Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.1993, Blaðsíða 2

Neytendablaðið - 01.06.1993, Blaðsíða 2
Beint að efninu Sverrir, hver hefur reynslan af starfi kvörtunarnefndar vegna starfsemi byggingarverktaka verið til þessa? Nefndin tók til starfa fyrir um átta mánuð- um og hefur fengið sjö mál til meðferðar. Sum þeirra hefur sem betur fer verið unnt að leysa með auðveldum hætti, en eitt mál var þannig vaxið að nefndin varð að vísa því til úrskurðar dómstóla. Markmið nefndarinnar er að leysa mál án jress að til kasta dómstóla þurfi að koma. A hinn bóg- inn hefur nefndin ekki starfað í nema átta mánuði og er sjálf að þreifa sig áfram með vinnubrögð og annað. Sum þeirra mála sem koma til okkar eru býsna flókin. Hafa deiluaðilar sœtt sig við úrskurði nefndarinnar? • • • • Sverrír Arngrímsson er 37 ára gamall, viðskiptafræð- ingur að mennt. Hann er fulltrúi ' Meistara- og verktakasam- bands bygging- armanna (MVB) í kvörtunarnefnd um starfsemi byggingarverk- taka. Auk MVB eiga Neytenda- samtökin og Húseigendæ félagið aðild að nefndinni. Með sem fæsta lausa enda Yfirleitt en ekki alltaf. Þegar svo er ekki verða verkkaupi og verktaki að gera það upp við sig hvort þeir vilja leita til dómstóla. Hvert hefur verið helsta ágreiningsefn- ið; vinnubrögðin, kostnaðurinn? Segja má að deilt sé um allt mögulegt. Algengast er þó að deilt sé um hvort tveggja, vinnubrögðin og kostnaðinn. Annars vegar finnst fólki verkið ekki standa undir væntingum, hins vegar fmnst því drjúgt smurt á reikninga. Þó held ég að vinnubrögðin verði oftar tilefni til ágreinings. Það eru þáfyrst og fremst neytendur sem leita til ykkar? Hingað til hefur það verið undantekn- ingarlaust. En verktakar geta ekki síður skotið málum til ykkar? Þeir geta það. Reyndar hefur komið í ljós í tveimur málum sem ég man eftir að húseigendur hafi komið fram af nokkurri óbilgimi og nánast búið til ágreining. Þegar menn em á þeim buxunum er til- gangslaust að tala um sættir. Það gildir einu hvað gert er, fólk sættir sig ekki við það sem lausn. Getur verið að ágreiningur um vinnu- brögð og kostnað eigi rœtur að rekja til þess að ekki hafi verið nœgilega vel að staðið í upphafi? I þessum efnum sannast hið fom- kveðna; í upphafi skyldi endirinn skoða. Agreiningur milli verktaka og verkkaupa verður iðulega vegna þess að ekki er rétt að málum staðið í upphafi. Tilboð em ófullkomin, samningar em ófullkomnir, uppgjör sömuleiðis. Kostnaður fer framúr áætlun og fólki finnst verða minna úr verkinu en það hafði ímyndað sér í upp- 2 hafi. Málin snúast ekki endilega um svik eða vanefndir, heldur væntingar verk- kaupans og upplýsingaskyldu verktakans. Verktaka ber skylda til þess að upplýsa neytandann um það hvað hann er að fá. Lausir endar em alltof margir þegar verkið hefst. Þegar upp er staðið og reikningur er lagður fram finnst fólki það svo hafa verið hlunnfarið. Fólk verður að gæta þess að hafa enga lausa enda í upphafi. Meistara- og verk- takasambandið, Neytendasamtökin og Húseigendafélagið hafa í sameiningu út- búið sérstakt verksamningseyðublað sem er býsna hnitmiðað og þó nokkuð tæm- andi. Eyðublaðið liggur frammi hjá þess- um samtökum og þar getur fólk einnig fengið ráð og leiðbeiningar um hvemig best er að standa að hlutunum. Ég heyrði þá sígildu lýsingu á iðnaðar- manni í útvarpifyrir nokkru að hann komi seint eða ekki á staðinn og vilji svo hafa viðskiptin nótulaus til þess að losna við umstang. Þetta er tvíþætt vandamál. Það er því miður þrálátt vandamál hjá iðnaðarmönn- um að mæta ekki á þeim tíma sem um er rætt. Eg hef sagt við stráka sem hyggjast gerast meistarar í sínu fagi að eitt mikil- vægasta verkfæri sem þeir eigi eftir að vinna með sé einfaldlega dagbókin. Menn gera sér ekki alltaf grein fyrir mikilvægi þess að hafa stjóm á sínum eigin tfma. Geri menn það ekki getur dagurinn hjá þeim farið í að breiða yfir óánægju hinna ýmsu verkkaupa sem sitja heima og bíða, kannski búnir að taka sér frí ifá vinnu. Þetta ástand er auðvitað óþolandi. Þetta er spuming um sjálfsaga og virðingu fyrir sjálfum sér og viðskiptavinum sínum. Hins vegar em það nótulausu viðskipt- in. Vissulega er talsvert um að iðnaðar- menn vilji hafa þann háttinn á en sú krafa kemur ekki síður ífá neytendum. Vandamálið er það að í kerfinu er eng- inn hvati fyrir fólk til þess að biðja um nótu. Þetta höfurn við bent fulltrúum ríkis- skattstjóra á. Víða erlendis, til dæmis í Danmörku, hefur ríkisvaldið gert sér grein fyrir nauðsyn þess að fyrir hendi sé hvati til þess að fólk fái nótu. Þar má draga ákvéðinn hluta kostnaðar við viðhald og endurbætur frá skatti. Hér á landi er virðis- aukaskattur af vinnu við endurbætur end- urgreiddur ef kostnaður fer yfir ákveðin mörk, en smærri verk falla ekki undir þá reglu. Um leið og hvatinn er kominn fer fólk að biðja um nótu. Nú er sái tími þegar neytendur leita helst efiir þjónustu iðnaðarmanna. Hef- urðu einhver einföld hollráð tilþeirra? Mikilvægast er að hafa enga lausa enda í upphafi og gera helst skriflega samninga um hvað eina. Verktakinn verður að vita hvað hann á að gera og verkkaupinn hvað hann á að fá. Ennfremur er ráðlegt að borga mönnunt í áföngum eftir framvindu verksins og gera ekki upp fyrr en verki er lokið og það hefur verið tekið út. Margir hafa brennt sig á því að greiða stórar upp- hæðir strax í upphafi en verða svo lítið eða ekki varir við verktakann upp frá því. Sem betur fer er fólk farið að gæta sín betur í þessum viðskiptum. Ég tel að sam- starf okkar hjá MVB, Neytendasamtökun- um og Húseigendafélaginu hafi stuðlað að því. Nú er orðið algengara að fólk hringir, til dæmis í okkur eða ykkur, spyrst fyrir um verktaka og fær góð ráð áður en ráðist er í framkvæmdir. Ég fullyrði að enginn sér eftir slíkum leiðbeiningum. NEYTENDABLAÐIÐ - Júní 1993

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.