Neytendablaðið - 01.02.1977, Blaðsíða 7

Neytendablaðið - 01.02.1977, Blaðsíða 7
7 SIEYTENDARÁÐSTEFNAN - NEYTENDARÁÐSTEFNAN - NEYTENDARÁÐSTEFNAN fær, úrskurður er felldur um varanlega örorku hans eða hann deyr, þó ekki lengur en 52 vikur. Tryggingaráði er heimilt að ákveða, að dagpeningar skuli greiddir lengur. Dagpeningar eru kr. 1.195 á dag fyrir hvem einstakling og kr. 257 fyrir hvert barn í framfæri þar með talin börn utan heimilisins sem hinn slasaði sannanlega greiðir með. Greiðslur samkvæmt grein þessari mega ekki fara fram úr 3/4 af vinnutekjum bóta- þega við þá atvinnu, er hann stundaði, er slysið varð, og mega ekki, ásamt vinnutekj- um, nema meiru en upphæð dagpeninga að viðbættum þriðjungi. Nú greiðir vinnuveitandi hinum slasaða laun í slysaforföllum og renna þá dagpen- ingagreiðslur samkvæmt þessari grein til vinnuveitandans þann tíma, þó aldrei hærri greiðsla en sem nemur 3/4 hlutum launanna. 3. Ororka Ef slys veldur varanlegri örorku, skal greiða þeim, er fyrir því varð örorkulífeyri, sem er nú kr. 22.147.-. Ef örorkan er 50% eða meiri, greiðist hálfur örorkulífeyrir fyrir 50% örorku, hækkar síðan um 2% fyrir hvert örorkustig, sem við bætist, uns örorkan nemur 75%, þá greiðist fullur líf- eyrir. Nú er örorkan metin meiri en 50% og skal þá auk örorkulífeyris greiða lífeyri vegna maka og barna yngri en 16 ára, sem voru á framfæri bótaþega, þegar slysið bar að hönd- um. Ef örorkan er 75% eða meiri, skal greiða fullar bætur, en sé örorkutapið minna, lækka bæturnar um 4% fyrir hver 1%, sem vantar á 75% örorku. Ef orkutap er minna en 50%, er Trygginga- stofnuninni heimilt að greiða í einu lagi ör- orkubætur, sem jafngilda lífeyri hlutaðeig- anda um tiltekið árabil. Örorkubætur greiðast ekki, ef orkutapiðer metið minna en 15%. 4. Dánarbætur Ef slys veldur dauða innan tveggja ára frá því er það bar að höndum, skal greiða dánar- bætur, sem hér segir. a. Ekkja eða ekkill, sem var samvistum við hinn látna eða á framfæri hans hljóta bætur kr. 27.750 á mánuði í 8 ár frá dánardægri hins látna. Bætur samkvæmt þessum staflið falla ekki niður, þótt ekkja eða ekkill stofni til hjú- skapar á ný. Nú andast ekkja eða ekkill, sem bóta hefur notið skv. ákvæðum þessarar greinar, áður en bætur hafa verið greiddar að fullu, og skulu eftirstöðvar bótanna greiddar að jöfnu börnum hinna látna, ef á lífi eru, ella dánarbúi hans. b. Ef ekkja eða ekkill eru orðin 50 ára eða hafa tapað meiru en 50% af starfsorku sinni, er slysið bar að höndum, greiðist auk bóta skv. a-lið lífeyrir til 67 ára aldurs kr. 265.764 á ári miðað við 60 ára aldur og 4% fyrir hvert 1%, sem vantar á 75% örorku. Lífeyrir skv. þessum staflið fellur niður, ef bótaþegi geng- ur í hjónaband á ný. c. Barnalífeyrir kr. 135.996 á ári fyrir hvert barn. d. Barn eldra en 16 ára sem var á framfæri hins látna vegna örorku, þegar slysið bar að höndum, fær bætur eigi minni en 346.779 kr. og allt að kr. 1.040.337 eftir því, að hve miklu leyti það naut stuðnings hins látna við fráfall hans. Þó greiðast ekki bætur, ef örorka er minni en 33%. Sama gildir um systkini hins látna, þegar eins stendur á. e. Foreldri hlýtur eigi minni bætur en kr. 346.779 og allt að kr. 1.040.337, eftir því, að hve miklu leyti það naut stuðnings hins látna við fráfall hans. Bætur skv. a-, d- og e-liðum skulu eigi vera lægri en kr. 485.493 fyrir hvert slys. Nú lætur hinn látni ekki eftir sig aðstandendur, sem rétt eiga til bóta skv. þessum stafliðum og skal þá bæta slysið með kr. 485.493, sem skiptist að jöfnu milli barna hins látna, ef á lífi eru, en ella til dánarbús hans. Um fósturböm og fósturforeldra gildir sama og um börn og foreldri. Tryggingaráð úrskurðar, hvoru skuli greiða, foreldri eða fósturforeldri, ef hvort tveggja eru á lífi. Frá dánarbótum, sem greiddar eru vanda- mönnum, ber að draga þær örorkubætur, er greiddar hafa verið í einu lagi. Upphæð iðgjalda er skipt í áhættuflokka og ákveðin skv. honum. Auka ber upplýsingastreymi frá Tryggingastofnuninni Þetta fannst umræðuhópurinn sem ræddi erindi Guðrúnar. Einnig að auka ætti upplýs- ingar um bótarétt og framgang mála við bótakröfur. Sérstaklega þarf að taka upp nánara samstarf við launþegasamtök um þetta atriði. Brögð eru að því, að trúnaðar- menn á vinnustöðum eru ekki nógu vel í stakk búnir til að veita upplýsingar ef slys ber að höndum. Og þarf fólk oft að hafa óþarfa erfiði og tímafreka snúninga af því að ekki er rétt af stað farið í bótamálum. Fram kom að mikill bagi er oft hjá fólki hversu seint varanleg örorka fæst metin af hálfu Tryggingastofnunar ríkisins. Tölur þær sem nefndar eru í grein Guðrúnar eru síðan 13. nóvember þegar ráðstefnan var haldin. Þær hafa því allar tekið nokkrum breytingum vegna almennt hækkandi verðlags í landinu. NEYTENDARÁÐSTEFNAN - NEYTENDARÁÐSTEFNAN - NEYTENDARÁÐSTEFNAN

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.