Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.02.1997, Blaðsíða 8

Neytendablaðið - 01.02.1997, Blaðsíða 8
Tölvukaup stafína, auk þess sem röðun stafa á sum- um þeirra er talsvert önnur en hér. Öðru og betra máli gegnir um forrit sem keypt eru erlendis, þau ganga yfir- leitt ágætlega, enda eru forritapakkar í verslunum hér langflestir erlendir. Flestir vilja eflaust geta notað stýri- kerfi á íslensku, alla íslenska stafi, og fengið leiðbeiningar á íslensku. Að lokum: Spyrðu nákvæmlega út í möguleikana á þjónustu og hjálp, ef eitt- hvað skyldi bila eða þig vanta upplýsing- ar. Þjónustusamningar og skilmálar eru mismunandi. Ófullnægjandi þjónusta og léleg frammistaða í viðhalds-, endurnýj- unar- og viðgerðarmálum eru víða vandamál. Alltaf skal reikna með einhverjum út- gjöldum í sambandi við uppsetningu þegar tölva er keypt. Það er ekki víst að fólk ráði sjálft við alla tæknilega þætti, og raunar líklegra að það þurfi tækniað- stoð. Það er líka sennilegt að kaupandinn þurfi hjálp við vissar uppsetningar og viðbætur og lausnir á vandamálum í framtíðinni. Endursagt, aukið og staðfært af Ólafi H. Torfasyni eftir grein Maria Nöjd í tímariti sænsku neytendasamtakanna, Rád och Rön, nóv. 1996. Skjárinn Því stærri sem skjárinn er, þeim mun meira rými þarf tölvubúnaðurinn og þeim mun loðnari verður myndin (minni upplausn). Algengasta stærð á skjám heimil- istölva er 14-15 tommur (skjástærð tölva og sjónvarpstækja er mæld horn í horn). Nú eru allir skjáir sem fylgja borðtölvum litskjáir. Skjáirnir í „tölvupökkum" verslana eru yfirleitt af allra ódýrustu gerð. Reyndir notendur hafna þeim oft og velja aðra í eigin „pakka". Þeir skjáir sem þreyta augun minnst spegla litið og eru lausir við titring á mynd. Það er einstaklingsbundið hvað fólki finnst góður skjár. Prófaðu þig áfram með því að horfa á skjái af mismunandi stærð, með mismunandi upplausn o.s.frv. Tölvan - kerfisboxið í boxinu er sjálf tölvan: Örgjörvi, vinnsluminni, harðdiskur og annar búnaður. í því er líka eitt eða fleiri disklingadrif og stundum geisladrif. Tölvuboxið getur legið lárétt á borði eða staðið upprétt (turn). Dæmi um vandamál sem geta komið upp: I Forrit eða kerfisbúnaður sem ekki vinna saman t Of lítið minni ► Of lítill harðdiskur I Setja þarf búnað inn í tölvuna Dæmi um vandamál sem geta komið upp: I Erting og/eða þreyta í augum. Prentari Til eru þrjár gerðir af prenturum: Nálaprentarar, bleksprautuprentarar og geislaprentarar. Á bls. 18-19 er ítarlegri umfjöllun um prentara. Dæmi um vandamál sem geta komið upp: • Fullvissaðu þig um að prentarinn sem þú velur vinni með tölvunni og að þú hafir rekil (driver) fyrir hann í hugbúnaði hennar. • f notkun bleksprautuprentara dofna letur eða mynd ekki smám saman þegar liturinn fer að tæmast, eins og I punkta- og geislaprentara, held- ur dettur hann skyndilega út. Best er því að eiga alltaf auka-prenthylki. • Letur og myndir úr bleksprautuprentara eru ekki vatnsheld. • Sumir geislaprentarar menga andrúmsloftið talsvert. Lyklaborö Lyklaborðið er alltaf hluti af „tölvupakkanum". Til er fjöldi mismunandi lyklaborða. Sum hafa sérstakt talnaborð hægra megin, önnur ekki. Sum hafa sérstaka skipanahnappa aukreitis. Athugaðu að lyklaborðið hafi alla íslensku stafina. Fullvissaðu þig um að á því séu hnappar fyrir allar þær aðgerðir sem þú þarft að nota. Það er mjög persónulegt hvers konar lyklaborð fólki finnst þægilegt að skrifa á. Þú skalt prófa lyklaborð í versluninni. Til eru sérstök lyklaborð sem löguð eru eftir hönd- unum. Dæmi um vandamál sem geta komið upp: » Óþægilegt í notkun I Of fáir hnappar Mús IVIúsin er stjórntæki sem þú notar handvirkt á tölvuna. Það eru til margar gerðir af músum, með mismunandi mörgum tökkum, sumar þráðlausar. Venjulegust er sú mús sem sýnd er á myndinni, notuð laus á músa- mottu. Stundum gegna kúla í lyklaborðinu, bendiprik („penni") eða snertiskjár sama hlutverki og mús. Sumir fá verki í hendur við að nota venjulega mús of mikið. Prófaðu hvers konar mús þér hentar best áður en þú velur á milli þeirra. Athug- aðu að margt af því sem gert er með músinni er líka hægt að framkvæma (og oft mun hraðar) með lyklaborðinu íýmsum forritum. Dæmi um vandamál sem geta komið upp: I Líkamleg óþægindi við notkun 8 NEYTENDABLAÐIÐ - Febrúar 1997

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.