Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.1992, Side 17

Neytendablaðið - 01.12.1992, Side 17
Frummcelendur og þátttak- endur í pallborðifrá vinstri: María E. Ingvadóttir, Kristján Jóhannsson, Guðmundur Sig- urðssonfrá Verðlagsstofnun, Einar Sveinsson, Jón Magn- ússon fundarstjóri og Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóð- hagsstofnunar. Einnig tók Guðmundur G. Guðmunds- son, hagfræðingur ASI, þátt í umrœðum. Mynd: Garðar. tekjur ríkisins, verslunarinnar og neytenda. „Með samningnum um evrópskt efnahagssvæði vex samkeppnin enn frekar. Þá gefst tækifæri til hagstæðari innkaupa með niðurfellingu einkaleyfa og færri milliliðum og innlend framleiðsla mun enn frekar eiga í vök að verj- ast. Neytendasamtökin leggja áherslu á að neytendum gefist kostur á sem bestri vöru á sem lægstu verði,” sagði María. sgna EES sambærilegir erlendir framleið- endur. Þessi staða er óviðunandi fyrir neytendur. Með samningi um evrópskt efnahagssvæði gefst svigrúm til að endurskoða verðmyndun í framleiðslu og verslun. Neytend- ur á íslandi gera þá sjálfsögðu kröfu að þeir búi við sama vöru- verð og neytendur í nágranna- löndum okkar.“ Reykjavík Ósló London Hamborg Stokkhólmur Léttmjólk 2 lítrar 136 129 89 87 121 Smjör 250 g 138 150 63 73 106 Léttsmjörlíki 600 g 94 87 83 81 139 Soyaolía 0,5 lítrar 70 136 52 179 241 Hrökkbrauö 250 g 128 106 44 78 81 Snittubrauð 86 25 28 67 97 Egg 500 g 165 188 82 100 125 Ostur 26% 500 g 393 326 149 204 255 Nautahakk 500 g 320 364 208 224 387 Svínakótilettur 500 g 549 389 194 205 417 Kjúklingur 1 kg* 566 800 250 299 440 Þorskflök 500 g 234 300 308 329 306 Hveiti 1 kg 32 57 31 30 73 Sykur 1 kg 43 87 61 67 165 Spagettí 1 kg 107 127 93 178 185 Kartöflur 2 kg 149 66 68 67 91 Gulrætur 1 kg 254 67 41 93 78 Frosið spínat 500 g 110 155 67 93 138 Frosnar baunir 500 g 110 84 45 112 116 Tómatar 500 g 79 90 65 66 142 Agúrkur 500 g 85 172 51 60 63 Laukur 500 g 20 36 24 64 29 Sveppir 250 g 142 126 78 87 126 Appelsínur 1 kg 98 108 78 149 67 Bananar 1 kg 98 63 82 74 133 Coca Cola 2 lítrar 149 168 94 134 203 Samtals: 4.355 4.406 2.428 3.200 4.324 Munur á hæsta og lægsta verði: 81,47% Munur á verði í Reykjavík og lægsta verði: 79,37% * í Reykjavík er um að ræða frosinn kjúkling en ferskan í hinum borgunum. Samanburður á verði matvöru í fimm borgum Verð á matvöru í stór- markaði í Reykjavík kemur býsna vel út úr sam- anburði við verð í verslun- um í Ósló og Stokkhólmi. Þessar þrjár borgir standast hins vegar engan veginn samjöfnuð við stórborgimar Hamborg og London og má þama sjá greinilegan mun á EFTA-löndum og tveimur löndum Evrópubandalags- ins. Reykvísku tölumar í töfl- unni hér að ofan eru fengnar úr ótilgreindum stórmarkaði, þar sem vöruverð er talsvert langt undir meðallagi á Is- landi. Verð í hinum borgun- um fjórum var að finna í könnun sem norska dagblað- ið Dagens Næringsliv birti 10. nóvember. Norsku töl- umar voru umreiknaðar miðað við gengi 21. nóvem- ber síðast liðinn. Um er að ræða 26 tegund- ir af algengri matvöru. Eins og sjá má kemur Ósló verst út úr samanburði við aðrar borgir, þótt Reykjavík og Stokkhólmur séu ekki langt undan. í umfjöllun Dagens Nær- ingsliv í tengslum við könn- unina kemur skýrt fram að norskir neytendafrömuðir vænta þess að verðlag muni lækka vegna aðildar Noregs að EES. Því er haldið fram í blaðinu að verðlag í Noregi muni lækka um tíu af hundraði gangi Norðmenn í Evrópubandalagið. Sænskir neytendafrömuðir hafa svip- aðar væntingar, samanber viðtalið við Axel Edling hér í blaðinu. Eins og sjá má í töflunni býður reykvíski stórmarkað- urinn upp á lægsta verð á þorskflökum, sykri og lauk. Verð á léttmjólk, hrökk- brauði, osti, svínakótilettum, gulrótum og sveppum er hins vegar hæst í Reykjavík. NEYTENDABLAÐIÐ - Desember 1992 17

x

Neytendablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.