Neytendablaðið - 01.12.1992, Blaðsíða 28
Halógenperur
Útfjólublá geislun frá halóge
Undanfarin ár hefur notkun halógenpera til lýsingar veriö sífellt aö
aukast. Halógen lampar eru bæöi notaðir í atvinnuhúsnæöi svo og í
heimahúsum. Smæö perunnar, skært Ijósið og nýtnin hefur gefiö hönnuö-
um svigrúm í hönnun á lampabúnaði og lýsingarkerfum sem þeir höföu
ekki áöur.
Því kom það ekki á óvart að
mörgum yrði órótt þegar þær
fréttir bárust að útfjólublá
geislun frá halógenperum
gæti verið skaðleg mönnum.
Vegna þessara frétta og rugl-
ingsins sem þær hafa valdið
verður hér leitast við að skýra
ástæður þeirra og leiða hið
rétta í ljós.
■ Útfjólublátt Ijós
Allir ljósgjafar gefa frá sér út-
fjólublátt ljós. Halógenperur
eru að því leyti ólíkar venju-
legum glóþráðarperum sem
notaðar hafa verið í heima-
húsum til langs tíma, að hit-
inn á glóþræðinum er hærri í
halógenperum og í stað
venjulegs glers er notað
kvartsgler.
Aukinn hiti á glóþræðinum"
veldur því að peran sendir frá
Borðlampi
Pera: 12v/50W
Spegill: Kaldspegill
Geislunarhorn: 38 gráður
Birtumagn: 3.900 lux
Fjarlœgðfrá borði: 80 sm
Þvermál Ijóslceilu: 55 sm
Roðnunartími án hlífðar-
glers: 27 tímar
Með hlífðargleri: 181 tfmi
Af þessari kaldspegilsperu
stafar engin hætta þar eð
roðnunartíminn er lengri en
átta tímar.
Sólarljósið
Sólarljós: Sumarsól í júní í
Mið-Evrópu
Birtumagn: 100.000 lux
Roðnunartími: 15 mínútur
Hætta er á að húðin roðni
eða sólbrenni eftir aðeins 15
mínútur utan dyra.
sér meira útfjólublátt ljós en
venjuleg pera. I venjulegum
perum gleypir glerið í sig út-
fjólubláa geislun. Kvartsgler-
ið í halógenperum hleypir aft-
ur á móti útfjólublárri geislun
í gegnum sig. Þetta eru ástæð-
umar fyrir því að farið var að
velta fyrir sér sérstaklega
magni og áhrifum af útfjólu-
blárri geislun frá halógenper-
um.
■ Líffræðileg áhrif
Líffræðileg áhrif útfjólublárr-
ar geislunar á menn eru meðal
annars roði í húð og augn-
slímhúðarbólga sem koma
fram stuttu eftir ágeislun og
svo húðkrabbi sem getur
komið fram eftir ítrekaða
ágeislun yfir lengri tíma.
Þessi áhrif koma fyrst í ljós
þegar ákveðnu þröskuldsgildi
virkrar geislunar er náð. Það
þýðir að sú geislun sem veld-
ur ákveðinni virkni verður að
vera til staðar og að geislunar-
tíminn verður að vera nógu
langur til að lágmarksgildi ná-
ist. Samkvæmt því sem nú er
vitað hefur geislun engin áhrif
ef þröskuldsgildi hefur ekki
verið náð innan 24 stunda.
Ekki eru til neinar reglur
um hámark útfjólublárrar
Valgeröur Skúladóttir
rafmagnsverkfræöingur og
félagi í Ljóstæknifélagi
íslands skrifar
geislunar í lýsingu. Þó er
mælt með því að ekki verði
vart við nein óæskileg áhrif
vegna útfjólublárrar geislunar
miðað við átta stunda vinnu-
dag við lOOOlx.
Hér á síðunni er tekið
dæmi um áhrif útfjólublárrar
geislunar frá borðlampa með
halógenperu með kaldspegli.
Þar er roðnunartíminn 27 tím-
ar ef peran er án hlífðarglers.
Með hlífðargleri er roðnunar-
tíminn 181 klukkustund. Þar
Samkvœmt samanburðinum hér til hliðar er ekki hœtta á roðn-
un húðar vegna birtufrá halógenperu, en hœtta er á að húðin
roðni eða brenni eftir aðeins stundarfjórðung í júnísólinni í
Mið-Evrópu.
sem tíminn í báðum tilvikum
er meira en átta tímar er engin
hætta talin af þessu ljósi. Til
samanburðar má taka mið-
sumarsólina í Mið-Evrópu.
Eins og sjá má fer áhrifa
geislunarinnar að verða vart
eftir 15 mínútur.
■ Jákvæð áhrif
Við mjög háan’lýsingarstyrk
getur geislun frá halógenper-
um valdið sólbruna. Sú hætta
er þó aðeins fræðileg því hit-
inn frá ljósinu við svo háan
lýsingarstyrk er svo mikill að
það eitt kemur í veg fyrir að
manneskja geti þolað við í
ljósinu.
Við allar raunverulegar að-
stæður þar sem halógenperur
eru notaðar til lýsingar er eng-
in hætta á sólbruna vegna
þeirra. Ekki má gleyma að út-
fjólublá geislun hefur líka já-
kvæðar hliðar. Svokölluð B-
geislun hjálpar til við myndun
D-vítamíns og bætir upptöku
kalsíums í líkamanum. En það
á við útfjólubláa geislun eins
og annað að skaði hennar og
not eru háð magninu.
■ Aðrir þættir
Halógenperur eins og aðrar
perur senda frá sér lítinn
skammt af útfjólublárri geisl-
un.
Ahrif hennar í lýsingarkerfí
28
NEYTENDABLAÐIÐ - Desember 1992