Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.1993, Blaðsíða 10

Neytendablaðið - 01.06.1993, Blaðsíða 10
Nýr starfsmaður NS Spennandi starf fýrir lögfræðing Starfið leggst mjög vel í mig. Ég held að þetta starf sé mjög spenn- andi vettvangur fyrir lögfræðing, ekki síst vegna þess að neytenda- löggjöfin er að verða viðameiri og taka miklum breytingum um þessar mundir, segir Sigríður A. Arnardóttir, nýráðinn lögfræðingur Neytenda- samtakanna og umsjónarmaður með kvörtunarþjónustu samtakanna, í samtali við Neytendablaðið. Neytendasamtökin hafa ekki áður haft lögfræðing í starfs- liði sínu, þótt það hafi um langt skeið verið ósk samtak- anna. Sigríður kom til starfa um miðjan maí og er í fullu starfi. Hún tekur við umsjón með kvörtunarþjónustunni af Elfu Björk Benediktsdóttur, sem lét af störfum nú í vor eftir að hafa starfað hjá sam- tökunum í á sjötta ár. Sigríður er 27 ára gömul og útskrifaðist úr lagadeild Háskóla Islands fyrir tveimur árum. Hún kom til Neytenda- samtakanna frá Innheimtu- stofnun sveitarfélaga, þar sem hún hafði starfað frá því hún lauk laganámi. - Hjá Innheimtustofnun sveitarfélaga hafði ég það hlutverk meðal annars að fylgjast með skilum fyrirtækja á barnameðlagi sem þau höfðu dregið af launum starfsmanna. Markmiðið var að herða þá innheimtu, enda hafði fyrirtækjum áður haldist uppi að liggja með þetta fé, í sumum tilvikum í langan tíma. ■ Greiðsluerfiðleikar - Auk þess sá ég um sam- skipti og samninga við skuldunauta stofnunarinnar. Meðlagsgreiðendur í landinu eru um 12 þúsund talsins og vissulega er nokkuð um að þeir lendi í erfíðleikum sem þarf að leysa. Þú hefur þá komist í kynni við fjárhagserfiðleika fólks sem miklum sögum fer af? - Já, það er óhætt að segja það. Mér fannst fjárhagserfið- leikar fólks fara vaxandi, einkum á þessu ári. Hljóðið hefur orðið þyngra og þyngra í fólki og ég átti mörg samtöl við fólk sem sá enga von. Sumir höfðu enga atvinnu og engin ráð. Svo það er ekki nýtt fyrir þér að rœða viðfólk um hin ýmsu vandamál þess og leit- ast við að leysa úr þeim? - Alls ekki. Reynslan af gamla starfinu kemur mér að góðum notum hér, segir Sig- ríður. Hjá Neytendasamtökunum bíða hennar gríðarlega marg- vísleg mál til úrlausnar, stór og smá. Hún er sem fyrr segir umsjónarmaður kvörtunar- þjónustunnar og jafnframt lögfræðilegur ráðunautur samtakanna. Hún lítur á það sem kost hversu fjölbreytt starfið er. - Aður en ég sótti um þetta starf hafði ég hugsað mér að það gæti verið gaman að starfa fyrir Neytendasamtök- in. Ég bjóst við að starfið yrði fjölbreytt og hef komist á snoðir um að svo er. Það reynir á mörg svið lögfræð- innar og menntunin nýtist mér vel. Starfið er íjörugt og eng- in hætta á að manni leiðist. Þér hefur ekki komið neitt sérstakt á óvart í sambandi við starfið eða sam tökin? - Reyndar kom það mér á óvart hversu félagsmenn eru margir og samtökin sterk. Ég hafði tekið eftir því að samtökin láta mikið að sér kveða í fjölmiðlum og víðar, en ég hafði ekki gert mér grein fyrir því að félagsmenn væru svo margir sem raun ber vitni. ■Neytendaréttur Sigríður stundaði sem fyrr segir nám í lagadeild Háskóla Islands. I öðrum löndum, til dæmis á Norðurlöndum, er neytendaréttur kenndur sér- staklega. Sigríður segir svo ekki vera í lagadeild H.I., enda hafi neytendalöggjöf til skamms tíma verið svo bág- borin hérlendis að ekki hafi verið grundvöllur fyrir því að fjalla sérstaklega um og kenna neytendarétt. Neyt- endalöggjöfm hefur hins veg- ar vaxið mjög á undanförnum misserum. - Ég kem í þetta starf á mjög skemmtilegum tíma. I tengslum við hugsanlega að- ild okkar að EES hefur tals- verður Ijöldi nýrra neytenda- laga tekið gildi og fleiri eru í vændum. Til dæmis um þetta má nefna samkeppnislögin, lög um skaðsemisábyrgð, lög um húsgöngu- og íjarsölu, lög um neytendalán, lög um SigríðurA. Arnardóttir, lögfrœðingur Neytendasamtakanna: Eg er ekki í vafa um að hagur neytenda mun vœnkast með aukinni löggjöf Það er alltaf betra að hafa reglur að styðjast við. pakkaferðir og fleira. Neyt- endaréttur og neytendamál eru mikið til umræðu um þessar mundir og hver veit nema í framtíðinni verði grundvöllur fyrir því að kenna neytendarétt sérstaklega í lagadeildinni. Ég erekki í vafa um að hagur neytenda mun vænkast mjög með auk- inni löggjöf. Það er alltaf betra að hafa reglur að styðj- ast við, segir Sigríður. A hennar könnu verður meðal annars starf ýmissa kvörtunarnefnda sem Neyt- endasamtökin eiga aðild að. Sigríður verður starfsmaður þriggja þeirra: kvörtunar- nefndar um ferðamál, kvört- unarnefndar um starfsemi byggingarverktaka og kvört- unamefndar Neytendasamtak- anna, Kaupmannasamtakanna og SIS. Hún segist telja kvört- unarnefndirnar mjög til bóta fyrir neytendur. - Kvörtunarnefndimar gefa fólki kost á að fá skjóta úr- lausn mála sem ella þyrftu ef til vill að fara fyrir dómstóla. Dómstólaleiðin getur verið bæði kostnaðarsöm og sein- farin. Reynslan er sú að fólk sættir sig við úrskurði nefnd- anna og fylgir þeim. Stefnan er sú að koma á kvörtunar- nefndum á sem flestum svið- um, segir Sigríður. 10 NEYTENDABLAÐIÐ - Júní 1993

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.