Neytendablaðið - 01.09.1997, Blaðsíða 2
n> /
' Tryggðarkort
Umboðsmenn neyt-
enda á Norðurlöndum,
að íslandi undan-
skildu, hafa sett leið-
beinandi reglur um
tryggðarkortakerfi. Um
þetta er m.a. fjallað á
bls. 3
í umfjöllun Birgis
Guðmundssonar
hagfræðings á ís-
lenska bankakefinu
er dreginn upp
ófögur mynd af ís-
lenska bankakefinu
X Persónu-
' upplýsingar
Fjölmargar upplýsingar
eru skráðar um ein-
staklinga. Ef ekki væru
í gildi reglur um hvað
má skrá og hvernig má
nýta upplýsingarnar,
væru ýmsir möguleik-
ar, t.d. fyrir óprúttna
sölumenn.
Barnabílstólar
Barnabílstólar eru lífsnauð-
synlegur öryggisbúnaður.
En það er ekki nóg að hafa stól-
inn í bílnum, hann verður einnig
að festa á réttan hátt. Ný gæða-
könnun sýnir einmitt að þetta er
stærsta vandamálið, það er ein-
faldlega of flókið að festa stóln-
um í bílinn. í blaðinu erfjallað í
ítarlega um barnabílstóla, gæði,
verð og markað.
10-13
Internetið
Internetið er sífellt ríkari þáttur í lífi og heimilshaldi. ítarleg um-
fjöllun í blaðinu ætti að auðvelda rétta notkun á Internetinu.
16-20
Skattlagning íbúðarhúsnæðis
Ríki og einkum sveitarfélög innheimta fjölmarga skatta af
íbúðareigendum og -byggjendum. En hvaða skattar eru
þetta og hve háir eru þeir í einstökum sveitarfélögum.
6-9
Móðurmjólkin er best
En hún dugar hins vegar ekki alltaf fyrir börnin okkar og þá
þarf að nota ungbarnaþurrmjólk. Neytendablaðið hefur
kannað markaðinn.
14-15
CE - merkið sem ekki
er hægt að treysta
CE-merkið blasir víða við á vörum, á leik-
föngum, rafmagnsvörum, hjálmum, barnabíl-
stólum og mörgu öðru. Fjölmargir neytendur
telja CE-merkið sérstakt gæðamerki og að vör-
ur sem það bera hafi farið í gegnum sérstakar
prófanir og að þær uppfylli fjölmargar kröfur
sem gera verði til að tryggja öryggi og gæði. En
því miður, svo er alls ekki raunin.
Tilurð merkisins er í raun ekki vegna neyt-
enda, heldur vegna framleiðenda og eftirlitsað-
ila. Og í mesta lagi segir merkið aðeins eitt,
framleiðandinn lofar að varan uppfylli evrópsk-
ar lágmarkskröfur og þar með er varan lögleg
hvar sem er á EES-svæðinu. Að loforð fram-
leiðanda standist er svo eftirlitsaðila í hverju
landi að fylgja eftir. Vandamálið er hins vegar
tvíþætt. í fyrsta lagi er eftir-
litið eins og dropi í hafinu
og ekkert land hefur á að
skipa slíku eftirliti sem í
raun er þörf á. í öðru lagi er
mikið svindlað með merkið
og hefur verið fullyrt að 20-
50% allra CE-merktra vara
sem eru til sölu séu rangt
merktar. Sérfræðingar hjá
sænsku neytendastofnun-
inni fullyrða að 30% þeirra vara sem eru CE-
merktar uppfylli ekki þær kröfur sem gerðar
eru.
í mörgum tilvikum er um að ræða vörur sem
framleiddar eru í öðrum löndum, t.d. í A-Asíu.
Þar taka framleiðendur mismikið mark á
evrópskum reglum og hika ekki við að láta
merkið á vöruna til að koma henni á Evrópu-
markað þó svo að viðkomandi vara uppfylli ekki
kröfurnar. Og þetta snýst ekki bara um vörur
sem seldar eru á lágu verði á stöðum eins og
t.d. Kolaportinu. Vörur sem seldar eru í viður-
kenndum verslunum og stórmörkuðum eru ekki
síður undir þessa sömu sök settar.
Viðskiptalífið í Evrópu hefur verið áhuga-
laust gagnvart þessu vandamáli og það þrátt
fyrir að hér er ekki síður um þeirra hagsmuni
að ræða. Nýverið þurfti t.d. IKEA að afturkalla
140.000 leikföng úr verslunum sfnum víða um
heim. Leikföngin sem voru með CE-merki
reyndust hættuleg. Slík innköllun kostar miklar
upphæðir, auk þess sem þetta getur vart talist
góð auglýsing.
Það er deginum Ijósara að á meðan eftirlitið
er með þeim hætti sem það er í dag gengur
þetta kerfi ekki upp. Og þó svo að benda megi
á að þegartil lengri tíma sé litið geri CE-merkið
framleiðendur og innflytjendur meðvitaðri um
öryggiskröfur, þá er merkið til skemmri tíma litið
misheppnað og fyllir neytendur falskri öryggis-
kennd.
Jóhannes Gunnarsson
Tímarit Neytendasamtakanna, Skúlagötu 26, 101 Reykjavík, s. 562 5000, grænt númer 800 6250.
fax 562 4666 Netfang: neytenda@itn.is og heimasíða á Internetinu: http://www.itn.is/neytenda
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jóhannes Gunnarsson. Myndir: Einar Ólason. Prófarkalesari:
Hildur Finnsdóttir. Umbrot: Blaðasmiðjan. Prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Pökkun: Bjarkarás.
Upplag: 20.000. Blaðið er sent öllum félagsmönnum í Neytendasamtökunum. Ársáskrift kostar
2.000 krónur og gerist viðkomandi þá um leið félagsmaður í Neytendasamtökunum. Heimilt er að
nota efni úr Neytendablaðinu í öðrum fjölmiðlum, sé heimildar getið. Upplýsingar úr Neytenda-
blaðinu er óheimilt að nota í auglýsingum og við sölu, nema skriflegt leyfi ritstjóra liggi fyrir. Néyt-
endablaðið er prentað á umhverfisvænan pappír.
2
NEYTENDABLAÐIÐ -September 1997