Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.02.1997, Qupperneq 21

Neytendablaðið - 01.02.1997, Qupperneq 21
Það er erfitt að gera öllum skuldunautum til hœfis, þegar tekjur duga ekkifyrir skuldum. Ástæður vandans Ljóst er að ástæður greiðsluerfiðleika heimilanna eru margþættar. Orsakir fjár- hagserfíðleika má m.a. rekja til lántöku umfram greiðslugetu, tekjulækkunar, at- vinnuleysis, óráðsíu í fjármálum, veik- inda og gylliboða á lánamarkaði. Nýjustu dæmin um gylliboð um kaup á afborgun- um eru nýjar tegundir bfla- og ferðalána. Tilboðsgjafamir spyrjast ekki alltaf fyrir um greiðslugetu lántakenda heldur biðja um ábyrgðir. Bflalánin sem nú tíðkast eru glöggt dæmi um slík vinnu- brögð. Dæmi em um að eignalaust fólk fái lán fyrir öllu andvirði bflsins. En það er langt frá því að kapphlaupið í neyslusamfélaginu sé eina orsök þess hvernig komið er fyrir mörgum fjöl- skyldum í fjármálunum. Lág laun, þannig að fólk hefur ekki fyrir lágmarks- framfærslu, em því miður alltof algeng, sem leiðir til þess að fjölskyldur lenda í fjárhagserfiðleikum þrátt fyrir aðhald og útsjónarsemi. Tillögur til lausnar Hverjar svo sem ástæðurnar em fyrir fjárhagserfiðleikunum reynir fjárhagsráð- gjafinn að finna leiðir til lausnar í sam- vinnu við fjölskylduna. Ef litið er á fyrstu 304 umsóknirnar hjá Ráðgjafarstofu hafa tillögur til lausn- ar á vanda einstakra umsækjanda verið eftirfarandi: ■ Aðstoð félagsmálastofnana... 13 4,3% ■ Frjálsir nauðasamningar .10 3,3% ■ Frjáls sala eigna .25 8,2% ■ Nauðungarsala eigna .16 5,3% ■ Skuldbreyting lána .74 24,3% ■ Frysting lána . 5 1,6% ■ Þvingaðir nauðasamningar.. . 3 1,0% ■ Gjaldþrot .18 5,9% ■ Skuldbreyting/frysting lána/ frjáls sala eigna .97 31,9% ■ Skuldbreyting/aðstoð félagsmálastofnana .10 3,3% ■ Annað (sambland af ofan- greindu og að kalla til ábyrgðarmenn) .33 10,9% Það er mat Ráðgjafarstofu að þegar öll úrræði og góð ráð em frátalin þá sé sú þjónusta að aðstoða fólk við að draga upp heildarmynd af stöðunni mesta hjálpin sem unnt er að veita. Ekki aðeins fyrir umsækjendur heldur ekki síður lán- ardrottna og þá sem næstir standa þeim sem eru í vanda. Einkennandi er að flestir sem komið hafa til Ráðgjafarstofu hafa á undanförn- um ámm átt í erfiðleikum með að horfast í augu við staðreyndir málsins. Þeir hafa leyst sín mál um stundarsakir með nýrri lántöku og skuldbreytingum án þess að reikna dæmið til enda. Það hefur því ver- ið stærsta verkefni Ráðgjafarstofu að setja upplýsingar um raunverulega stöðu niður á auðskiljanlegt form. í flestum til- vikum þekkir fólk ekki staðreyndir um raunverulegar tekjur, skuldir, vanskil, umsamdar afborganir lána og fram- færslukostnað heimilisins. Leitaðu aðstoðar í tíma Það verður aldrei of oft brýnt fyrir fólki að leita sér aðstoðar í tíma. Því fyrr sem leitað er eftir aðstoð í fjárhagserfiðleik- um, þeim mun líklegra er að viðunandi lausn fáist á vandanum. Osturinn er ekki svona dýr w Isíðasta Neytendablaði var sagt frá samanburði á verðlagi í Dan- mörku og á íslandi, dapurlegum samanburði fyrir okkur Islendinga að venju. Þar var m.a. sagt að brauðostur í tilboðum stórmarkaða í Danmörku kostaði 466 kr. kflóið, en hér á landi var sagt að hann kostaði 995 kr. Eins og flestir neytendur hér vita er íslenski osturinn ekki svo dýr. Algengt verð á sambærilegum osti er 719 kr. hér og stundum er hann á tilboði á lægra verði. Neytendablaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. NEYTENDABLAÐIÐ - Febrúar 1997 21

x

Neytendablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.