Neytendablaðið - 01.08.1998, Side 8
2000-vandinn
Meira
Ekki er seinna vænna
fyrir neytendur aö at-
huga sinn gang vegna
2000-vandans. Hann er
alvarlegur og snertir ekki
bara tölvur heldur alls
konar algengan búnað.
Valt er að treysta á að
.einhverjir aðrir leysi
vandann. 2000-nefndin
íslenska beinir starfi sínu
aðallega að stofnunum
og fyrirtækjum og heimil-
in þurfa sjálf að huga að
sínum ráðstöfunum.
Hver er vandinn?
Tölvan klikkar, ekki er hægt
að forstilla myndbandstækið á
upptöku, öryggiskerfi bregð-
ast, greiðslukort nýtast ekki,
bankar geta ekki greitt út og
fyrirtæki fara á hausinn. Skýr-
ingin: Það eru fyrstu dagarnir
á árinu 2000. Ef allt fer á
versta veg.
Stór hluti af öllum tölvum
og öðrum búnaði með
mál en
tölvukubbum með örgjörvum
(microprocessor) notar aðeins
tvo tölustafi til að reikna ár-
töl, á bilinu 00-99. Árið 1950
vista þær sem 50. Sum tæki
ráða jafnvel aðeins við dag-
setningar á árunum 1980-99,
því einmenningstölvur komu
fyrst fram í byrjun níunda ára-
tugarins. Slíkur búnaður mun
sýna rangar dagsetningar 1.
janúar 2000 og síðar. Þetta
kallast 2000-vandinn (e.
millennium bug). I verstu til-
vikum mun búnaðurinn ekki
virka en í skásta falli aðeins
reikna skakkt. Vandræðin
geta bitnað illa á neytendum
og kostað þá verulegan tíma
og fé. Og fyrirbærið er raunar
þegar farið að valda truflun-
um. Það getur tekið sérfræð-
ing hálfan dag að ganga úr
skugga um hvort PC-tölva
verður starfhæf árið 2000.
Hér er um risavaxið verk-
efni að ræða á heimsvísu.
Stjórnvöld hvarvetna líta á
þetta sem mikið og aðkallandi
vandamál og flest stærri fyrir-
tæki eru komin áleiðis í lausn-
margur
um, en smærri fyrirtæki, fjöl-
skyldufyrirtæki og heimili
virðast mörg grandalaus.
Gallar hjá smærri aðilum í
janúar 2000 gætu haft dóm-
ínó-áhrif og valdið ófyrirséð-
um stíflum eða hruni annars
staðar.
Áætlað er að 2000-aðlög-
unin muni kosta Islendinga
um tvo milljarða króna. Til
dæmis er kostnaður Lands-
banka Islands talinn verða
50-100 milljónir. í banda-
ríska bankakerfinu er áætlað
að aukakostnaður meðalfyrir-
tækis gæti jafngilt 3% af tekj-
um ársins 1997 og þar telja
menn að kostnaður í heild
verði 0,1% af landsfram-
leiðslu. Virtir sérfræðingar
fullyrða að kostnaður muni
víðast hafa neikvæð áhrif á
þjóðarhag og sumir spá al-
mennri efnahagsniðursveiflu í
heiminum vegna 2000-vand-
ans.
Það eykur á vandann að
tölvuþrjótar heillast væntan-
lega af þeim möguleikum sem
gefast til að valda usla kring-
um aldamótin og eru þeir vísir
til þess að reyna að setja í um-
ferð urmul dagsetninga-
vírusa. Þar við bætast áhyggj-
ur innan Evrópusambandsins
af sérstakri ringulreið vegna
þess að evran, nýi ESB-gjald-
miðillinn, verður tekin í notk-
un á þessum tíma.
Ekki bara tölvur
Óvíst er að fólk átti sig á því
hvað örgjörvar eru víða í bún-
aði kringum okkur. I nútíma-
bíl geta til dæmis verið tæp-
lega 40 örgjörvar. Nú munu
vera að minnsta kosti sex ör-
gjörvar á hvert mannsbarn á
jörðinni og hlutfallslega
langtum fleiri í iðnríkjunum
þar sem rafeindatækin eru
flest. Öll tæki með örgjörva
geta ruglast í ríminu um alda-
mótin, faxtæki, hjarta-
gangráðar, myndbandstæki,
umferðarljósastýringar og
leikföng. Vandinn er þegar
farinn að raska daglegu lífi
Vefsetur tengd 2000-vandanum
ísland
Aðalupplýsingasíðan er hjá Rfkiskaupum á vegum Stjómar-
ráðs íslands: http://2000.stjr.is/
Aðrar góðar síður:
• Viðskiptablaðið: ttp://www.visir.is/ifx/vb_serefni?efni=T
• Skýrr hf.: http://www.skyrr.is/2000/
• Hugmót hf.: http://www.hugmot.is/2000/
Erlendis
• Aðalmiðstöð upplýsinga í heiminum („The Year 2000 In-
formation Center“): http://www.year2000.com/
• Evrópusambandið: http://www.ispo.cec.be/y2keuro/
Aðrar góðar síður:
• Bretland: http://www.bug2000.co.uk/
• Bandaríkjastjórn:
http://www.itpolicy.gsa.gov/mks/yr2000/y2khome.htm/
• Microsoft: http://www.microsoft.com/ithome/
topics/year2k/
• Danmörk: http://www.2000parat.dk/
• Svíþjóð: http://www.2000-delegationen.gov.se/ - og:
http://www.sito.se/sekelskiftet/
• Þýskaland: http://www.iid.de/jahr2000/
heldur
fólks. Langtímastöðumælar
við Heathrow-flugvöll í
London neituðu nýlega
greiðslukortum sem eru í gildi
fram á árið 2000 og álitu þau
hafa runnið út árið 1900.
Sé búnaður ekki 2000-til-
búinn geta truflanir komið
fram víða:
• Samfélagsþjónusta: Lög-
regla, umferðarljós, örygg-
iskerfi, sími, gervihnettir og
samgöngustjórn, t.d. flug-
stjóm (talstöðvar, ratsjár,
flugáætlanir og leiðsögn),
bankar, fjármálastofnanir
og tryggingafélög, herlið,
björgunarsveitir, útvarps-
og sjónvarpsstöðvar, heil-
brigðisstofnanir (lækninga-
tæki og stjórnun) og veitu-
kerfi.
• Persónuleg þjónusta: Al-
mannatryggingakerfi (líf-
eyrir, örorkubætur, barna-
bætur), tannlæknar, háskól-
ar, ökuskírteini, launa-
greiðslur, skattar.
• Ymis búnaður: Myndavélar,
lyklaborð, farsímar, sjálf-
virk tæki, bflahlutir.
Heimilistölvan
Vandinn við einmennings-
tölvur á heimilum og í fyrir-
tækjum er einkum bundinn
við PC-tölvur (DOS- og
Windows-stýrikerfi), en
Macintosh-tölvur og aðrar
sem nota Apple-stýrikerfí
geta unnið með ártöl 21. ald-
arinnar. I stóru fyrirtæki í
London uppgötvaðist nýlega
að 95% af tölvunum sem
keyptar voru 1996 reyndust
ekki 2000-tilbúin.
Tveir þriðju heimila á
landinu eiga einmennings-
tölvu. Mest er hætta á vanda-
málum í gömlum PC-tölvum
og ekki borgar sig að endur-
nýja þær elstu vegna þessa
eins. Nýrri útgáfur (t.d. með
486-örgjörva og yngri) kostar
oft lítið að undirbúa fyrir árið
2000. Áfram verður unnt að
nota óbréyttar PC-tölvumar
gömlu fyrir ritvinnslu, leiki
og annað þar sem dagsetning
8
NEYTENDABLAÐIÐ - ágúst 1998