Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.08.1998, Blaðsíða 5

Neytendablaðið - 01.08.1998, Blaðsíða 5
í stuttu máli Öryggi fjölskyldubíla Bílaframleiðendur höfða oft til öryggis bíla sinna í auglýs- ingum. International testing hefur á undanförnum árum fylgst mjög náið með öryggi bíla í samstarfi við samtök bifreiðaeigenda og hefur virt- ur rannsóknaraðili, Euro- NCAP, haft umsjón með þessum rannsóknum. Og ör- yggi bílanna eykst, það kemur í ljós í nýjustu rannsókninni sem gerð var á tólf vinsælum fjölskyldubílum. I árekstraprófuninni reynd- ust þrír bílar bestir, Audi A3, Renault Mégane og VW Golf og fengu þeir fullt hús stiga eða fjórar stjörnur. Sá sem lendir í árekstri á þessum bíl- um á góða möguleika að sleppa án meiðsla. A hæla þessum bílum koma Citroen Xsara, Peugeot 306 og Toyota Corolla með þrjár stjörnur. Sameiginlegt vandamál í þessum þremur tegundum, og raunar líka hinum sex sem slakari einkunn fengu, er að elsta barnið í aftursætinu er ekki nægjanlega öruggt þegar keyrt er á þá frá hlið. Þrír bfl- ar, Daewoo Lano, Honda Ci- vic og Fiat Brava reyndust heldur slakari og fengu tvær stjörnur, en slakastir voru Hyundai Accent, Mitsubishi Lancer og Suzuki Baleno með eina stjörnu. Farþegar í bflum í síðastnefndu tveimur flokk- unum geta verið í verulegri hættu í árekstri. Slakastur var Suzuki Baleno, en þar fór allt á verri veg sem á annað borð gat farið á verri veg. Einnig var rannsakað hve ,vinsamlegir‘ bflarnir eru ef keyrt er á gangandi vegfar- anda. Af fjórum stjörnum mögulegum fengu tveir bflar, Mt: VW Golf Renault Mégane og Audi A3 reyndust öruggustu bílarnir af þeim tólfsem rannsakaðir voru. Peugeot 306 og Renault Még- ane, aðeins eina stjörnu. Hinir bílarnir tíu fengu tvær stjörn- ur. Það er því greinilegt að framleiðendur taka lítið tillit til gangandi vegfarenda þegar bílar eru hannaðir. Niðurstöður þessarar rann- sóknar liggja frammi á skrif- stofu Neytendasamtakanna á ensku, dönsku og fleiri tungu- málum fyrir þá sem hafa áhuga á að skoða þetta betur. Lífræn mjólk til sölu Kristján Oddsson bóndi á Neðri-Hálsi í Kjós með mjólkina góðu. Ljósmynd: Lárus Karl Ingason. Enn eykst framboðið af líf- rænum landbúnaðarvörum. Nú síðast er komin á markað lífræn nýmjólk, en áður var komin lífræn AB-mjólk auk fjölmargra tegunda grænmet- is, kartaflna og fleira. Önnur ,nýjung‘ við lífrænu nýmjólk- ina er að hún er ófitusprengd, en frá því að mjólkurflöskurn- ar voru lagðar af hefur öll ný- mjólk hér á landi verið fitu- sprengd. Fitan leitar því upp á yfirborðið og til að blanda fit- una um alla mjólkina þarf að hrista fernuna vel fyrir notk- un. Aðeins einn bóndi, Krist- ján Oddsson á Neðri-Hálsi í Kjós, framleiðir lífrænu ný- mjólkina, þannig að framboð- ið er enn lítið, en framleiðslan hjá Kristjáni er að meðaltali um 2000 lítrar á viku. Að sögn Einars Matthíassonar hjá Mjólkursamsölunni, sem sér um vinnslu og dreifingu á líf- rænu nýmjólkinni, hefur salan gengið þokkalega. Verðmun- ur er þó talsverður. Leiðbein- andi verð á venjulegri ný- mjólk er 73 kr. en 113 kr. á lífrænu nýmjólkinni, eða 55% hærra, sem er meiri verðmun- ur en gerist í nágrannalöndum okkar. Að sögn Einars er ástæðan fyrst og fremst sú að hér er um að ræða mjög lítið magn, en mjólkursamlög í ná- grannalöndum okkar fram- leiða miklu meira magn líf- rænnar mjólkur. Þannig hafi Mjólkursamsalan þurft að kaupa nýjan tækjabúnað til að vinna lífrænu mjólkina þar sem tækjabúnaðurinn fyrir venjulega mjólk er alltof stór í sniðum fyrir svo lítið magn. Salan á lífrænu AB-mjólk- inni, sem Mjólkurbú Flóa- manna framleiðir, hefur geng- ið mjög vel frá því fram- leiðsla hófst í janúar 1997 og er eftirspurnin meiri en fram- boðið. Það er Pétur Elíasson bóndi á Vestri-Pétursey sem framleiðir þessa mjólk. Að sögn Einars hafa fjölmargir neytendur haft samband og látið þá skoðun í ljósi að líf- ræna AB-mjólkin sé einfald- lega betri en sú venjulega. Um það verður þó hver og einn að dæma. Verðmunur er talsverður en þó minni en á nýmjólkinni. Hálfur lítri af venjulegri AB-mjólk kostar 69 kr. en af lífrænni 93 kr., eða 35% meira. I samtali við Neytenda- blaðið sagðist Kristján á Neðri-Hálsi vera sannfærður um að lífræna mjólkin og raunar öll lífræna framleiðsl- an muni vinna á og ,selja sig sjálf í vaxandi mæli. Auknar umhverfis- og hollustukröfur neytenda ynnu með lífrænum bændum. Það sé hinsvegar sláandi hve illa lífrænar vörur eru kynntar. Margir bændur væru í biðstöðu og vildu sjá hvemig frumherjunum í líf- rænni framleiðslu reiðir af, en einnig hvernig hefðbundinn landbúnaður þróast. Landbún- aðarforystan leggi alla áherslu á eitthvað sem ýmist er kallað vistvænt eða vistrænt, en er ekkert annað en sama varan með öðru nafni. Þetta háttalag landbúnaðarforystunnar tefji eingöngu fyrir þróun lífrænn- ar framleiðslu hér á landi, en það sé einmitt mjög miklvægt að auka bæði eftirspurn og framboð með betri kynningu. Þannig má ná niður fram- leiðslukostnaði með meiri framleiðslu og þar með lægra verði til neytenda. NEYTENDABLAÐIÐ - ágúst 1998 5

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.