Neytendablaðið - 01.02.1977, Blaðsíða 15

Neytendablaðið - 01.02.1977, Blaðsíða 15
15 ÍSLAND TEKUR ÞÁTT í SAMNORRÆNNI RANNSÓKN Neytendasamtökin voru stofnuð 1953. Árið 1958 var stofnuð norræn nefnd í neytendamálum skv. tillög- um Norðurlandaráðs. Eins og eðli- legt er tóku NS þátt í vinnu nefndar- innar og tilnefndi NS fulltrúa til að sækja samnorræna fundi. Neytendavemdin á hinum Norðurlönd- unum er einkum í höndum opinberra stofn- ana. I Danmörku em ýmsir aðilar, sem starfa að neytendavemd. Meðal þeirra er Forbrug- errádet, sem gefur út upplýsingar og sér um kvartanir í samvinnu við sémefndir og hefur því tekjur af útgáfu blaðsins en samt greiðir ríkið 80% allra útgjalda. Margar nefndir vinna að sérmálum. Kostnaður allra stofnanna er borinn af ríkinu í öllum löndum, nema að Forbruger- rádet í Danmörku fær um 20% gjalda greidd af útgáfu blaðs samtakanna ogfélagagjöldum neytendasamtaka víðs vegar í Danmörku. Þar sem neytendavemdin er í stórum dráttum opinber þjónusta, var norrænu neytendanefndinni breytt í norræna embætt- ismannanefnd í neytendamálum frá 1. júlí 1974. Neytendasamtökin á íslandi höfðu sér- stöðu, enda koma 80% tekna af félagsgjöldum einstaklinga en aðeins 20% af opinberum styrkjum. Stjórn NS er því ekki skipuðopin- beram starfsmönnum. Viðskiptaráðherra, Ólafur Jóhannesson, viðurkenndi hins vegar að NS unnu í þágu neytenda og tilnefndi einn fulltrúa úr stjóm NS í embættismanna- nefndina. Hafa NS á ný tekið þátt í norrænni samvinnu frá okt. 1975. Vinnu Norrænu embættismannanefndar- innar er aðallega skipt á fjögur svið: a) Vernd gegn samkeppnishömlum og óréttmætum viðskiptaháttum. b) Vörumerkingar. c) Fræðsla. d) Rannsóknir. Einn tilgangur rannsóknanna er að sam- ræma eða staðla aðferðir til að mæla gæði iðn- aðarvara o.fl. Var t.d. gerð könnun á gæðum þvottavéla fyrir stuttu. Nú er eðlilegt, að Island geti ekki tekið þátt í rannsóknum af þessu tagi, enda vélar fluttar inn frá mjög mörgum löndum og mælingar mjög tíma- frekar og dýrar. Hins vegar getur Island tekið þátt í rann- sóknum, þar sem einstaklingar eru rann- sóknarefni. Eitt mikilvægt viðfangsefni er að kanna hvort einhverjar iðnaðarvörar, tæki o.þ.h. á heimilum og i námunda við þau, séu hættuleg mönnum. Fyrirhugað er að gefa út „Handbók um gæði iðnaðarvara eða hættu, sem af þeim stafar,“ (Produktsukkerhet). Rannsókninni verður hagað þannig, að at- huga öll slys, sem verða í heimahúsum eða í námunda við þau og spyrja hina slösuðu eða fjölskyldu þeirra, ef um böm er að ræða, hver tildrög slyssins vora. Undirbúningsrann- sóknir hafa nú þegar verið gerðar í Svíþjóð, (Akademiska Sjukhuset í Uppsölum) Danmörku (Odense), og í Finnlandi. Megin- rannsóknimar byrja 1. apríl og þeim líkur 31. október 1977 á öllum Norðurlöndunum, nema í Noregi, en þar hefjast þær seinna. I þessum rannsóknum tekur Island þátt. Kostnaðurinn verður greiddur af Ráðherra- nefnd Norðurlanda. Landlæknir og forstöðumenn Borgarspít- alans samþykktu rannsóknaráætlun og er hún skipulögð eins og hér segir: A slysadeild Borgarspítalans era teknar upp eins og venjulega allítarlegar skýrslur um alla, sem koma þangað til athugunar. Skýrslur þessar eru alltaf hæfar til tölvuúrvinnslu og óvenju- lega vel merktar. Tiltekinn er þar slysstaaður og verða aðeins þau slys athuguð, sem áttu sér stað innanhúss (þó ekki á vinnustöðum og í skólum). Þessar skýrslur (u.þ.b. 4.000) verða athugaðar og auðvitað farið með þær sem trúnaðarmál. Orsök slysa verður skráð sérstaklega á sameiginleg norðurlandaeyðu- blöð. I nokkrum tilfellum mun vera æskilegt að spyrja sjúklinga til þess að fá nánari upp- lýsingar um iðnaðarvörar, tæki o.þ.h., sem valda slysum. Allar upplýsingar (auðvitað án nafna) verða sendar til Svíþjóðar. Fulltrúi Norrænu Embættismannanefndarinnar í Neytendamálum gaf skýrslu í desember til OECD og var þar mikið rætt um, að Island gæti og vildi taka þátt í samnorrænum rann- sóknum. Eiríka A. Friðriksdóttir stjórnar rannsókninni og hafa Neytendasamtökin eft- irlit fyrir hönd Norrænu Embættismanna- nefndarinnar. EAF

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.