Neytendablaðið - 01.12.1992, Page 7
skref í átt til aukins frjálsræðis. Við erum
aðeins að ræða um takmarkaðan inn-
flutning á tilteknum tegundum landbún-
aðarvara.
- Við leggjum vitaskuld áherslu á
strangar heilbrigðiskröfur og sjáum ekki
annað en að íslenskur landbúnaður geti
átt vaxtarmöguleika við þessi skilyrði í
framtíðinni.
■ EES og neytendur
Evrópska efnahagssvœðið hefur verið
mjög til umfjöllunar, hjá Neytendasam-
tökunum eins og öðrum. Hvað grœða ís-
lenskir neytendur á EES?
- Einkum tvennt. Islenskir stjórnmála-
menn hafa trassað það hlutverk sitt að
setja hér lög um neytendavemd eins og
tíðkast í öðrum löndum. Með samningn-
um um EES verða sett hér ýmis lög sem
Neytendasamtökin hafa lengi barist fyrir
og munu ótvírætt bæta hag neytenda
vemlega. Um það er hægt að nefna mörg
skýr dæmi.
- Hins vegar verða viðskipti milli
EES- ríkjanna frjálslegri, þótt landbúnað-
ur standi þar að mestu leyti utanvið.
Samkeppni mun aukast og því er almennt
spáð að verðlag á evrópska efnahags-
svæðinu muni lækka. Eg hef trú á að þró-
unin verði sú hér á landi einnig og ekki
er nú vanþörf á.
Er þetta ekki von og trú, byggð á
þeirri kenningu að samkeppni leiði til
lœkkunar vöruverðs?
- Eg myndi ekki leggja höfuðið að
veði fyrr en ég færi að sjá árangur. En ég
er sannfærður um að aðeins virk sam-
keppni geti tryggt neytendum sem lægst
vömverð. Reynslan sýnir okkur það, hér
og annars staðar. Eg held líka að íslenskt
atvinnulíf muni hafa gott af aukinni sam-
keppni sem skapar möguleika í báðar átt-
ir. Við eigum margar atvinnugreinar sem
em nú þegar í bullandi samkeppni og
hafa reynst samkeppnishæfar.
Þessi tvö atriði réðu því að Neytenda-
samtökin hafa verið jákvœð í garð EES?
- Við tökum ekki afstöðu til EES í
heild, en bendum á kosti samningsins
fyrir neytendur.
Hefur þú engar efasemdir um gœði og
Islenskir stjórnmálamenn hafa trassað
það hlutverk sitt að setja hér lög um
neytendavernd eins og tíðkast í öðrum
löndum. Með samningnum um EES verða
sett hér ýmis lög sem Neytendasamtökin
hafa lengi baristfyrir og munu ótvírœtt
bœta liag neytenda verulega.
öryggi neysluvöru á evrópsku efnahags-
svœði?
- Ég hef rætt þetta við sérfræðinga og
niðurstaðan er sú að ástandið á þessu
sviði muni skána hér fremur en hitt. Jafn-
framt virðist ljóst að samningurinn mun
knýja á um hraðari umbætur í umhverfis-
málum hérlendis.
Neytendasamtökin lögðu áherslu á að
efnt yrði til þjóðaratkvœðagreiðslu um
EES. Hvernig myndi þitt atkvœði falla í
slíkri atkvœðagreiðslu?
- Ég hef gert það upp við mig, en slík
atkvæðagreiðsla yrði leynileg og ég held
mig við það.
■ Óheft samkeppni?
Við höfum nú hvað eftir annað minnst á
samkeppni og maður rekst gjarna á þetta
orð í ályktunum Neytendasamtakanna.
Ber svo að skilja að Neytendasamtökin
séu málsvari óheftrar samkeppni?
- Því fer víðs fjarri. Neytendavernd og
virk samkeppni verða að fara saman og
gera það ágætlega. Við föllumst hins
vegar á það með heimsbyggðinni allri að
markaðsbúskapur taki öðra skipulagi
fram. Við viljum láta markaðinn ráða að
því gefnu að jafnframt liggi fyrir skýrar
leikreglur og sanngjamar um samskipti
neytenda og seljenda. Þetta skilja stjórn-
völd í flestum ríkjum, til dæmis innan
EB, en íslensk stjómvöld hafa verið
einna síðust til að viðurkenna að samfara
samkeppni þurfi að vera öflug neytenda-
vemd.
■ Neytendamál hér og þar
Þú hefur áður minnst á áhugaleysi hér-
lendra stjórnmálamanna á neytenda-
vernd. Neytendasamtökin hafa einnig
gagnrýnt stjórnvöld fyrir lítinn stuðning
við neytendastaif. Hvað veldur þessu
áhugaleysi?
- Kannski er best að stjómmálamenn-
irnir útskýri það sjálfir. Ég held við get-
um meðal annars leitað skýringa í þróun
neytendamála hér og annars staðar. Um
það leyti sem Neytendasamtökin byrjuðu
að starfa voru stjómvöld á öðrum Norð-
urlöndum og víðar að byggja upp öflugt
neytendastarf, fjármagnað af sameigin-
7
NEYTENDABLAÐIÐ - Desember 1992