Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.02.1997, Blaðsíða 17

Neytendablaðið - 01.02.1997, Blaðsíða 17
Uppsögn söluumboðs í 4. tbl. Neytendablaðsins á síðasta ári var greint frá erindi Neytendasamtakanna til Sam- keppnisstofnunar vegna ósanngjarnra samningsskil- mála í söluumboði Félags fasteignasala um einkasölu og uppsögn á henni. Samkeppn- isráð tók undir það álit Neyt- endasamtakanna að þessir samningsskilmálar brytu í bága við samkeppnislög, þar sem þeir heimiluðu fasteigna- sala að krefjast sölulauna al- veg án tillits til þess hvort vinna hefði verið lögð í söl- una eða ekki, nema gerð væri skrifleg uppsögn með 30 daga fyrirvara. Nú er unnið að breytingum á skilmálunum í samræmi við óskir Neytendasamtakanna og verða þær kynntar í Neyt- endablaðinu þegar þær liggja fyrir. Ástand fasteignar og tryggingar Það getur verið erfitt að meta ástand fasteignar, sérstaklega þegar um eldri fasteignir er að ræða. Mörg af þeim atriðum sem skoða þarf er einungis á færi faglærðra manna að kanna og því mikilvægt að fólk fái sérfróða aðila til að gera úttekt á fasteigninni áður en gengið er frá kaupum. Spyrjast verður fyrir um við- hald sem framkvæmt hefur verið á húseigninni og óska eftir staðfestingu á því að það hafí verið framkvæmt. Sá fjöldi dómsmála sem gengið hefur um galla í fasteigna- kaupum sýnir að verulega skortir á að fólk fái fullnægj- andi upplýsingar um ástand fasteigna. Þegar keypt er fasteign í smíðum er mikilvægt að samningar séu ítarlegir þannig ljóst sé í hvaða ástandi á að selja fasteignina. Hafa ber hér í huga að ekki eru tök á að skoða eign fyrr en löngu eftir að kaup eru gerð. Staðlaðir samningar vegna kaupa á fasteign í smíðum eru ekki til en mælt er með því að vísa til ÍST 30 í verksamningi en það er staðall sem inniheldur út- boðs- og samningsskilmála fyrir verkframkvæmdir. Staðlaráð íslands hefur gefið út minnislista fyrir þá sem hyggjast kaupa nýja fasteign og er þar bent á fjölmörg at- riði sem huga þarf að. Staðal- inn og minnislistann er hægt að fá hjá Staðlaráði Islands og eins hjá Neytendasamtökun- um. Nauðsynlegt er að bygg- ingaraðili leggi fram trygg- ingar fyrir því að samningur verði efndur að fullu og að kaupandi verði ekki fyrir tjóni ef byggingaraðilinn lendir í rekstrarerfiðleikum eða gjald- þroti. Kaupandi skal varast að greiða meira en sem nemur því sem verkinu miðar áfram. Gallar í fasteign Ef vart verður við galla í fast- eign sem kaupandi telur sig ekki hafa vitað um þegar eignin var keypt verður hann að gera seljanda strax viðvart. Ástæða er til að minna á að skoðunarskylda kaupanda er mjög rík. Öruggast er að til- kynna um galla í ábyrgðar- pósti eða með öðrum tryggum hætti þannig að ljóst sé að yfir gallanum hafi verið kvartað. Þegar ágreiningsmál, svo sem vegna galla, koma upp milli seljanda og kaupanda er eðli- legt að fasteignasali reyni að leita sátta milli aðila þannig að sameiginleg lausn fínnist. Lögmenn hafa starfsábyrgðartryggingar w Idag barst skrifstofu Lög- mannafélags íslands ljósrit af blaðsíðu 3 úr desember- hefti neytendablaðsins, þar sem m. a. var fjallað um „starfsábyrgðir“. Rétt þykir að gera eftirfarandi athuga- semdir við þá umfjöllun. 1. Eins og orðalagi er háttað í greininni mætti ætla að ýmsar tilgreindar starfs- stéttir bæru ekki almennt ábyrgð á hugsanlegum mis- tökum í störfum sínum. Væntanlega er með hugtak- inu „starfsábyrgðir“ átt við starfsábyrgðartryggingar. 2.1 greininni eru lögmenn tilgreindir sem ein þeirra stétta sem ekki eru með starfsábyrgðartryggingar. Það er rangt. Frá og með 1. janúar 1996 ber öllum lög- mönnum að hafa starfs- ábyrgðartryggingar nema þeir njóti lögbundinnar und- anþágu frá þeirri skyldu eða hafi sótt um og fengið slíka undanþágu. Skyldutrygging þessi var lögfest með lögum nr. 24/1995, sem að því er starfsábyrgðartryggingar og fjárvörslureikninga varðar voru sett að frumkvæði Lög- mannafélags íslands, eftir allítarlegar umræður þar um innan félagsins a.m.k. frá ár- inu 1992. Ég leyfi mér að óska eftir að þessar athugasemdir verði birtar í næsta tölublaði Neyt- endablaðsins. Virðingarfyllst Marteinn Másson, framkvæmdastjóri Neytendablaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. NEYTENDABLAÐIÐ - Febrúar 1997 17

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.