Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.1993, Blaðsíða 8

Neytendablaðið - 01.06.1993, Blaðsíða 8
Filmur og framköllun Vertíð er hjá framköllunarstofum þegarfólk kemur með sum- arleyfismyndirnar sínar til framköllunar og stœkkunar. Ljóst er að miklu getur skipt hvar sumarleyfismynd- irnar eru settar í framköllun, því samkvæmt verðkönnun Samkeppnisstofnunar á framköllun og stækkun Ijósmynda er verðmunur verulegur. Mestur mældist munurinn á eftirtökum, 132 prósent, en 71-75 prósent munur var á hæsta og lægsta verði á framköllun og stækkun. Umtalsverður munur á verði Verðkönnun Samkeppnisstofnunar náði til 29 verslana á höfuðborgarsvæðinu og fimm á Akureyri og Egilsstöðum. I ljós. kom að verð á framköllun og stækkun hef- ur hækkað að meðaltali um 1,5 prósent frá því síðasta könnun var gerð í júlí í fyrra. Eins og sjá má í athugasemdum með töflunni hér til hliðar bjóða margar versl- anir afslátt eða bónus í einhverri mynd, svo taka verður tillit til þess við verðsam- anburðinn. Verð á framköllun og stækkun var lægst hjá BónusframköIIun í Reykja- vík en hæst hjá Framköllun á slundinni (12 mynda og 24 mynda) og verslunum Hans Petersen, Litaseli og Myndsmiðjunni á Eg- ilsstöðum (36 mynda). Bónusframköllun var einnig með lægsta verð á eftirtökum, 145 krónur fyrir 13x18 sentímetra mynd. Hæst var verðið hjá Ljósmyndabúðinni á Akureyri. Verðkönnunin leiddi í Ijós að verðmun- ur á 24 mynda Kodak Gold hefur aukist. I könnun sem gerð var í júlí í fyrra mældist munurinn á hæsta og lægsta verði 13 pró- sent. Nú var munurinn hins vegar 38 af hundraði. Verðið var lægst hjá Radíóvirkj- anum, Borgartúni, en hæst hjá Kyrr-mynd. 1 - •» ^n/ ífr' • 'VtÍMft:’ , íiH yp f jf 'jjjfföSy. W t W*' l iPsé’ 1 " Garðaúrgangur er ekki sorp Úrgangurinn úr garðinum er í raun mikilvæg verömæti fyrir hringrás náttúrunnar. Fleygöu honum því ekki í sorptunnuna láttu náttúruna um aö endurvinna hann. Þeir sem ekki hafa aöstööu til aö koma á fót endurvinnslu í garðinum hjá sér geta snúið sér til SORPU sem safnar garðaúrgangi í moldar- banka. Á gámastöðvum SORPU getur þú lagt inn í moldarbankann en mundu aö henda umbúö- unum ekki - nýttu þær aftur! S©RPA SORPEYÐING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS bs Gufunesi, sími 67 66 77 Gámastööin þín er í næsta nágrenni: ÁNANAUSTUM (lokaö mánudaga) GARÐABÆ, Miðhrauni 20 (lokað mánudaga) SÆVARHÖFÐA (lokað fimmtudaga) GYLFAFLÖT (lokað miðvikudaga) KÓPAVOGI v/Dalveg (lokað miðvikudaga) JAFNASELI (lokað þriðjudaga) MOSFELLSBÆ (lokað mánudaga) OPIÐ Á MORGNANA: SÆVARHÖFÐA 8.00-13.00 alla virka daga nema fimmtudaga Vetrartími: 30. september -15. apríl kl.13-20 Fyrirtækjum er bent á aö kynna sér breyttar reglur og gjaldskrá vegna losunar á gámastöðvar. Upplýsingar um þjónustuadila i dagbók Mbl. og hjé Gulu línunni sími 62 62 62 8 NEYTENDABLAÐIÐ - Júní 1993

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.