Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.02.1997, Qupperneq 2

Neytendablaðið - 01.02.1997, Qupperneq 2
Kvörtunarmál Félagsmenn snúa sér til kvörtunarþjónust- annar þegar á þarf að halda. Fjallað er um nokkur kvörtunarmál á blaðsíðu 4 og 24. Orlofshlutdeild Eitt fyrirtæki hér á landi selur orlofshlut- deild og fjölmargar fyrirspurnir hafa borist frá neytendum um þetta efni. Valdníðsla Nýlega féll dómur í Flæstarétti vegna jöfn- unargjalds á kartöflur og vörur unnar úr þeim. Flæstiréttur dæmdi meðferð þáverandi landbúnaðarráðherra á gjaldinu ólögmæta. Kaup á tölvum og prenturum Heimilistölvan verður stöðugt algengari á íslenskum heimilum. Til að auðvelda þeim valið sem ekki hafa þeim mun meira vit á tölvum og eiga í erfiðleikum að gera það upp við sig hvað hentar þeim eru í blaðinu birtar ráðleggingar fyrir byrjendur í tölvuheiminum. Einnig er fjallað ítarlega um tölvuprentara og niðurstöður gæðaprófunar. 5-9 og 18-19 Markaðskönnun: Markaðskönnun Neytendablaðsins á uppþvottavélum leiðir í Ijós að úr mörgu er að moða fyrir þá sem ætla að kaupa sér uppþvottavél. ítarlegar upplýsingar er að finna í miðopnu. 10-13 Fjárhagsráðgjöf að er mikilvægt að leita sér aðstoðar í tíma vegna greiðslu- vanda. Elín Sigrún Jónsdóttir forstöðumaður Ráðgjafar- stofu um fjármál heimilanna segir frá starfsemi stofunnar. 20-21 Húsnæðiskaupin Margs er að gæta ef þú ert að kaupa eða selja fasteign, enda er aleigan oftar en ekki í húfi. 16-17 Uppþvottavélar Gylliboð seljenda Kauptu núna og borgaðu seinna. Þetta er heilræði sem margir seljendur gefa neytendum. Og bankarnir láta ekki sitt eftir liggja með æ lengri raðgreiðslum dótturfyrir- tækja þeirra, kortafyrirtækjanna. Og íslend- ingar sem ætíð hafa verið kaupglaðir bregð- ast vel við áskoruninni. Nú er það að sjálfsögðu svo að það er neytandinn sem ákveður hverju sinni hvað hann vill kaupa og á hvaða kjörum. Og Neytendasamtökin telja það ekki í sínum verkahring að hafa vit fyrir fólki. En samtökin telja eðlilegt að gera kröfur um að upplýs- ingar um gylliboð í auglýsingum standist. Jafnframt að þar komi fram nauðsynlegar upplýsingar svo neytandinn geti grundvallað kaup sín með skynsamlegu mati. A næstu blaðsíðu er sagt frá auglýsing- um Brimborgar um „fislétta fjármögnun" vegna bifreiðakaupa. Flestum þóttu þær aug- lýsingar sem Brimborg birti í upphafi þessarar auglýsingalotu óvenju ó- svífnar. Og þótt Brimborg hafi breytt þessum aug- lýsingum eru þær að mati Neytendasamtakanna ófullnægjandi, þar sem mikilvægar upplýsingar koma aðeins fram í smáa letrinu. Nú hafa sumar ferðaskrifstofur ákveðið að bjóða neytendum að fara í sumarleyfis- ferð og skipta afborgunum á næstu þrjú árin. Þetta kallar ein ferðaskrifstofan „flug- léttar“ afborganir. Við nánari athugun Neyt- endablaðsins kemur í Ijós að fjórðungur þeirrar upphæðar sem neytandinn þarf að greiða er lánskostnaður. Fyrir heimili sem á erfitt með að ná endum saman getur slíkt varla kallast „flugléttar" afborganir. Hér er einfaldlega um að ræða óhagstæðan láns- samning fyrir neytandann. Neytendasamtökin minna á þá staðreynd að auknir lánsmöguleikar bæta ekki lífskjör þjóðar, hins vegar hefur mörgum einstak- lingnum orðið hált á því svelli. Þetta á ekki síst við um okkur íslendinga, en á undan- förnum árum hafa ítrekað komið fram skuggalegar tölur um greiðsluvanda ís- lenskra heimila. Neytendasamtökin telja ástæðu til að neytendur gjaldi varhug við gylliboðum eins og þeim sem nefnd eru hér að ofan. Að minnsta kosti er rétt að skoða vandlega til- boðið og kostnaðinn sem er því samfara áður en menn gera upp hug sinn. Jóhannes Gunnarsson Tímarit Neytendasamtakanna, Skúlagötu 26, 101 Reykjavík, s. 562 5000, grænt númer 800 6250. Netfang: neytenda@itn.is og heimasíða á Internetinu: http://www.itn.is/neytenda Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jóhannes Gunnarsson. Myndir: EinarÓlason. Prófarkalesari: Fiildur Finnsdóttir. Umbrot: Blaðasmiðjan. Prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Pökkun: Bjarkarás. Upplag: 21.500. Blaðið er sent öllum félagsmönnum í Neytendasamtökunum. Ársáskrift kostar 2.000 krónur og gerist viðkomandi þá um leið félagsmaður i Neytendasamtökunum. Heimilt er að nota efni úr Neytendablaðinu í öðrum fjölmiðlum, sé heimildar getið. Upplýsingar úr Neytenda- blaðinu er óheimilt að nota í auglýsingum og við sölu, nema skriflegt leyfi ritstjóra liggi fyrir. Neyt- endablaðið er prentað á umhverfisvænan pappír. 2 NEYTENDABLAÐIÐ - Febrúar 1997

x

Neytendablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.