Neytendablaðið - 01.09.1997, Qupperneq 7
Lækkun húsnæðiskostnaðar
eigandinn þar af leiðandi dregið þá frá
söluverði við síðari sölu. Það er því þýð-
ingarmikið að geyma allar greiðslukvitt-
anir og gildir það sama gildir um eigin
vinnu. Við ákvörðun stofnverðs íbúðar
við sölu ber þó að draga frá eigin vinnu
sem undanþegin hefur verið skatti sam-
kvæmt ofansögðu.
Fasteignagjöld
Þegar íbúðarhúsnæði er fokhelt metur
Fasteignamat ríkisins fasteignamat þess
og er það notað sem álagningarstofn fast-
eignagjalds sem er samheiti ýmissa
skatta og gjalda sem renna í sveitarsjóð.
Fasteignaskattur er lagður á allar
metnar fasteignir nema viðkomandi eign
sé undanþegin fasteignaskatti samkvæmt
Jögum. Fasteignaskattur af íbúðarhús-
næði, þar á meðal sumarbústöðum, er allt
að 1,2% af álagningarstofni sem miðast
við afskrifað endurstofnsverð viðkom-
andi eignar margfaldað með markaðs-
stuðli fasteigna í Reykjavík samkvæmt
matsreglum Fasteignamats nkisins. í
reynd er hver eign þó aðeins metin einu
sinni og síðan er fasteignamatsverð
hennar framreiknað árlega miðað við
breytingar á vísitölu byggingarverðs.
Sveitarstjórnum er heimilt að hækka fast-
eignaskatt um allt að 25 hundraðshluta
og getur skatlurinn því farið í 1,5% af
álagningarstofni ef þessari heimild er
beitt. í Reykjavík er fasteignaskatturinn
þannig 0,421 % af fasteignamatinu en í
Kópavogi og Hafnarfirði er hann
0,375%.
Vatnsgjald er lagt á eigendur fast-
eigna og er því ætlað að standa undir
kostnaði við stofnun og rekstur vatns-
veitu. Vatnsgjald má nema allt að 0,3%
og reiknast af sama álagningarstofni og
fasteignaskattur. Sveitarstjórn er heimilt
að ákveða hámark og lágmark vatns-
gjalds miðað við rúmmál húseigna. Enn-
fremur er sveitarstjórn heimilt að miða
vatnsgjald við fast gjald aukaálags vegna
stærðar fasteignar og/eða notkunar sam-
kvæmt mæli. Vatnsgjald má þó aldrei
vera hærra en 0,3% af álagningarstofni.
1. janúar sl. tóku gildi nýjar reglur um
álagningu vatnsgjalds í Reykjavík. Áður
var gjaldið 0,13% af fasteignamatsvirði
viðkomandi íbúðar og lóðar. Jafnframt
var í gildi ákveðið hámark og lágmark
sem miðaðist við rúmmál húsnæðis. Frá
áramótum greiða allir íbúðareigendur
fast gjald, að fjárhæð 2.000 kr., og
breytilegt gjald sem er 78 kr. á fermetra
íbúðarhúsnæðis.
Holræsagjald er lagt á alla fasteigna-
eigendur og skal því varið til að standa
straum af holræsakostnaði í viðkomandi
sveitarfélagi. Holræsagjald er ákveðið í
reglugerð fyrir hvert sveitarfélag fyrir
sig. Má miða gjaldið við virðingarverð
fasteigna eða við stærð lóða eða við
hvort tveggja. í Reykjavík er það 0,15%
af heildarfasteignamati viðkomandi fast-
eignar, þ.e. af mati mannvirkja ásamt
mati lóðar.
Athuga ber að tekjulágir elli- og ör-
orkulífeyrisþegar geta sótt um lækkun
fasteignaskatts og holræsagjalds til við-
komandi lramtalsnefndar.
Sorphirðugjald er þjónustugjald og
er það mishátt eftir því hvort um er að
77/ að geta búið í eigin húsnœði
þarfað greiða jjölmarga skatta
og gjöld.
ræða íbúðarhúsnæði, atvinnuhúsnæði eða
sumarbústaði. í einstaka sveitarfélögum
hefur sorphirðugjaldinu verið skipt í
sorphreinsunargjald og sorpeyðingar-
gjald. Sorphreinsunargjaldið, sem einnig
er kallað tunnuleiga, á að standa undir
kostnaði við kaup á ruslapokum og/eða
sorptunnum og kostnaði við að fjarlæga
sorpið, en sorpeyðingargjaldið á að
standa straum af kostnaði við urðun
og/eða förgun.
Lóðarleiga (grunnleiga) er greidd fyr-
ir afnot af lóð undir fasteign. í kaupstöð-
um og kauptúnum eru flestar lóðir í eigu
viðkomandi sveitarfélags og greiða fast-
eignareigendur því lóðarleiguna til þess.
Er leigan ýmist ákveðinn hundraðshluti
af fasteignamatsvirði hlutaðeigandi lóð-
ar, ákveðin krónutala á fermetra eða
ákveðið hlutfall af tilteknum dagvinnu-
taxta verkamanna án orlofs í viðkomandi
sveitarfélagi.
Tryggingagjöld
Brunabótaiðgjald. Miklar breytingar
urðu á fyrirkomulagi brunatrygginga
íbúðarhúsnæðis við inngönguna í EES.
Áður fyrr önnuðust Brunatryggingar
Reykjavíkur brunatryggingar íbúðarhús-
næðis í Reykjavík en Brunabótafélag ís-
lands úti á landi, en nú getur fbúðareig-
andi valið hjá hvaða vátryggjanda hann
tryggir. Miðast iðgjaldið við ákveðið
hlutfall af brunabótamatsverði viðkom-
andi eignar. í Reykjavík, þar sem Sjóvá-
Almennar annast tryggingarnar, er ið-
gjaldið 0,14%c.
Viðlagatryggingargjald er 0,275%c
af brunabótamati íbúðarhúsnæðis. Gjald-
ið rennur til Viðlagatryggingar íslands
sem er sjálfstæð stofnun og hefur það
hlutverk að vátryggja gegn beinu tjóni af
völdum náttúruhamfara, svo sem eld-
gosa, jarðskjálfta, skriðufalla, snjó- og
vatnsflóða.
Brunavarnagjald er 0,045%c af
brunabótamati fasteigna og er því varið
til að fjármagna rekstur Brunamálastofn-
unar Islands.
NEYTENDABLAÐIÐ -September 1997
7