Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.08.1998, Qupperneq 26

Neytendablaðið - 01.08.1998, Qupperneq 26
Eyðir frystir minna rafmagni fullur en hálftómur? Það hefur verið fullyrt í mín eyru að það borgi sig að fylla frystikist- una eða -skápinn með dagblöðum eða vatnsílátum eftir því sem mat- vörum fækkar. Þá sé minna loft í frystinum og orkutap því minna í hvert sinn sem hann er opnaður. Er þetta rétt? Svar Neytendablaðsins: Það borgar sig ekki að fylla frystinn með öðru en matvöru. Þegar frystirinn hefur fryst vörur sem settar hafa verið í hann notar hann jafnmikið rafmagn hvort sem hann er tómur, hálftómur eða fullur. Þess vegna er ekki sparnaður að því að fylla frysti með vatnsílát- um, þvert á móti, því það fer auka- orka í að frysta vatnið. Er hægt að ná tússpennabletti af málaðri hurð? Ég á tvö lítil börn sem aftur og aft- ur hafa náð að krota á ýmsum stöðum í húsinu með tússpennum. Sérstaklega er krot á nýmálaðri hurð amalegt, þetta verður áber- andi blettur sem ég næ ekki af. Er til eitthvert efni sem getur bjargað málinu? Svar Neytendablaðsins: Því mið- ur er mjög líklegt að hurðin beri varanleg merki um listhneigð barnanna þinna. Tússliti er alveg sérstaklega erfitt að fjarlægja af máluðum tréhlutum, meðal annars vegna þess að tússliturinn getur náð efnasambandi við málningu. Trúlega ertu nú þegar búin að reyna með mismunandi hreinsiefn- um, en ef ekki gætirðu reynt að deyfa blettinn með hreinsiefni sem inniheldur klór. Áhættan er sú að þótt krotið náist af getur bletturinn orðið áberandi mattur. Tvær spurningar um álpotta Kartöflupotturinn minn er úr áli og hann er allur orðinn svartur að innan. Er eitthvað hægt að gera við því? Ég hef líka heyrt að þessir pottar smiti frá sér áli í matinn og að það geti verið heilsuspillandi eða jafnvel hættulegt? Svar Neytendablaðsins: Potturinn getur orðið sem nýr að innan ef þú sýður í honum rabbarbara eða súr epli, en það dugar skammt ef þú heldur áfram að nota hann við suðu á kartöfl- um. Potturinn verður svartur að innan vegna þess að við framleiðsluna hefur yfirborð hans ekki fengið sérstaka meðhöndlun. Flestir álpottar sem nú eru á markaði hafa fengið slíka með- höndlun sem kemur í veg fyrir að þeir verði svartir innan. Álpottar eins og þinn gefa frá sér örlítið af áli í hvert sinn sem þeir eru notaðir. Sérfræðingar telja það alger- lega hættulaust, jafnvel þótt potturinn sé notaður daglega. Útrunnar Að undanförnu hef ég lent nokkrum sinnum í því að kaupa útrunna mat- vöru. Mig minnir að ég hafi lesið ein- hvers staðar að neytandinn eigi í slík- um tilvikum kröfu á að fá vöruna ókeypis. Hvað er rétt í þessu? Svar Neytendablaðsins: Það á ekki að sjást að útrunnar matvörur séu seldar í verslunum. Það er óheimilt að selja slíkar vörur og auðvitað fullkomin ókurteisi við viðskiptavinina. Sá sem er samt svo óheppinn að lenda í þessu á rétt á að fá vörunni skipt í aðra eins, sem er ekki útrunnin, eða að fá hana matvörur endurgreidda. Ef verslun er ítrekað staðin að því að selja útrunna vöru er rétt að láta heilbrigðiseftirlit í viðkom- andi sveitarfélagi vita og á það að grípa til viðeigandi ráðstafana. Það er ákvörðun forráðamanna viðkomandi verslunar hvort viðskiptavini sem kaupir útrunna vöru séu boðnar bætur og þá hverjar. Neytandinn á því ekki kröfu á að fá slíka vöru ókeypis. Það er hinsvegar engin ástæða fyrir neytand- ann til að treysta vörunni betur en framleiðandinn, og rétt að taka mark á dagsetningum hans

x

Neytendablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.