.k. að koma þessum merkingum í fram- kvæmd en eftir þann tíma verða vörur að vera merktar samkvæmt reglugerð. EAF

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.