Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.1993, Blaðsíða 6

Neytendablaðið - 01.06.1993, Blaðsíða 6
Skóli í neyslusamfélagi íslenska, heimilisfræöi... Eg hef stundum sagt að ef við hentum öllum námsskránum og færum að tína inn aftur og forgangsraða því sem einstaklingnum er þarfast að kunna og vita, myndi ég setja íslenskuna í öndvegi og heimilisfræðina þar á eftir. Eg veit að ýmsir eru sammála mér um þetta. Reyndin er hins vegar sú að heimilisfræðin verður útundan í hinni hörðu samkeppni um tíma og aðstöðu. Ég get á engan hátt séð að skólarnir búi nemendur nægilega vel undir þátttöku í því flókna sam- félagi sem við lifum í og tek fyllilega undir það að þann fjárhagsvanda sem mörg íslensk heimili eiga við að stríða um þessar mundir megi að hluta til rekja til þekkingarleysis og skorts á fyrirhyggju. Hlutverk skóla- kerfisins getur verið og á að vera mikið í þessum efnum, ekki bara inn- an heimilisfræðinnar, heldur í öllum námsgreinum. Þetta segir Aðalheiður Auðunsdóttir, heimilisfræðikennari og námsstjóri, í samtali við Neytendablaðið. Aðalheiður man tímana tvenna í þessum efnum. Hún nam hússtjórn í Húsmæðrakennaraskóla íslands og öðlaðist þar með réttindi til þess að kenna hússtjórn í grunn- og fram- haldsskólum. Það sem nú kallast heimilis- fræði var þá kennt í húsmæðraskólum um land allt. Hún kenndi heimilisfræði um árabil þar til hún gerðist námsstjóri í greininni og hefur síðan verið virk í stefnumótun fyrir heimilisfræðina. Fyrir ári voru námsstjórar hinna ýmsu greina í menntamálaráðuneytinu gerðir almennir námsstjórar og þeim fækkað. Aðalheiður lætur af störfum í menntamálaráðuneytinu með haustinu og segist þá reikna með að hefja kennslu að nýju. ■ Að fá búi sínu borgið Á árum áður fengu hundruð ungra kvenna árlega vandaða kennslu í hússtjórn þar sem mikil áhersla var lögð á hagkvæmni í heimilisrekstri og nýtingu verðmæta. Kennslubækurnar báru heiti eins og “Hvernig fæ ég búi mínu borgið?”. Verkaskipting kynjanna var þá með þeim hætti að rekstur heimilisins var að mestu á ábyrgð kvenna og mikilvægt þótti að þær hefðu þekkingu og þjálfun til þess að geta rækt skyldur sínar. Hússtjórnar- skólum fækkaði ört upp úr 1970 og var þá ætlast til þess að þessi fræðsla færðist inn í framhaldsskóla og að heimilisfræðin væri efld í grunnskólum og kennd báðum kynjum. - Þegar ég var að byrja að kenna var farið að örla á því að fólki þætti sú nýtni- stefna sem var áberandi í hússtjómar- kennslu orðin gamaldags. Þá hafði vel- megun aukist til muna og fólki þótti ekki lengur spennandi að nýta hlutina. Viðhorf fólks til þessara skóla var orðið mjög nei- kvætt og einhvem tíma voru þeir kallaðir grautarskólar, segir Aðalheiður. ■ Aðstöðuleysi Þingmenn Kvennalistans spurðust fyrir um það á Alþingi fyrir nokkrum árum hver væri staða list- og verkmenntagreina, heimilisfræði og íþróttakennslu í skólum og menntun kennara í þessum greinum. Aðalheiður gerði athugun á ástandinu hvað heimilisfræðina snertir af þessu til- efni. Niðurstaðan var í grófum dráttum sú að heimilisfræðin væri hornreka í skólun- um. - Heimilisfræði er ætlaður ákveðinn stundafjöldi í viðmiðunarstundaskrá en mikill misbrestur er á að nemendur fái þó þann tíma. Sá stutti tími sem ætlaður er til kennslu í heimilisfræði á að næ&ja til þess að fjalla um næringarfræði, matreiðslu, vörufræði, neytendafræði og annað sem fellur undir heimilisfræðina. Staðan er yf- irleitt sú að aðeins gefst tími til að fjalla um það algengasta í matargerð, ef til vill grundvallaratriði í næringarfræði. Þegar börnin fá skertan tíma á fyrstu árunum verður mjög erfitt að fara að kenna þeim til dæmis neytendafræði í efri bekkjunum, því þau vantar undirstöðuna. Það hefur komið fram að kennarar veigri sér við að fara út í þessa kennslu vegna þessa, segir Aðalheiður. Hún bendir einnig á að aðstaða er víða óviðunandi og sums staðar engin. I nokkrum skólum er enginn til að kenna heimilisfræði. - Það er kannski bæði hlægilegt og fáránlegt í senn að hér í Reykjavík erum við með 1400 manna skóla, Seljaskóla, sem hefur bara eitt kennslueldhús og ekki við það komandi að bætt verði úr. Hins vegar eru þar tvær hannyrðastofur og tvær smíðastofur. Það er ljóst að þar sem svona er ástatt er ekki hægt að kenna nema elstu bömunum grundvallaratriði. Betra að fara margs á mis w Iframhaldi af umræðunni í síðasta Neytendablaði um skuldir heim- ilanna og í tengslum við umfjöllun blaðsins nú um þátt skólanna í því að undirbúa fólk fyrir þátttöku í neyslusamfélaginu er forvitnilegt að fara 100 ár aftur í tímann og skoða kafla úr Kvennafræðaranum eftir Elínu Briem (gefinn út 1891). Yfirskrift kaflans er „Að hafa gát á efnahag sínum“. „Einnig ætti að halda reikning yfir allt, sem borgað er út eða tekið er á móti, svo að ávallt sje hægt að sjá, hvað gjört hef- ur verið við hvem eyri. Að halda nákvæman reikning yfiröll viðskipti sín við aðra er sjálfsagt. Með því að hafa ávallt yfirlit yfir allt, sem keypt hefur verið um árið, er hægra að athuga, hvað hefði mátt komast af fyrir utan. Frá unga aldri er nauðsynlegt að venja sig á, að eyða aldrei meiru enn efnin leyfa. Hver einstakur ætti að setja sjer fyrir fasta reglu að reyna að komast af með það, sem hann hefur, enn hleypa sjer ekki í skuldir, að eins til þess, að berast eins mikið á og þeir, sem meira hafa. Auk þess er skylda hvers eins, að leggja nokkuð frá til vara, ef veikindi eða önn- ur óhöpp bera að höndum, svo að ekki þurfi strax að taka lán eða á annan hátt að vera upp á aðra kominn. Húsmæður þurfa eins og aðrir að hafa gát á efna- hagnum. Það er opt eins mikið komið undir konunni eins og manninum, hvernig fólki búnast. Það er eigi að eins nýtni og hirðusemi konunnar, sem mikið gjörir til í þessu efni, heldur er það og víða, að hún ræður mestu um, hve miklu kostað er til á heimilinu, og sje það meira enn búið þolir, þá fer ekki vel, því skuldabasl og kröggur, sem af því leiða, hafa auk annars í för með sjer áhyggjur og óánægju, og er betra að fara margs á mis, enn gefa tilefni til þess.” 6 NEYTENDABLAÐIÐ - Júní 1993

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.