Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.02.1997, Blaðsíða 24

Neytendablaðið - 01.02.1997, Blaðsíða 24
Nýlega féll úrskurð- ur í Úrskurðar- nefnd í vátrygginga- málum sem vekur upp þær spurningar hvort tjónþolar fái í mörgum tilvikum ekki fjártjón sitt bætt að fullu, þrátt fyrir að þær eignir sem fyrir tjóni urðu hafi verið tryggðar og að viðkom- andi tryggingafélag hafi viðurkennt bóta- skyldu vegna tjónsins. Aðeins hluti af tjóni bætt í þessu máli höfðu flísar dottið af vegg í baðherbergi vátryggingartaka, en tveir aðrir veggir í baðherberginu voru einnig flísalagðir með samskonar flísum. Trygg- ingafélagið bauð bætur sem samsvaraði kostnaði við að flísaleggja aftur vegginn sem flísarnar duttu af. Mál- ið reyndist hins vegar ekki vera svo einfalt því sam- bærilegar flísar voru ekki lengur fáanlegar og því nauðsynlegt að skipta um flísar á öllum veggjum bað- herbergisins til að það hefði samstætt útlit. Tryggingafé- lagið neitaði hins vegar að greiða fyrir meira en sem nam tjóni á þeim vegg þar sem flísarnar hrundu, með vísan til tryggingaskilmála, en hér var um að ræða hús- eigendatryggingu. Urskurð- arnefndin tók undir rök- stuðning tryggingafélagsins og komst að þeirri niður- stöðu að túlka yrði skil- málana svo að einungis bæri að bæta tjón á þeim hluta húseignar vátrygging- artaka sem fyrir tjóni varð, þ.e. vegginn sem flfsarnar hrundu af. Vátryggingartak- inn þurfti því sjálfur að bera kostnaðinn af því að flísa- leggja aðra veggi í baðher- berginu. Svipuð álitaefni hafa komið upp þegar hluti af heild verður fyrir tjóni. Sem dæmi má nefna þegar sófi í sófasetti eða einn stóll af borðstofusetti verður fyrir tjóni og skipta þarf um áklæði en ekki reynist unnt að fá sambærilegt áklæði og fyrir var, þannig að setja þarf nýtt áklæði á heildina, þ.e. sófasettið eða stólana. í sambærilegum málum hafa tryggingafélögin aðeins greitt hluta af tjóninu, þ.e. þann hluta sem fyrir óhapp- inu varð, eins og ofangreint dæmi frá Úrskurðarnefnd- inni sýnir. Svipuð álitaefni hafa ekki komið fyrir dóm- stóla og því ekki enn reynt á þessa verklagsreglu vá- tryggingafélaganna Óeðlilegar verklagsreglur Það er álit Neytendasamtak- anna að ofangreindar verk- lagsreglur tryggingafélag- anna um uppgjör eignatjóna séu mjög ósanngjarnar í garð tjónþola þar sem þær geta leitt til þess að þeir fái ekki tjón sitt bætt að fullu. Þeir tryggingarskilmálar sem reyndi á í máli því sem hér er til umfjöllunar eru að mati Neytendasamtakanna alls ekki nægilega skýrir og því var mjög erfitt fyrir vá- tryggingartaka að gera sér grein fyrir hvað skyldi bætt samkvæmt skilmálunum. Gera verður þá kröfu til tryggingafélaganna að vá- tryggingaskilmálar þeirra séu skýrir þannig að mönn- um sé ljóst hvaða trygging- arvernd þeir eru að kaupa og að skilmálar séu sann- gjarnir. Dýr garðsláttur Asfðasta sumri birtist svohljóðandi auglýs- ing f dagblaði: „Tek að mér að slá garða." Fjölskylda sat uppi með bilaða sláttu- vél en ósleginn garð. Hún tók auglýsingunni því feg- ins hendi og hringdi og spurði hvað viðkomandi tæki á tímann fyrir þessa vinnu. Svarið var 1200 kr. og þótti það sanngjarnt og slegið var til. Skömmu síð- ar birtust tveir ungir menn og hófu sláttinn en þá vildi svo óheppilega til að sláttu- vélin þeirra bilaði einnig. Þeir fóru þvf með hana og komu aftur og luku verkinu og allir voru ánægðir. En þá kom reikningurinn sem hljóðaði upp á 19.671 kr. Þetta fannst fjölskyldunni hátt enda tók það húsbónd- ann venjulega eina og hálfa klukkustund að slá garðinn. Málið fékk farsæla lausn hjá kvörtunarþjónustu Neytendasamtakanna og var reikningurinn lækkaður verulega. Þetta mál sýnir hve nauðsynlegt er að fá skriflegt verðtilboð þegar leitað er eftir þjónustu, ann- ars er nánast verið að gefa út óútfyllta ávísun.

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.