Neytendablaðið - 01.12.1992, Qupperneq 3
K/ Kvörtunar- / þjónustan Rekstur y7 heimilisins Neytenda- / bréfið
Afdrifarík bílaviö- skipti manns á Suö- urnesjum. Fókus- málið enn óleyst. Skilareglur verslana. Sólrún Halldórsdóttir fjallar um hversu mik- iö má spara meö því aö staðgreiða í staö þess að fjármagna neysluna meö lánum. lllugi Jökulsson tekur ofan sinn andlega hatt fyrir því fólki „sem haföi svo dular- fulla ánægju af því aö röfla út í kaup- menn“.
Ærin verk
að vinna
Jóhannes Gunnarsson var endur-
kjörinn formaöur Neytendasamtak-
anna á þingi þeirra í október. í viötali
viö Neytendablaðið fjallar hann vítt
og breitt um neytendamál og Neyt-
endasamtökin.
5-8
Dýrtíðin á íslandi
Umræður um hátt verölag fóru fram
á opnum fundi Neytendasamtakanna
nýlega og voru margar ástæöur
nefndar. Viö birtum samanburö á
veröi matvöru í Reykjavík, Ósló,
London, Hamborg og Stokkhólmi.
16-17
Ályktanir þings Neytendasamtakanna 1992
Fjölmennt þing Neytendasamtakanna samþykkti ályktanir um ýmis málefni og
mótaöi stefnu samtakanna til næstu tveggja ára. Jafnframt varö talsverö end-
urnýjun í forystu samtakanna.
18-21
Umboðsmaður
sænskra neytenda
Neytendablaðiö sótti umboösmann sænskra
neytenda heim og ræddi við hann meðal annars um
neytendavernd, aöild Svía aö EES og þýöingu
hennar fyrir sænska neytendur.
13-15
Blygðunarleysi
Ekki var aö sökum aö spyrja dag-
ana eftir aö ríkisstjórnin tilkynnti
fall íslensku krónunnar. Sumir kaup-
menn létu ekki segja sér þessi tíöindi
tvisvar, heldur tóku óöara til viö aö
hækka verö á vörum sínum, jafnvel
sem nemur margfaldri gengisfelling-
unni. Einu virtist gilda þótt ríkissstjórn-
in heföi um leið létt af þessum sömu
kaupmönnum talsveröum kostnaði og
velt yfir á almenning.
Þegar almenningur haföi axlaö
byrðarnar neru kaupmenn þessir sam-
an höndum í blygðunarleysi sínu; nú
skulu upp runnir á ný þeir gömlu góöu
dagar þegar neytendur vissu hvorki í
þennan heim né annan og hægt var
aö láta hækkanirnar dynja á þeim án
þess þeir gætu komiö við vörnum.
Margir kaupmenn héldu þó aö sér
höndum og eiga heiöur skilinn fyrir. Til
þeirra hljóta neytendur aö beina viö-
skiþtum sínum eftir því sem tök eru á.
Þeim skjátlast sem halda aö þeir
geti tekiö upp hina gömlu háttu. Þótt
stöðugleiki í verðlagi eigi sér ekki
langa sögu á okkar dögum hefur oröiö
grundvallarbreyting á viðhorfum al-
mennings á undanförnum misserum
og árum. Neytendur fylgjast vel meö
verðlagi og sýna siðleysi sumra kaup-
manna engan skilning. Margir hafa
haft samband viö Neytendasamtökin
vegna þessa og greinilega má skilja á
fólki aö þaö hyggst ekki láta bjóöa sér
framferöi eins og þaö sem margir
kaupmenn hafa gert sig bera aö.
Vera kann aö gengisfelling uppá
sex af hundraði gefi tilefni til dálítillar
hækkunar á veröi innfluttrar vöru.
Hins vegar er þaö skylda kauþmanna
aö meta efnahagsaögeröir ríkisstjórn-
arinnar í heild áöur en þeir bregöast
viö gengisfellingunni.
Almenningur er ekki svo skyni
skroppinn aö halda aö gengisfelling
þurfi sjálfkrafa aö leiöa til hækkana
þegar jafnframt er gripiö til aðgerða
sem lækka kostnaö fyrirtækjanna.
Hinn sami almenningur bíöur jafn-
framt eftir lækkun á verði vöru og þjón-
ustu þeirra fyrirtækja sem lítt eöa ekki
eru snortin af gengisfellingunni, en
njóta annarra aögeröa ríkisstjórnarinn-
artil fulls.
Garðar
Guðjónsson
veltir vöngum
Tímarit Neytendasamtakanna. Skúlagötu 26, 101 Reykjavík, S. 625000. Ritstjóri og ábyrgöarmaöur:
Garöar Guöjónsson. Ritnefnd: Jóhannes Gunnarsson formaöur, Bergþóra Jónsdóttir, Sigrún Steinþórsdótt-
ir, Þorlákur Helgason og Þorsteinn Siglaugsson Myndir: Einar Ólason Útlit: Garöar Guöjónsson Prófarka-
lesari: Hildur Finnsdóttir Umbrot, filmuvinna og prentun: Borgarprent Litgreiningar: Litróf Pökkun:
Bjarkarás Upplag: 24.500 Blaöiö er sent öllum félagsmönnum í Neytendasamtökunum. Ársáskrlft kostar
1700 krónur og gerist viökomandi þá um leið félagsmaöur í Neytendasamtökunum. Heimilt er aö nota efni
úr Neytendablaöinu í öörum fjölmiölum, ef heimildar er getiö. Upplýsingar úr Neytendablaðinu er óheimilt
aö nota í auglýsingum og við sölu, nema skriflegt leyfi ritstjóra liggi fyrir.
NEYTENDABLAÐIÐ - Desember 1992
3