Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.02.1997, Blaðsíða 18

Neytendablaðið - 01.02.1997, Blaðsíða 18
Gæðakönnun Tölvuprentarar - blekprentarar og geisla- prentarar Blekprentarar hafa orðið það góðir að undanförnu að þeir slaga nánast upp í geislaprentara. Og þeir eru einnig mikið ódýrari. Auk þess er hægt að prenta út í lit í þeim fyrr- nefndu. En rekstur geislaprentara er ódýr- ari. Greinin hér á eftir byggir á grein úr norska blaðinu „For- brukerraporten“. Hún byggir á gæðarannsókn sem fram- kvæmd var af International Testing, sem er samstarfsvett- vangur neytendasamtaka og -stofnana, aðallega í Vestur- Evrópu. Neytendasamtökin gerðust nýlega aðilar að þessu samstarfi. Uppgefnar kostnað- artölur í greininni eru reikn- aðar af norska blaðinu en hafa verið umreiknaðar í íslenskar krónur. Tölvan verður að passa prentaranum Þegar þú velur þér prentara verður þú að miða við þá tölvu þú hefur eða kaupir. Flestir prentarar eru annað- hvort bara fyrir IBM-sam- hæfðar einkatövur (PC) eða Macintosh. Ef þú ert með PC- tölvu sem aðeins keyrir DOS verður þú að varast GDIAVindows Printing Syst- em-prentara. Fyrir þessa verð- ur þú að hafa Windows. Þú verður einnig að ákveða hvort prentarinn á að geta keyrt út í lit. Ef svo er þá er blekprent- ari nauðsynlegur. Ef þú þarft ekki prentara sem prentar í lit þá fer það eftir notkun hvað borgar sig. Hraði Framleiðendur gera mikið úr hraðanum á prenturum sínum. Við not sérð þú að þeir eru tregari en bjartsýnustu tölur gefa til kynna. Þótt blekprent- arar hafi orðið hraðvirkari hafa geislaprentarar enn vinn- inginn. Hraðinn fer einnig eft- ir fleiri atriðum; hvaða tölvu þú notar, forritinu sem keyrt er út af, hvað skrifað er út og gæðum útprentunar. Útskrift- arhraðinn var mældur með því að keyra út 20 síðna texta- skjal úr Microsoft Word. Að- eins tveir geislaprentarar af átta náðu fimm síðum á mín- útu og flestir blekprentararnir skiluðu minna en þremur síð- um á mínútu. Dýrir í rekstri Dýrt blek í blekprentara getur gert sparnað með kaupum á honum að engu. Tíu textasíð- ur kosta að meðaltali 40 kr. með bleki en 30 kr. með geislaprentaradufti. Ef keyra þarf út meira en 1500 texta- síður á ári (30 síður á viku) borgar geislaprentari sig. Ef lagður er saman innkaups- og rekstrarkostnaður verður geislaprentari ódýrari eftir 10.000 útskriftir, miðað við þá ódýrustu af hvorri gerð. Miðað var við blek og duft viðurkennd af seljanda prent- ara, en hægt er að minnka kostnaðinn með kaupum á öðrum merkjum og endur- vinnslu. Ef þú þarft bara að prenta út í svarthvítu og þarft að nota prentarann mikið, mælir allt með geislaprentara. Gæði prentunar Upplausnin er annað atriði sem framleiðendur benda væntanlegum kaupanda gjarn- an á, en þá er sagt frá punkt- um (dots) á tommu sem prent- arinn gerir á síðuna. Ekki ein- blína á þetta þegar þú metur gæðin á prentuninni. Eins og með hraðann skipta fleiri at- riði skipta þar máli, t.d. hvar punktarnir eru staðsettir á síð- unni og á hvaða hátt prentara- rekillinn (driver) túlkar litina. Litaútskriftir Litaútskriftir eru dýrar og því miður verða margir fyrir von- brigðum með árangurinn sem ekki er í neinu samræmi við verð á litapatrónum. Blek- patrónur duga á 15-75 síður eftir því hve mikill litur er notaður. Verðið á litasíðu er að meðaltali 70 kr. (þegar reiknað er með að litaparóna kostar 3300 kr. og dugar á 45 bls.). Blekprentararnir reynd- ust allir betur þegar gæða- pappír var notaður, miðað við venjulegan pappír. Við rannsóknina voru prentararnir látnir spýta út 5000 síðum. Allir stóðust prófið, en það fundust veik- leikar sem ekki voru í sam- ræmi við verðið. Athugaðu rekilinn Forritin á PC-tölvunni þinni tala ekki beint við prentarann, heldur fara boðin í gegnum rekilinn (driver) sem er í prentaranum. Gæði hans hafa mikið að segja og hafa áhrif á gæði þess sem út kemur. Framleiðendur bæta stöðugt gæði prentaranna og þótt vandamál hafi komið upp í rannsókninni gæti verið búið að betrumbæta það. Til að vera öruggum megin þarft þú alltaf að spyrja hvort prentar- inn sé með nýjustu útgáfu af prentarareklinum. Pappír og fleira Auk þess að prenta út á venjulegum og endurunnum 18 NEYTENDABLAÐIÐ - Febrúar 1997

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.