Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.02.1997, Blaðsíða 22

Neytendablaðið - 01.02.1997, Blaðsíða 22
Hæstaréttardómur Valdníðsla ráðherra Sagt er að þegar Evrópumenn uppgötvuðu tvær nytjajurtir indíána í Ameríku, kartöflur og tó- bak, þá hafi tekið skamman tíma að kenna neyslu tóbaks, en ára- tugir hafi liðið þangað til kartaflan náði almennri útbreiðslu. I sumum tilvikum hafa menn umgengist þennan jarðávöxt, kartöflur, með þeim hætti að allt er gert til að auðvelda fólki neyslu hans, en hér á landi hefur brugðið svo við að stjórnvöld hafa iðulega haldið uppi vanhugsuðum sölu-, dreifingar- og verndaraðgerðum sem dregið hafa úr neyslu á kartöflum og gert þær dýrari fyrir neytendur. Þá þurfti mikla baráttu Neytendasamtakanna fyrir rúmum áratug til að koma í veg fyrir að neytendum væru á hverju ári boðnar til sölu kartöflur frá þáverandi einokunarverslun með kart- öflur, sem vart voru hæfar til manneldis. Neytendasamtökin hafa því ítrekað þurft að hafa afskipti af kartöflumálum. Neytendasamtökin gagnrýndu lengi sölu- kerfi á kartöflum og tókst að losa lands- hienn við Grænmetisverslun landbúnað- arins, sem hafði um árabil einokun á sölu og dreifingu kartaflna. Aður en til þess kom þráuðust stjórnvöld þó við og þrátt fyrir það að Grænmetisverslunin flytti inn óætar kartöflur, sem ekki voru taldar hæfar til manneldis, héldu stjórnvöld samt verndarhendi yfír einokunarfyrir- tækinu. Neytendasamtökin gengust fyrir undirskriftasöfnun og yfir 20 þúsund neytendur skrifuðu undir á örfáum dög- um. Neytendasamtökin fóru auk þess fram á það við neytendur að þeir hættu að kaupa kartöflur og urðu þeir við þeirri áskorun. Forystumenn Neytendasamtakanna á þeim tíma fóru á fund þáverandi land- búnaðarráðherra og fóru fram á breyting- ar og afhentu honum undirskriftirnar, en hann brást við með þeim hætti að gera talsmönnum neytenda grein fyrir því að þeir væru lítt velkomnir í hans vistarver- ur. Þáverandi forsætisráðherra tók tals- mönnum Neytendasamtakanna hins veg- ar vel og þegar honum hafði verið gerð grein fyrir hversu slæmt ástandið var sagðist hann ætla að stækka eigin kart- öflugarð um helming. Önnur úrræði höfðu stjórnvöld ekki. Mótmælin og eft- irfarandi aðgerðir höfðu þó þau áhrif að Grænmetisverslun landbúnaðarins var lögð niður neytendum til góðs. Landbúnaðarráðherrann þáverandi, Jón Helgason, freistaði þess nokkru síðar að fá sett innflutningsbann á landbúnað- arvörur og vörur unnar úr þeim nema til kæmi leyfi landbúnaðarráðuneytisins, en samstarfsflokkurinn í ríkisstjórninni treysti sér ekki til að ganga svo langt op- inberlega, enda segist sá flokkur berjast fyrir frelsi einstaklingsins og frjálsum viðskiptum. Af þeim sökum gripu þeir Jón Helgason og þáverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, báðir þingmenn fyr- ir Suðurlandskjördæmi, til jiess ráðs að lagt yrði sérstakt jöfnunargjald á kartöfl- ur og vörur unnar úr þeim, sem gæti numið allt að 200%. Ekki sæmir að minna á að lögin voru sett til að vernda sérhagsmuni framleiðenda í kjördæmi þessara ráðherra og þessvegna er það ekki gert. Ólög sett Arið 1986 lagði Jón Helgason fram stjórnarfrumvarp sem heimilaði honum að leggja allt að 200% álag á tollvirði innfluttra búvara og vara unnum úr þeim. I meðförum Alþingis var þessu breytt enda áttuðu menn sig á því að annars hefði landbúnaðarráðherra vald á inn- flutningi allra lífsnauðsynja til manneldis auk ýmissa annarra hluta. Breytingin fólst í því að orðin „kartöflur og vörur unnar úr þeim“ komu í staðinn, enda yf- irlýst að það hefði hvort sem er verið ætl- un ríkisstjórnarinnar að vernda sérstak- lega innlenda framleiðslu gagnvart inn- flutningi á kartöflum. Landbúnaðarráð- herra var alfarið falin framkvæmd þess- arar skattlagningar. í greinargerð með frumvarpinu sagði að vegna náttúrufars og legu landsins væri ekki unnt að tryggja nægjanlegt vöruframboð allt árið á vissum tegundum búvara, t.d. garð- ávöxtum og kartöflum. Þessvegna yrði að flytja þessar vörur inn en í ýmsum til- vikum væru þær greiddar verulega niður af stjórnvöldum í heimalandinu. I um- ræðum um inálið á Alþingi var það ítrek- að tekið fram af talsmönnum ríkisstjórn- arinnar, sérstaklega landbúnaðarráðherra, að einungis væri verið að fara fram á þessa skattlagningu til að mæta niður- greiðslum erlendis frá og þessi skattur mundi ekki leiða til verðhækkana fyrir neytendur. Vöruverð hækkar Eftir Jón Magnússon varaformann NS Fljótlega kom í ljós eftir að kartöflufrum- varpið var orðið að lögum að ekkert mark var takandi á yfirlýsingum land- búnaðarráðherrans um málið á Alþingi. 22 NEYTENDABLAÐIÐ - Febrúar 1997

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.