Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.08.1998, Qupperneq 18

Neytendablaðið - 01.08.1998, Qupperneq 18
Gæða -og markaðskönnun Stillimyndin segir meira en mörg orð Iþrjátíu ár eða lengur hefur sjónvarpið verið eitt hús- gagna á flestum íslenskum heimilum. A þessum árum hafa neytendasamtök fylgst gjörla með þróuninni og hafa með reglubundnum hætti fylgst með gæðum sjónvarpa. Framleiðendur hafa heldur ekki notað tímann til einskis; tæknilega verða sjónvörpin stöðugt betri og gæðin eru oft- ast svipuð, en það er einmitt niðurstaða nýrrar gæðakönnun- ar IT (Intemational Testing) á stórum, dýrari sjónvarpstækj- um. Þetta ætti að auðvelda val- 1 Verð: A: Staðgreiðslu-, krítarkorta- og af- borgunarverð án vaxta og lántöku- gjalds er það sama. B: Staðgreiðslu- og krítarkortaverð er ið á nýju sjónvarpi, að minnsta kosli þegar um er að ræða þekkt vörumerki. Það er jafn- vel hægt að láta verð ákvarða valið, enda getur ódýrt sjón- varp verið jafn gott og dýrara tæki. En á markaðnum eru einnig önnur vörumerki sem neytendur þekkja ekki eins vel, tæki sem oft em ódýr og sem freistandi er að kaupa. Og hér verða augun að ákvarða valið: Það er best að meta gæðin út frá stillimyndinni. Láttu því kveikja á sjónvarpinu í versl- uninni og skoðaðu hve gott tækið er hvað varðar liti og skil það sama, afborgunarverð án vaxta og lántökugjalds hærra. C: Staðgreiðsluverð er lægra en krít- arkorta- og afborgunarverð án vaxta og lántökugjalds. milli þeirra og hvort línur eru skarpar og beinar. Til að auð- velda þetta birtum við nokkrar myndir sem gott er að nota til að meta myndgæðin. Neytendablaðið hefur kann- að sjónvarpsmarkaðinn hér á landi og það er fullvíst að neyt- endur hafa úr nógu að moða og eins gott að hafa allt á hreinu hvar og hvernig nota á tækið, enda kostar ódýrasta tækið staðgreitt 18.900 kr. en það dýrasta 392.760 kr. Hér er hins vegar um að ræða tvö rnjög ólík tæki, annað 14 tommu ein- óma tæki, en það síðarnefnda 2 12,8% á EURO-raðgreðslum, 12,9% á VISA-raðgreiðslum. 3 Abyrgð á myndlampa í Philips- sjónvörpum er 5 ár. Línustefna segir til um hœfi- leika tœkisins til að sýna rétta liti og mynd. Galli sem sést á þessari mynd kemur greini- lega fram í hornum stilli- myndarinnar, þar sem litalín- ur (rauð, grœn og blá)falla ekki saman, þannig að hvítu línumarfá litaðar brúnir. Slœm línustefna getur haft í för með sér að litirnir verða þrír í stað eins (hvítt). 56 tommu breiðmyndatæki í víðómi. En það er ekki bara stærð sjónvarpsins sem skiptir máli. Hvernig á hljómburður- inn að vera; einóma (mono), í víðóm (nicam-stereo), eða jafnvel „heimabíó“ (með dolby-prologic magnara og fimm hátölurum, þar af tveim bakhátölurum). Breiðmynda- tæki (wide-screen, stærðarhlut- fall 16:9 í stað 4:3) sækja á, þó fullyrða megi að þau eigi eftir að lækka verulega í verði í framtfðinni, enda nýkomin á markað og seld á háu verði núna. Þessi tæki eru oftast stór með 28 tommu skjá eða meira, en þó eru lramleidd allt niður í 14 tommu tæki í stærðarhlul- föllum 16:9 en slík tæki fund- ust ekki í verslunum hér, en eitt 16 tommu tæki fæst hér. Þess má geta að sjónvarpsstöðvarn- ar íslensku senda ekki út í breiðmynd, en t.d. sumar gervihnattastöðvar gera það í vaxandi mæli. Að þessu sinni er aðeins hægt að birta hér í blaðinu upplýsingar um 28 tommu og slærri. Þeir félagsmenn sem vilja upplýsingar um minni tæki á markaði hér geta fengið þær á skrifstofu Neytendasamtakanna. Þegar komið er upp í dýrari tæki eru tæknimöguleikar oft margir og mis-gagnlegir. Á tækið að vera með „mynd í mynd“, hve mörg tengi þarf að hafa á tækinu, vilja menn geta Gott Lélegt Litamerkið flytur, eins og nafnið gefur til kynna, litina og sýnir liti og svart/hvítt. Skil milli svart/hvítu og lituðu reitanna eiga að vera bein og skýr. Hér á eftir eru greiðsluskilmálar þeirra fyrirtækja sem könnunin náði til, og ábyrgðartími: Seljendur Verð 1 Stað- greiðslu- afsláttur Vextir Lán- töku- gjald Ábyrgðartími Bræðurnir Ormsson B 10% 13% 2% 1 ár, 3 ár á myndlampa KEA Akureyri C 5-10% 12,9% 2% 1 ár, 3 árá myndlampa Einar Farestveit C 10% 12,9% 3% 3 ár Elko A 12,8% 2) 2% 1 ár, 3 árá myndlampa Faco B 10% 12,9% 2,5% 1 ár Hagkaup A 13,1% 3,5% 1 ár, 3 árá myndlampa Heimilistæki C 5% 12,8% 4% 1 ár 3) Hljómco B 10% 10,8% 2,5% 1 ár Japis A 13% 2,5% 1 ár, 5 ár á myndlampa Ljósgjafinn Akureyri C 5-10% 12,9% 2% 1 ár, 3árámyndlampa Pfaff C 5-7% 12,8% 2% 1 ár, 3árámyndlampa Radíóbær B 10% 12,9% 2% 1 ár, 3 árá myndlampa Radíónaust Akureyri C 5-10% 12,9% 2,5% 1 ár, 3 ár á Daewoo Raftækjaverslun íslands B 5-6% 12,4% 2% 1 ár, 3 ár á myndlampa Sjónvarpsmiðstöðin A 12,8% 2,5% 1 ár, 3 árá myndlampa Smith og Norland A 5% 12,9% 2,5% 1 ár, 3 árá myndlampa 18 NEYTENDABLAÐIÐ - ágúst 1998

x

Neytendablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.