Neytendablaðið - 01.12.1992, Page 14
Neytendur í Svíþjóð
• • • •
► Viðgetum
haft áhrif
við höfum nú þegar? Axel
Edling telur að svo þurfi ekki
að vera.
- Ýmsar reglur gilda um
réttindi neytenda innan Evr-
ópubandalagsins. Til eru til-
skipanir um auglýsingar,
neytendalán, pakkaferðir, far-
andsölu, skaðsemisábyrgð og
öryggi neysluvöru. Rauði
þráðurinn í þessu er að hér er
um lágmarkskröfur að ræða
sem öll aðildarríkin verða að
uppfylla. Hverju ríki er hins
vegar frjálst að setja strangari
ákvæði en þau sem er að
finna í tilskipununum.
Þetta munum við nýta okk-
ur hér í Svíþjóð. Eg get nefnt
lögin um markaðssetningu
sem dæmi, en þau hafa nú
verið í gildi í um 20 ár. í til-
skipun EB er fjallað um vill-
andi markaðssetningu, en í
okkar lögum er að finna hug-
takið óviðeigandi. Innan
þess rúmast miklu meira og
gefur okkur meiri möguleika.
EB krefst þess ekki að við
breytum þessu og það munum
við heldur ekki gera. Það er
mikilvægt að við getum hald-
ið okkur á því stigi neytenda-
verndar sem við höfum þegar
náð, segir Edling.
■ Baráttan um staðlana
Hann óttast heldur ekki að ör-
yggi og gæði neysluvamings
verði lakara þegar Svíar að-
lagast Evrópumarkaðnum. í
Evrópu fer nú fram umfangs-
mikil staðlavinna, þar sem
meðal annars eru settir staðlar
fyrir öryggi leikfanga, bún-
aðar eins og reiðhjólahjálma,
björgunarvesta og þess háttar,
svo og ýmissa áhalda sem
menn nota í tómstundum sín-
um.
Sænska ríkisstjómin gerði
sér á sínum tíma grein fyrir
mikilvægi þess að Svíar hefðu
hönd í bagga með þessari
14
staðlavinnu og veittu til þess
auknu fjármagni. Edling segir
að þegar sjáist ýmis merki um
árangur af þessari vinnu.
- Við leggjum mikla
áherslu á þetta starf. Fulltrúar
Svíþjóðar hafa meðal annars
náð þeim árangri að strangari
kröfur verða gerðar til öryggis
ýmissa leikfanga en áður var
fyrirhugað. Við höfum sýnt
fram á það að við getum haft
áhrif. Hins vegar er mikið
starf óunnið á þessu sviði og
við munum ekki slaka á í því,
segir umboðsmaðurinn.
Hann viðurkennir þó að
þetta starf geti verið mjög
erfitt, eins og sá starfsmaður
sem fer fyrir staðlavinnunni
greindi blaðamanni frá. Þegar
Svíar setjast niður með til að
mynda Grikkjum og Portúgöl-
um til að semja um staðla
verða óhjákvæmilega árekstr-
ar. Þar rekast á mjög ólík
sjónarmið.
- Okkur tekst ekki alltaf að
gæta okkar sjónarmiða í þessu
samstarfi. Til dæmis höfum
við staðið í ströngu við að
sannfæra sumar þjóðir um
mikilvægi þess að fótbremsur
skuli vera á bamareiðhjólum.
Þetta starf krefst mikilla fjár-
muna og tíma. I því er nauð-
synlegt að virkja neytenda-
samtök og nú komum við enn
að mikilvægi þess að Norður-
löndin standi saman.
■ Eftirlit
Edling bendir einnig á mikil-
vægi þess að fylgjast vel með
markaðnum með tilliti til
hættulegs vamings sem fram-
leiðendur kunna að reyna að
koma á sænskan markað. A
hinn bóginn óttast hann að
skortur á fjármagni muni gera
það starf erfitt.
- En við munum leitast við
að halda uppi ströngu eftirliti
og grípa inní þegar þörf kref-
ur, meðal annars með því að
fara fram á að vömr verði
innkallaðar, segir hann.
Eru þá engar líkur á að
dregið verði úr neytendvernd
vegna aðildar að EES og síð-
ar EB?
- Atvinnulífið mun þrýsta á
um að svo verði. Þar sjá menn
þetta út frá samkeppni við
iðnað í öðmm ríkjum Evrópu
og það kostar vitaskuld sitt að
halda uppi neytendavemd á
háu stigi. Þessi þrýstingur frá
atvinnulífinu á vafalaust eftir
að aukast.
- En hingað til hefur okkur
gengið vel með einni undan-
tekningu. Verið er að undir-
búa lög um pakkaferðir og þar
hefur löggjafinn valið að
miða eingöngu við lágmarks-
kröfur EB. Við hefðum kosið
að lögin yrðu neytendum
hliðhollari.
- Almennt hef ég þó ekki
áhyggjur af því að dregið
verði úr neytendvernd. Við
höfum rætt þetta mikið í nor-
rænu samstarfi og teljum mik-
inn styrk fólginn í samstarfi
Norðurlanda. Við eigum þann
arf sameiginlegan á Norður-
löndum að neytendur njóta
hér betri aðstæðna en þekkist
víðast annars staðar, svarar
Edling.
■ Kostirnir veigameiri
Hann telur að sænskir neyt-
endur muni ekki verða svo
mjög varir við aðild Svía að
EES og síðar EB.
- Þó er mikið rætt um að
verðlag muni lækka. Verðlag
er hátt hér í Svíþjóð, meðal
Pegar á heildina
er litið eru kost-
irnir við aðild að
EES fyrir neytend-
urfleiri en gall-
arnir. Til að
mynda mun verð-
lag lcekka talsvert
vegna aukinnar
samkeppni, segir
Axel Edling.
annars á matvörum. Sam-
keppni mun aukast vegna
EES og við þurfum á því að
halda, ekki síst á matvöru-
markaðnum. Við gerum okk-
ur vonir um að verðlag muni
lækka svo að það verði sam-
bærilegt við verðlag í Dan-
mörku. Það kemur sér vel fyr-
ir sænsk heimili.
Veistu hve munurinn er
mikill?
- Eg hef ekki nákvæmar
tölur um það, en við erum að
ræða um fimm til tíu prósent.
Við höfum enga tryggingu
fyrir því að þetta muni gerast,
en gerum ráð fyrir að sam-
keppni muni aukast og að
verðlag muni lækka. Þegar á
heildina er litið eru kostimir
við Evrópusamstarfið mun
fleiri og veigameiri en gall-
amir. En þetta byggist á því
að við verðum með og höfum
áhrif á staðlavinnuna, að okk-
ur verði gert kleift að gæta
hagsmuna neytenda gagnvart
markaðnum, að neytendalög-
gjöfin verði ekki lakari og að
verðlag lækki.
Munu sœnskir neytendur
merkja einhverja breytingu
við inngöngu í EB?
- Hvað snertir aðlögun að
bandalaginu í sambandi við
reglur og þess háttar gerist
það mesta í EES. Kosturinn
við að ganga í EB er hins
vegar sá að þá getum við haft
áhrif og verið með við
ákvarðanatöku. Þeir sem
standa utan bandalagsins
munu hafa takmarkaða mögu-
leika á því, segir Axel Edling.
NEYTENDABLAÐIÐ - Desember 1992