Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.1992, Síða 2

Neytendablaðið - 01.12.1992, Síða 2
Beintað efninu Hermann, hvaöa ávinning hafa neytendur haft af 10 ára starf- semi Hollustuverndar ríkisins? Sá þáttur í starfsemi okkar sem helst snýr að neytendum er á matvælasviði. Þar hef- ur innra eftirlit fyrirtækja aukist mjög, matvælaeftirliti hefur verið komið á um land allt, innflutningseftirliti og efnarann- sóknum hefur verið komið á. Umbúða- merkingar hafa verið auknar og stórbætt- ar. Enginn vafi leikur á því að neytendur lifa nú í öruggara umhverfi og eru betur upplýstir en áður. Auk þess vinnur stofnunin fyrirbyggj- • • Hermann Sveinbjörnsson er starfandi fram- kvæmdastjóri Hollustuverndar ríkisins, líffræð- ingur og umhverf- ishagfræðingur að mennt. 10áraaf- mæli stofnunar- innar var fagnað nýlega. Störfum í umboði neytenda andi starf í sambandi við matarsýkingar, gæði neysluvatns og fleira og við teljum að starfsemi okkar sé ein megintrygging neytenda fyrir því að þessi mál séu í þokkalegu lagi. Hvaða breytingar eru fyrirsjáanlegar hjá stofnuninni á nœstu árum, til dœmis vegna EES? Undirbúningur að stofnun evrópska efnahagssvæðisins hefur legið mikið á starfsmönnum okkar á undanfömum vik- um og mánuðum. Samningurinn snertir starfsemi okkar mikið, ekki síst matvæla- sviðið. Um 60 tilskipanir og stjómvalds- fyrirmæli í sambandi við matvæli em til umfjöllunar vegna EES. Verði af samn- ingnum um EES mun innflutningseftirlit til dæmis breytast. Eftirlitið verður þá fyrst og fremst í framleiðslulandi í stað innkaupslands eins og nú er. Er ástœða til að óttast að öryggi og gœði matvöru verði lakari eftir að við gerumst aðilar að EES? A sumum sviðum eru kröfur EB ekki eins harðar og þær sem gilda hér. Til dæmis verður heimilt að nota aukefni með frjálslegri hætti en nú. Hins vegar er erfitt að meta hvaða áhrif það hefur. Matsatriði og álitamál eru mörg. Ekki verður séð að þama séu vandamál í upp- siglingu, þar eð ekki verður um að ræða innflutning á hrávöru, til dæmis kjöti, fiski, eggjum og því um líku. Hafa niðurstöður efnarannsókna á innfluttum matvcelum gefið ástœðu til að stöðva innflutning? Nei, ekki til þessa. Þessar rannsóknir hafa einkum beinst að vamarefnum eins 2 og skordýraeitri í grænmeti og ávöxtum og hafa komið tiltölulega vel út, þótt eitt eða tvö dæmi hafi verið á mörkunum. Þessar rannsóknir em hins vegar mikil- vægur öryggisventill fyrir neytendur. Á árum áður var oft rætt um að Island væri ruslakarfa fyrir vörur sem ekki kæmust í gegnum eftirlit í öðmm löndum. Þessu er ekki til að dreifa nú. Hvernig kemur íslenskt grœnmeti út úr slíkum rannsóknum? Um þriðjungur rannsókna okkar hefur beinst að innlendu grænmeti og hefur framleiðslan með örfáum undantekning- um verið vel undir mörkum. En við þurf- um að fylgjast með íslensku framleiðsl- unni ekki síður en þeirri innfluttu. Er von til þess að í tilskipanafóðinu vegna EES leynist þrýstingur á úrbœtur í umhverfismálum hér á landi? Aðild okkar að EES felur að öllum líkindum í sér að við verðum að hraða úrbótum hvað snertir frágang sorps, ekki síst efnaúrgangs, fráveitur og gæði neysluvatns. Menn gleyma því oft að víða um land, til dæmis á Vestfjörðum og Austfjörðum, er yfirleitt notað yfir- borðsvatn. Þetta vatn er oft mjög gerla- mengað og myndi ekki standast þær kröfur sem gerðar eru til neysluvatns samkvæmt reglum EES. Þetta er mjög viðkvæmt mál fyrir okkur, ekki síst vegna fiskiðnaðarins. EES mun knýja á um úrbætur hvað snertir sorp, fráveitur og neysluvatn og ég tel að það verði mjög til hagsbóta fyrir íslenskan mat- vælaiðnað og ímynd hans. Nú má búast við að norrœna umhverf- ismerkiðfari að sjást á vörum í íslensk- um verslunum. Attu von á að neytendur muni sœkjast eftir vörum með þessu merki? Ég er ekki allt of viss um að allur al- menningur muni gera það. Ég er hrædd- ur um að verðmerkingin sé mikilvægust fyrir flesta. Hins vegar er ljóst að með græna svaninum er loks komið umhverf- ismerki sem ástæða er til að taka mark á. En það mun taka tíma að sannfæra al- menning um að græni svanurinn hafi ein- hverja merkingu í alvöru og að það sé þess virði að greiða örlítið meira fyrir vörur sem bera hann. Framleiðendur bera kostnað vegna merkisins sem ákveðið hlutfall af veltu. Fjárveitingar til ykkar voru skertar nokkuð á þessu ári. Hvernig kom það niður á staifseminni? Niðurskurðurinn kom ótvírætt illa við starfsemina, ekki síst fræðslustarfið, og það er mjög miður. Stofnunin hefur ekki verið eins áberandi í þjóðfélaginu og hún ætti að vera. Stjómvöld þrýsta á okkur um að auka tekjur okkar af þjónustu við fyrirtæki og sveitarfélög. Við teljum hins vegar sam- kvæmt reynslu okkar að líta verði á Holl- ustuvemd að mestu leyti sem hluta af velferðarkerfinu, rétt eins og til dæmis heilbrigðiskerfið. Við störfum í umboði neytenda og forvamir eru okkar megin- verkefni. Ef við eigum að stórauka tekjur okkar af sölu verkefna, vaknar spuming- in um starfsumboð okkar. Þá er hætta á að starfsemin láti meira stjómast af þörf- um fyrirtækjanna en neytenda. NEYTENDABLAÐIÐ - Desember 1992

x

Neytendablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.