Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.1993, Blaðsíða 14

Neytendablaðið - 01.06.1993, Blaðsíða 14
Matur og heilsa Lítil eða engin hœtta á að vera á sýkingu vegna örveruinnihalds krydds, sé rétt með það farið. Mynd: Svein Erik Dahl/Samfoto. Fleira en gott þykir í kryddi w Ymsar tegundir af kryddi eru ómissandi í hverju eldhúsi. Næst þegar þú setur kryddstaukana á borðið og hyggst leyfa hverjum að krydda fyrir sig skaltu þó hugsa þig um. í stauknum getur nefnilega verið meira en það sem æskilegt er; dauð skordýr, dýrasaur og miljónir örvera. Krydd getur verið hreinasta bakteríusprengja og því vert að meðhöndla það eftir því. Auk ónotanna af því að vita af aðskotaefnun- um í vörunni getur verið hætta á matareitrun af völdum krydds. Sérstaklega er talin hætta á að í svörtum pipar, paprikudufti og oregano séu alls kyns óæskileg viðbótarefni af því tagi sem nefnd voru hér að ofan. Því er æskilegast að sjóða eða steikja kryddið með matnum í stað þess að krydda eftir á. Danska neytendablaðið Tænk segir frá því að árið 1987 hafi 20 af 60 skipum Heróín, nikótín, kókaín w Igrófum dráttum er munurinn á eiturlyfjaneyt- anda og reykingamanni aðallega sá að á meðan sá fyrrnefndi lætur sér nægja eitt „fix” á dag þarf reykingamaðurinn nokkur hundruð. Auk þess geta reykingamenn komið eðlilega fram þrátt fyrir eiturfíkn sína. Þetta segir danski læknirinn Philip Tönnesen sem starfar við lungnasjúkdómadeild sjúkrahússins í Gentofte og hefur getið sér gott orð fyrir rannsóknir á reykingum. Hann hikar ekki við að nefna nikótín í sömu andrá og heróín og kókaín. Reykinga- maðurinn er líkamlega háður nikótíni með sama hætti og sumir ánetjast kókaíni og heróíni. Nikótín eykur einbeiting- arhæfni neytandans og virkar örvandi þegar maður er þreyttur. Auk þess dregur nikótín úr óþægilegum kenndum, svo sem streitu, óróleika, kvíða og einmana- leika. Því finna næstum allir, sem reyna að hætta að reykja, að streita eykst. Auk þess finna þeir sem eru lík- amlega háðir reykingum fyrir ýmsum fráhvarfseinkennum. Nefna má eirðarleysi, ótta, reiði, svengd, þunglyndi, hægðatregðu, nikótínþörf, skort á einbeitingu. -Tœnk, 3/93 sem fluttu svartan pipar frá Indlandi verið vísað frá Bandaríkjunum vegna þess að í vörunni var óeðli- lega mikið magn af rottu- og músasaur. Skipin héldu vitaskuld ekki sömu leið til baka til Ind- lands, heldur til Evrópu þar sem eftirlit er ekki jafn strangt og í Bandaríkjunum. Eftirlit með innflutningi krydds til íslands er gloppótt eins og víða annars staðar. Fyrir fáum árum var þó gerð rannsókn á kryddi og í kjöl- farið voru tvær tegundir tekn- ar af markaði vegna þess að talin var hætta á sýkingu af völdum þeirra. Síðan hefur sambærileg könnun ekki verið gerð. Flestar tegundir krydds eru ræktaðar í vanþróuðum lönd- um, gjarna við aðstæður þar sem erfitt er að hafa í heiðri ítrustu kröfur um hreinlæti. Lítil eða engin hætta á að vera á sýkingu vegna örveruinni- halds krydds, sé rétt með það farið. Því er vert að hafa eftir- farandi í huga: . Krydd ber ávallt að sjóða/- steikja með matnum. Bakt- eríurnar drepast við 70-80 gráðu hita. . Forðist að krydda mat eftir að hann er tilbúinn. Bakter- íur þrífast einkar vel í volg- um mat. . Kælið afganga hið skjótasta. Agæt aðferð er að setja þá í skál, kæla í köldu vatni og setja síðan í ísskáp. . Látið kryddaðan mat ekki standa lengi við stofuhita. . Djúpfrysting drepur ekki bakteríurnar. Þegar matur- inn er afþíddur vakna þær til lífsins á ný og dafna . Gott krydd má geyma lengi en með tímanum kemur það niður á bragðinu. Bakt- eríur eiga erfitt uppdráttar í þurru kryddi en þrífast við raka og vætu. MrvTriinAOTAnr: m í ai i Nt YItNUAo lAHh tH 1ALL Aðatverk hf., Bifreiðastillingin, Blikksmiðja Reykjavíkur, Eggert Kristjánsson hf., Hrannargötu 5, Keftavík Smiðjuvegi 40d Súðarvogi 7 Sundagörðum 4 Akraness apótek, Bílasalan Braut sf., Btómastofan Eiðistorgi, Eurocard á íslandi, Suðurgötu 32, Akranesi Borgartúni 26 Eiðistorgi 15 Ármúla 28 Bakarameistarinn Bílaverkstæði Böðvars og Óla, Bón- og þvottastöðin, Sigtúni 3 Ferðaþjónusta Suðurlands, Suðurveri, Stigahlíð 45-47 Drangahrauni 7 Breiðumörk 10, Barbró - veitingar og gisting, Kirkjubraut 11, Akranesi Bílaverkstæði Gísla Hermanns- sonar, Vagnhöfða12 Ceres hf., Nýbýlavegi 12 Davíð S. Jónsson & Co hf., Hveragerði Félagskaup - matvöruverslun, Þingholtsstræti 18 Hafnarstræti 11, Flateyri 14 NEYTENDABLAÐIÐ - Júni 1993

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.