Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.09.1997, Qupperneq 16

Neytendablaðið - 01.09.1997, Qupperneq 16
Margmiðlun Internetið Internetið er stærsta upplýsingalind heims, auðvelt í notkun og ger- ist sífellt ríkari þáttur í lífi og heimilishaldi. Það er ekki bara viðbót heldur leysir af hólmi eldri tækni. Hér eru upplýs- ingar um notkun, hag- sýni og varkárni í með- ferð þess. Hvað er í boði? Internetið er tenging á tölvum og gögnum í þeim víðs vegar um heiminn gegnum síma- kerfið. Til að komast í sam- band þarf að kaupa áskrift og fylgir henni hugbúnaður og ýmis þjónusta. Um 20 fyrir- tæki á Islandi veita hana ein- staklingum en aðrir sinna að- eins fyrirtækjum og stofnun- um. Notendum fer fjölgandi með feiknahraða. Intemetið er að taka við sí- fellt Ileiri hlutverkum póst- þjónustu, skóla, afþreyingar og verslunar. Samtök, fyrir- tæki, háskólar, fjölmiðlar, einstaklingar og stjórnvöld ráða yfir hlutum netsins en enginn aðili stjórnar því. Algengustu notkunarsvið netsins eru tvö: Annars vegar geta einstaklingar haft lokuð samskipti og sent gögn sín á milli, texta, myndir, hljóð og hugbúnað. Hins vegar er Ver- aldarvefurinn, opin rafræn upplýsingaveröld sem kom til sögunnar handa almenningi 1991. Fjölbreytni hans eykst hratt á marga vegu. Með Intemettengingu opn- ast strax ókeypis aðgangur að miklu upplýsingamagni á vefnum. Einnig er hægt að kaupa áskriftir að lokuðum tölvukerfum (OLS, On Line Services) sem veita aðgang að sérhæfðari, nýrri eða full- komnari upplýsingum í gagnabönkum, fréttum, spjall- hópum, á málþingum eða að skemmtiefni. Með því að greiða fyrir áskrift að Morg- unblaðinu á netinu fæst t.d. aðgangur að gagnasafni þess mörg ár aftur í tímann og sömuleiðis að nýjustu íþrótta- fréttum, áður en þær birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. ís- lenska útvarpsfélagið og Is- landia standa sömuleiðis að fjölbreyttri þjónustu. Með hljóðmiðlara (real audio) má hlusta á tal, tóna eða önnur hljóð á netinu og nota tölvuna sem símtæki. Ríkisútvarpið setur lesnar fréttir daglega á netið og er unnt að hlýða á þær um allan heim hvenær sem notandan- um þóknast. Þrjár íslenskar útvarpsstöðvar senda alla dagskrá beint um netið, X-ið, FM 95,7 og Rás 2. Vissar venjur og óopinber- ar siðareglur (netiquette) hafa þróast á netinu og er ráðlegt að kynna sér þær til að valda ekki vandræðum eða verða „óvinsæll“ notandi. Keðjubréf eru t.d. bönnuð. Agætt yfírlit um mannasiði og fleira er á heimasíðu Treknet, http://www.treknet.is/reglur-h tm. Einnig er gagnlegt að kynna sér ýmislegt um notk- unarskilmála, siði, varúð, þjónustutakmarkanir og á- byrgð hjá Aknet á Akranesi, http://www.aknet.is/ymis- legt/reglur.htm. Hvað er heimasíða? Heimasíða er heimavöllur þess sem veitir upplýsingar. Hver heimasíða hefur veffang sem notað er til þess að kalla hana upp. A síðunni er að- gangur að efni eigandans og iðulega tenglar á aðrar heima- síður. Á ágætri heimasíðu Hringiðunnar eru tenglar á ís- lenskar síður, sjá http://www.vortex.is/hlekkir. Þar er m.a. aðgangur að upp- lýsingum um bíóin, veðrið, færð á vegum, strætisvagn- ana, Sjónvarpið, textavarpið o.fl. Heimasíða Norræna vef- þjónsins er sérhæft og mjög gagnlegt tæki til að finna efni á norrænum heimasíðum, sjá http://nwi.bok.hi.is. Heimasíðan er yfirleitt ekki vistuð í tölvu þess sem á hana eða annast, nema um stórt fyrirtæki, stofnun eða samtök sé að ræða. Flestar heimasíður einstaklinga eru vistaðar í minnisrými á miðlurum (öfl- ugum tölvum) hjá þjónustuað- ilum Internetsins. Flestir þjónustuaðilar á Islandi bjóða Lærið leit og sparið Netleit (net search) með vefþjóni er nauðsynlegt hjálpartæki til að finna gögn og upplýsingar. Sé slegið inn orð vísar tölvan að bragði (oft eftir fáeinar sekúndur) á alla staði þar sem það kemur fyrir í öllum textum sem veíþjónninn hefur aðgang að í heiminum. Það margborgar sig að eyða nokkrum tíma og fyrirhöfn í að kynna sér leiðbeiningar vefþjónanna (help) því vefsíður skipta millj- ónum. Gagnlegt er að lesa Cheat Sheet á http://www.colosys.net/search, því þar koma aðalatriði leiðbeininga um tímaspam- að skýrt fram. Hér eru nokkur einföld ráð til að þrengja leit svo hún gangi hraðar fyrir sig: • Veldu vefþjón á því sviði sem hentar. Sumir eru aðallega fyrir skemmtanaefni (bíómyndir, tónlist, leiki), aðrir fyrir tölvu- mál o.s.frv. • Ef þú setur orð eða orðasambönd innan gæsalappa birtir vélin aðeins skrár sem inni- halda nákvæmlega þá samsetningu. • Ef þú tengir orð með AND eða + birtir vélin aðeins skrár sem innihalda þau bæði en ekki þær sem hafa annað hvort þeirra. • Þú getur útilokað skrár með því að setja Not eða - fyrir framan orð. Ef þig vantar upplýsingar um „python snakes“ en vilt úti- loka efni með Monty Python geturðu t.d. slegið inn: python NOT Monty. Vefþjónar (search engines) opnir öllum eins og Yahoo, Lycos, Excite, Magellan o.fl. eru margir hverjir sérhæfðir, Infoseek sérhæfir sig t.d. í netföngum, Altavista í málþingum. Norræni vefþjónninn (Nordisk Web Index) styttir leitina að norrænu efni því hann leitar bara á heimasíðum á Norður- löndum, sjá http://nwi.bok.hi.is. Að sumum fullkomnum sérhæfðari þjónum þarf að kaupa áskrift, eins og Electric Library (http://www.elibrary.com) sem veitir að- gang að um 800 tímaritum og 3000 upp- flettiritum, 150 dagblöðum og fréttastofum, m.a. fréttahandritum útvarps- og sjónvarps- stöðva, skýrslum, sérritum í bókmenntum og listum, landabréfum og myndum. 16 NEYTENDABLAÐIÐ -September 1997

x

Neytendablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.