Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.1993, Blaðsíða 4

Neytendablaðið - 01.06.1993, Blaðsíða 4
Neytendur allra landa íbúar austurhluta Þýskalands urðufyrir innrás óprúttinna sölumanna eftir að múrinn féll. Mynd: Pressens Bild. Neytendur í þeim hluta Þýskalands sem áður hét Þýska alþýðulýðveldið hafa nú fengið að kynnast mark- aðssamfélaginu með öllum kostum þess - og göllum. Óprúttnir sölumenn hafa Svik og pretlir í austurhlutanum gengið á lagið og prettað hina nýju meðlimi þýska neyslusamfélagsins miskunnarlaust. Neytenda- starf var óþekkt og kannski óþarft í sæluríki sósíalism- ans en er nú að eflast á þessum slóðum og er áhersla lögð á að kynna neytendum réttarstöðu þeirra í nýja samfélaginu. Múrinn féll að vísu í nóvem- ber árið 1989 en stendur þó að vissu marki enn, því að- stæður fólks í austri og vestri eru enn að mörgu leyti mjög ólíkar. í því felst meðal ann- ars að þekking neytenda í austurhlutanum á réttindum og skyldum manna í velferð- Innan skamms verður úr því skorið í Svíþjóð hvort áfram verði heimilt að selja þar ”Kinder Sur- prise” egg eða ekki. Neytenda- stofnunin telur að banna beri sölu eggj- anna þar eð dótið inni í þeim sé lífshættulegt fyrir lítil börn. Málið er nú til meðferðar hjá markaðs- dómstólnum. “Kinder Surprise” er hvort tveggja í senn sælgæti og leikfang. Annars vegar er um að ræða súkkulaðiegg. Innan í því eru hinsvegar smáir hlutar sem raða má saman í fígúrur af ýmsu tagi. Hlutarnir eru svo smáir að mikil hætta ertalin á köfnun ef börn gleypa þá. Sam- kvæmt sænskum reglum mega leikföng fyrir börn inn- 4 ar- og neyslusamfélaginu þýska er mjög bágborin. Neytendur, einkum þeir eldri, hafa því orðið óprúttnum sölumönnum auðveld bráð. Þannig hafa gráðugir sölu- menn í akkorði prangað vör- um og þjónustu, til dæmis áskriftum, tryggingum og þess háttar, inn á varnarlitla neytendur og fengið þá til að skrifa undir samninga sem nær ómögulegt er að segja upp. Þessi sölumennska fer gjarna fram við húsdyr. Dæmi eru um að neytendur hafi skrifað undir samninga sem þeim var tjáð að ekki væru bindandi á neinn hátt. Áður en blekið þornar á an þriggja ára aldurs ekki vera svo smá að þau falli ofan í sérstakan hólk sem á að samsvara koki barns. Sænsku reglurnar eru í sam- ræmi við evrópska staðla. Innflytjandi eggjanna og neytendastofnunin hafa tek- ist á í nokkur ár. Samið hefur verið um breytingar á vör- unni og varnaðarorð. En eftir samningnum kemur hið sanna í Ijós. Þá er allt um seinan, neytandinn er fastur í gildrunni og sölufyrirtækin taka til við að innheimta af fullri hörku. Tryggingafélög og fjárfest- ingafyrirtæki hafa meðal ann- arra nýtt sér varnarleysi neyt- endanna og haft af fólki fé. Neytendastarf er enn bág- borið í austurhluta Þýska- lands, sé miðað við það sem fengið hefur að þróast í vest- urhlutanum í áratugi. Almennt hefur neytendastarf orðið fyrir barðinu á niður- skurðarhníf stjórnvalda að undanförnu. Neytendafröm- uðir leggja þó mikla áherslu á að fréttir bárust af dauða barna í Englandi og írlandi og upp komst að innflytjand- inn stóð ekki við gefin loforð um breytingar, ákvað neyt- endastofnunin að fara fram á að sala eggjanna yrði bönnuð. Deilan er býsna snúin og er tekist á um mikla hags- muni. Læknir, sem borið hef- ur vitni fyrir dómstólnum, orðaði viðhorf sitt svona: „Líf barns er meira virði en réttur fyrirtækis til þess að selja tiltekna vöru.“ Seljendur eggjanna halda því hins vegar fram að engin hætta sé á ferðum. Hart er deilt um tilverurétt súkkulaðieggjanna/leikfang- anna á sœnskum markaði. Mynd: Elisabeth Ohlson /Konsumentnytt. að neytendastarf verði eflt svo hjálpa megi neytendum í austurhlutanum að aðlagast hinum nýju aðstæðum. - Rád och Rön, 4/93 Síðasta vígiðfallið Innrás auglýsenda í síðasta griðland sænskra fjölmiðlanot- enda er hafin; auglýs- ingar hafa verið leyfð- ar í útvarpi. Og það sem meira er: aug- lýsendur unnu reglu- gerðarstríðið. I reglunum er meðal annars kveðið á um að bannað sé að koma boðskap auglýsenda á framfæri nema í sér- stökum auglýsinga- tímum . Auglýsingar má ekki senda nema í átta til tíu mínútur á hverja útsenda klukkustund. Sé þáttur kostaður af öðrum en stöðinni sjálfri ber samkvæmt reglun- um að geta þess í upp- hafi og við endi þáttar- ins. Loks eru ákvæði um þátttöku dagskrár- gerðarmanna og frétta- manna í auglýsingum. Talsmenn neytenda vildu ganga mun lengra í reglusmíðinni. Um- boðsmaður neytenda og forstjóri neytenda- stofnunarinnar segist telja eðlilegt að sömu reglur gildi um auglýs- ingar í útvarpi og sjón- varpi. - Konsumentnytt, NEYTENDABLAÐIÐ - Júní 1993 Lífshættulegt leikfang?

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.