Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.1992, Síða 13

Neytendablaðið - 01.12.1992, Síða 13
• • Neytendur í Svíþjóð Axel Edling, umboðsmaður neytenda í Svíþjóð: Mjög mikilvœgt er að Norðurlöndin standi saman í hinni nýju Evrópu. Þannig getum við haft áhrif Mynd: JEH - Svenskt Pressefoto AB. Við getum haft áhrif Auðvitað er viss hætta á því að við munum þurfa að hopa á vissum sviðum vegna aðildar okkar að evrópsku efnahagssvæði eða Evrópu- bandalaginu. Þetta gildir ekki bara um Svíþjóð, heldur einnig um Finnland og Noreg, þar sem neytendavernd er á háu stigi. Þetta er norrænt vanda- mál og við verðum að vinna gegn því sameiginlega. Okkur er mikill styrkur í samvinnu Norðurlandanna á sviði neytendamála. En þegar á heildina er litið eru kostirnir við aðild að EES fyrir neytendur fleiri en gallarnir. Til að mynda mun verðlag lækka talsvert vegna aukinnar samkeppni. Þetta segir Axel Edling í sam- tali við Neytendablaðið. Ed- ling er umboðsmaður neyt- enda í landi neytendavemdar- innar, Svíþjóð. Hann er einn af mörgum umboðsmönnum sænsks almennings og til marks um orðstír hins sænska umboðsmannakerfis má nefna að Englendingar hafa tekið sænska orðið “ombudsmann” upp í máli sínu. Svíar em, eins og Islendingar og fleiri, því vanari að taka ensk orð í sitt mál. Edling er yfirmaður Neyt- endastofnunarinnar, Konsum- entverket, sem er hið mesta bákn. Starfsmenn eru nær 200 talsins og starfsemin af ýms- um toga. Meðal annars eru þar innan húss fullkomnar rannsóknastofur til gæðamats á alls kyns varningi, allt frá smæstu leikföngum upp í þvottavélar. Stofnunin helgar sig alfarið neytendarannsókn- um, útgáfu og hagsmuna- gæslu fyrir neytendur, en sinnir ekki kvörtunar- og leið- beiningaþjónustu. Það er talið vera í verkahring sveitarfélag- anna og bjóða nær öll sænsk sveitarfélög upp á slíka þjón- ustu af fúsum og frjálsum vilja. ■ Norrænt módel Edling segir að vissulega sé hægt að tala um norrænt mód- el hvað varðar neytendavemd og neytendastarf og á þar við Svíþjóð, Noreg, Finnland og Danmörku. Islendingar kom- ast ekki með tæmar í námunda við hæla frænda sinna á Norðurlöndum í þessu efni. - Þessi fjögur lönd eiga það sameiginlegt að beita einföld- um og sveigjanlegum aðferð- um við að gæta hagsmuna neytenda. Hagsmuna neyt- enda er vel gætt, meðal ann- ars með starfsemi umboðs- manna, eins og hér í Svíþjóð. Eg vil einnig kalla norrænt það fyrirkomulag að hér þarf ekki að setja ítarlegar reglur um alla mögulega hluti, en hægt er að ná árangri með samningum. Vissulega höfum við lög um flesta hluti, en þar er ekki svo ýkja mikið farið út í smáatriði, segir Edling við Neytendablaðið. - Það er sænskt að neyt- endamálunum er komið fyrir í einni stofnun, Konsument- verket. Það er hins vegar enn meira sænskt að nær öll sveit- arfélög landsins bjóða neyt- endum upp á ráðgjafarþjón- ustu þar sem maður getur fengið aðstoð við að leita rétt- ar síns, upplýsingar, fjármála- ráðgjöf og fleira. Þessi þjón- usta hefur gefið góða raun og er mjög mikilvæg. Ráðgjafar sveitarfélaganna hafa komið sér upp mikilli reynslu og þekkingu. Vandamál okkar nú er að vegna erfiðs fjárhags hafa sum sveitarfélög kosið að skera þessa þjónustu niður, enda ber þeim engin skylda til þess að bjóða hana, bætir Ed- ling við. ■ Svíar og Evrópa Svíar munu gerast aðilar að evrópsku efnahagssvæði og stefna að inngöngu í EB. Evrópusamstarfið horfir allt öðru vísi við Svíum en okkur íslendingum. íslenskir neytendafrömuðir sjá þann kost einna helstan við aðild að EES að með henni eykst neyt- endavemd til mikilla muna. Sett verða ýmis lög sem auka réttindi neytenda og má nefna lög um neytendalán, lög um öryggi neysluvöru, um far- andsölu, pakkaferðir og fleira. Svíar hafa hins vegar lengi tryggt hagsmuni neytenda á þessu sviði með löggjöf og öflugu neytendastarfi. Spurn- ingin í Svíþjóð er því fyrst og fremst þessi: Verðum við að gefa eitthvað eftir af þeirri neytendavemd sem “ 13 NEYTENDABLAÐIÐ - Desember 1992

x

Neytendablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.