Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.1992, Síða 4

Neytendablaðið - 01.12.1992, Síða 4
Neytendur allra landa Danir vilja ástandslýsingu Rúmlega helmingur aö- spurðra í danskri könnun telja sig hafa fengiö Hækkað verð á útsölu Danska neytendablaö- iö Tænk hefur staöiö seljendur ísskápa aö því aö auglýsa útsölur á skápunum án þess aö lækka veröiö. Nokk- ur dæmi eru jafnvel um aö meint útsöluverö sé hærra en þaö verö sem sett var upp fyrir skápana skömmu fyrir útsölu. Útsendarar Tænk fóru á stúfana í júní síðast liðn- um og könnuðu verð á tveimur tegundum ís- skápa hjá um 60 selj- endum um allt land. í ágúst var verðið kannað á ný. Þá voru viðkom- andi skápar á útsölu hjá 35 seljendum. í tíu tilvik- um var meint útsöluverð það sama og í júní, þeg- ar engin útsala var í gangi. Fjórir seljendur höfðu hækkað verðið frá í júní, en auglýstu engu að síður útsölu. í sumum tilvikum var um verulega hækkun að ræða. Dönsk lög gera ráð fyrir að það verð sem gefið er upp sem “verð áður” hafi þá verið í gildi um talsvert skeið í við- komandi verslun fyrir út- söluna. Tænk telur að margir seljendur muni eiga örðugt um vik að sýna fram á að þannig hafi verið farið að. -Tœnk, 8192 svikna vöru þegar þeir hafa keypt notaöa bíla. 98 prósent vilja fá ástandslýsingu á notuð- um bílum og 85 prósent eru reiöubúin aö greiöa meira fyrir meira öryggi sem því fylgir. Þessar niðurstöður eru áhugaverðar í Ijósi umfjöll- unar í 4. tölublaði Neyt- endablaðsins um viðskipti með notaða bíla. Danska könnunin náði til nær 2.300 bíleigenda. Rúmlega helm- ingur þeirra hefur komist að því að notaði bíllinn sem þeir keyptu var hald- inn galla eða göllum sem bílasalinn hefði átt að gera grein fyrir. Umboðsmaður neytenda hefur reynt að fá bílasala til þess að koma á ástands- Almenningi getur reynst erfitt að meta ástand notaðra bíla. Nœr 100 prósent aðspurðra í danskri könnun segjast viljafá ástandslýsingu á notuðum bílum. lýsingu, án árangurs. Eins og við skýrðum frá í síð- asta blaði verða sænskir bílasalar að láta fara fram skoðun og leggja fram á- standslýsingu á hverjum bíl. Fram til þessa hafa danskir bílasalar dregið í efa að neytendur hefðu sérstakar óskir um slíka ástandslýsingu, en könn- unin leiðir annað í Ijós. Taubleiur borga sig Norskir foreldrar greiöa um þaö bil þrefalt meira fyrir einnota bleiur en góöar taubleiur meö til- heyrandi. Kostnaöurinn viö einnota bleiur á eitt barn í þrjú ár nemur um þaö bil 120 þúsundum ís- lenskra króna. Hins vegar kostar aöeins rúmlega 40 þúsund krónur aö nota taubleiur. Vakin er athygli á því að þessir útreikningar gilda um norskan markað, en sambærileg athugun hefur ekki farið fram hér á landi. Lausleg athugun bendir þó til þess að munurinn sé jafnvel enn meiri hér. Þetta kemur fram í norska neytendablaðinu Forbrukerrapporten. Blaðið kynnir niðurstöður gæða- könnunar á taubleium, en þar kemur fram að taubleiur á norskum mark- aði eru mjög misjafnar að gæðum. Nokkrar tegundir fá falleinkunn, en einnig eru dæmi um að taubleiur fái hæstu mögulegu ein- kunn. Þær síðarnefndu sjúga vætu jafn vel og einnota bleiur og halda sér vel í þvotti. Bleiurnar í könnuninni voru þvegnar 120 sinnum. Útreikningar eru miðaðir við að notaðar séu 5-6 bleiur á dag og að bleian kosti um það bil 20 krónur. Það gerir um það bil 110 krónur á dag í 1095 daga; rúmlega 120 þúsund krón- ur. Hins vegar er gert ráð fyrir taubleium af bestu gerð, ullarbuxum, plastbux- um og kostnaði við þvott. Sem fyrr segir nemur þessi kostnaður um það bil 40 þúsundum króna. Vissu- lega eru dæmi um dýrari taubleiur, en samkvæmt dæmunum í norska blaðinu nemur kostnaður við að nota taubleiur aldrei meira en helmingi af útgjöldum vegna einnota bleia. Norska neytendablaðið ráðleggur fólki að kaupa aðeins taubleiur sem þola suðuþvott, því hreinlætisins vegna þarf að hita bleiurnar í 95 gráður. Bleiur sem þvegnar eru á 60 gráðum teljast ekki vera hreinar. - Forbrukerrapporten, 9192 4 NEYTENDABLAÐIÐ - Desember 1992

x

Neytendablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.