Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.1993, Blaðsíða 25

Neytendablaðið - 01.06.1993, Blaðsíða 25
Markaðskönnun Tjöld við flestra Markaðskönnun Neytendablaðsins á tjöldum í níu verslunum í Reykjavík leiðir í Ijós að flestir þeirra sem hyggja á tjaldútilegur ættu að geta fundið tjald við sitt hæfi. Skráðar voru upplýsingar um nokkra tugi tjalda af ýmsum stærðum og gerðum á mjög mismunandi verði. Ódýrasta tjaldið í könnuninni kostar 6.995 en það dýrasta 79.900. Þessi tjöld eiga hins vegar fátt sameigin- legt annað en að kallast tjald. Tjöldin á markaðinum eru flest innflutt og eru Seglagerðin Ægir og Skátabúðin fyrirferðarmestir innflytjendur. Innlend tjöld gera sig þó gildandi, einkum A-tjöld og hústjöld. íslensku framleiðendurnir eru tveir: Seglagerðin Ægir og Tjaldborg. Töflumar sem hér birtast gefa aðeins einfalda mynd af tjöld- unum sem um er að ræða. Vert er að hyggja að fjöl- mörgu við kaup á tjaldi, allt eftir því hvaða tilgangi tjaldið á að þjóna og hvaða óskir og þarfir viðkomandi hefur: ▲ Sum tjaldanna eru með kósuðum þéttikanti á himni. Það gerir tjöldin þéttari og stöðugri. ▲ Efnin í tjöldunum geta ver- ið rnjög mismunandi, þótt í töflu okkar sé nær ein- göngu rætt um bómull og nælon. í flestum öðrum tilvikum áttu verslanir í erfiðleikum með að tilgreina framleiðsluland. Tjöldin em keypt af evrópsk- um heildsölum, en líklega framleidd „einhvers staðar fyrir austan”. Það kom starfs- manni blaðsins undarlega fyr- ir sjónir að seljendur skyldu ekki þekkja upprunaland þeirrar vöru sem þeir höfðu á boðstólum. Einnig kom á óvart að í sumum til- vikum höfðu seljend- urnir litla þekkingu á vörunni. Sumir áttu til dæmis erfitt með að tilgreina stærðir og var ókunnugt um úr hvaða efnum tjöldin voru. Þetta var hins vegar mjög misjafnt. I sumum verslunum er um algera auka- grein að ræða, í öðrum tilvik- um er um að ræða sérverslanir með tjöld og viðlegubúnað. hæfi ▲ íslensku tjöldin er yfirleitt hægt að fá með bæði „venjulegum” himni og fleygahimni. Síðarnefnda gerðin er stærri og dýrari. ▲ Sum tjaldanna eru með gluggum, flugnaneti og öðrum slíkum búnaði. A Braggatjöld og kúlutjöld eru mismunandi að gerð. Til dæmis er fjöldi boga mismunandi. ▲ Botn tjaldanna er mjög misjafnlega traustvekjandi. ▲ Síðast en ekki síst er vert að athuga hvort seljandinn geti útvegað varahluti í tjaldið. ■ Göngutjöld Markaðskönnunin náði ekki til tjalda sem sérstaklega eru ætluð göngufólki, svonefnd- um göngutjöldum. Slík tjöld vega yfirleitt á bilinu tvö til þrjú kíló. Eftirtaldar verslanir hafa göngutjöld á boðstólum: Bflanaust, Fálkinn, Kringlusport, Seglagerðin, Skátabúðin og Útilíf. Segla- gerðin tilgreindi einnig fjalla- tjöld. Verslanirnar: Bílanaust, Borgartúni 26, s. 622262 Fálkinn, Suðurlandsbraut 8 og Þarabakka 3, s. 814670 Hagkaup, Skeifunni, s. 684300 Kringlusport, Kringlunni 6, s. 679955 Seglagerðin Ægir, Eyjarslóð 7, s. 621780 Skátabúðin, Snorrabraut 60, s. 612045 Sporthús Reykjavíkur, Laugavegi 44 Sportleigan, Vatnsmýrarvegi 9, s. 19800 Útiiíf, Glæsibæ, s. 812922 NEYTENDABLAÐIÐ - Júní 1993 25

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.