Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2002, Page 3

Neytendablaðið - 01.06.2002, Page 3
Frá kvörtunarþjónustunni Ársskýrsla Leiðbeininga- og kvörtunarþjónustu Neytendasamtakanna Starfsmenn kvörtunarþjónustunnar taldirfrá vinstri: íris Ösp Ingjaldsdóttir lögfrœðingur, Sesselja Asgeirsdóttir fulltrúi, Ingibjörg Magnúsdóttir fulltrúi og Ólöf Embla Einarsdóttir lögfrœðingur og stjórnandi kvörtunarþjónustunnar. Fyrir stuttu kom út ársskýrsla Leiðbeininga- og kvörtunar- þjónustu Neytendasamtakanna fyrir árið 2001. Skýrslan er með hefðbundnu sniði en í henni er tekinn saman ijöldi skráðra fyr- irspuma og kvörtunarmála á síðastliðnu ári. Fyrirspumum svarar starfs- fólk Neytendasamtakanna neytendum beint í gegnum síma. A árinu 2001 vom skráð- ar 3.515 fyrirspumir um rétt neytenda og er það fækkun um 13% frá árinu 2000 þegar skráðar voru 3.987 fyrirspumir. Flestar fyrirspumir árið 2001 beindust að fjórum tilteknum tegundum af vömm, þ.e. bif- reiðum, fatnaði, raftækjum og tölvum, en yfir 300 fyrirspumir bárust í hverjum þessara mála- flokka. Einnig bámst margar fyrirspurnir vegna fasteigna, ferðalaga og pósts og fjarskipta eða yfir 150 í hverjum mála- flokki. I kvörtunarmálunum hefur starfsfólk Neytendasamtak- anna milligöngu milli neytanda og seljanda vöm eða þjónustu í því skyni að ná frarn réttri og sanngjarnri lausn í ágreinings- málinu sem upp er komið. Milligangan fer í flestum til- vikurn frarn með fonnlegum hætti, þ.e. skriflega, en í sum- um tilvikum em málin leyst simleiðis. Málum er einnig fylgt eflir til stjórnvalda ef þau em þess eðlis og jafnvel fyrir dómstóla. A árinu 2001 bárust Neytendasamtökunum 515 kvörtunannál sem er 7% aukn- ing ffá árinu á undan en þá bámst samtökunum 480 kvört- unarmál. Langflest kvörtunarmálin á borði kvörtunarþjónustu Neyt- endasamtakanna árið 2001 vom vegna fatnaðar og skart- gripa eða 101 mál og er það veruleg aukning ifá árinu 2000 en þá voru þau 56. Annar stærsti málaflokkurinn árið 2001 vom ferðamál en þau vom 54 og er það mjög svipað- ur fjöldi og árið á undan, þá voru þau 52.1 öðmm mála- flokkum var málafjöldinn til- tölulega jafn en í flestum flokkum bámst Neytendasam- Á dögunum fór félagsmaður Neytendasamtakanna á tiltek- ið verkstæði hér í borg til að láta skipta um pústkerfi í bílnum sínum. Uppgefið verð var kr. 38.000 en eftir að við- gerð var hafin kom í ljós að ýmislegt íleira í bílnum þarfnaðist viðgerðar. Verk- stæðið hafði þá samband við bíleigandann og gerði honum grein fyrir þeim atriðum sem laga þyrfti lil viðbótar. Eig- andinn spurði Itver viðbótar- kostnaðurinn yrði og fékk þau svör að heildarkostnaðurinn yrði á bilinu 45-50.000 krón- ur. Til að ftillvissa sig um að tökunum 1-30 mál á árinu. Næst 30 mála-markinu voru þó mál vegna bifreiða, efnalauga, hann heföi heyrt rétt tvítók hann upphæðina og verkstæð- ismaðurinn jánkaði. Þegar bíll- inn var tilbúinn kom hins vegar reikningur upp á kr. 148.000. Okkar manni brá mjög enda taldi hann sig hafa heyrt allt aðra tölu. Verkstæð- ismaðurinn þvertók hins veg- ar fyrir að hafa sagt 45-50 þúsund heldur sagðist hafa sagt 145-150 þúsund. Mis- skilningurinn lá í því að orðið „hundrað þúsund“ villtist á símalínunni! Þegar kvörtunarþjónustan fór að vinna í málinu og afla sér upplýsinga um verð á fjarskipta og pósts, iðnaðar- manna, raftækja, tölva og ann- arrar þjónustu. sambærilegri viðgerð kom í Ijós að í raun var heildarreikn- ingurinn ekki óeðlilegur enda haföi bæst við viðgerð á aftur- dempara, jafnvægisstöng, tímareim o.fl. Hins vegar þótti samtökunum rétt að tekið yrði tillit til þess að neytand- inn var í góðri trú um allt aðra fjárhæð auk þess sem upphaf- leg fjárhæð viðgerðarinnar var aðeins 38.000 kr. Málið endaði með því að verkstæðismenn féllust á þessi sjónannið Neytendasamtakanna að hluta og veittu neytandandum 40.000 króna afslátt. Leiðinlegur misskilningur Sterkari samningsstaða neytenda Á vissum sviðum viðskipta- lífsins hefur fæð skriflegra samninga valdið neytendum ómældum vandræðum og ofit tjóni. Má þar nefna sem dæmi ýmiss konar samninga neyt- enda um vinnu iðnaðarmanna. Fari fonnleg tilboðsgerð ekki fram vill samningurinn oft verða ansi loðinn og að verk- inu loknu fara aðilamir að deila um það hvað samið var um. Á vegum iðnaðar- og við- skiptaráðuneytisins hefur verið gefíð út eyðublað sem í raun er óútfylltur samningur milli neytanda og seljanda þjón- ustu. Okkur sýnist að þetta eyðublað geti verið mikil brag- arbót fyrir neytendur. Nú get- ur neytandinn sjálfúr séð til þess að gerður sé skriflegur samningur um verk sem hann ætlar að kaupa og með eyðu- blaðinu er tryggt að allar nauð- synlegar upplýsingar komi fram. Neytandinn getur auð- veldlega gert útfyllingu eyðu- blaðsins að skilyrði fyrir samn- ingsgerðinni en við útlýllingu þess er tekið á helstu atriðum samningsins, svo sem hvaða þjónustu er verið að kaupa, verð þjónustunnar, umsamin verklok og fleira. Neytenda- samtökin hvetja alla neytend- ur sem hafa aðgang að netinu að ná sér í þetta eyðublað á vef stjómarráðsins (www.stjr.is). Þar er iðnaðarráðuneytið valið og undir leyfísveitingum er valmyndin „eyðublöð“. Þar er eyðublaðið að finna. I næsta Neytendablaði verður eyðu- blaðið birt og geta þeir þá klippt það þaðan út setn ekki hafa aðgang að netinu. NEYTENDABLAÐIÐ - júní 2002 3

x

Neytendablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.