Neytendablaðið - 01.06.2002, Page 4
í stuttu máli
fyrir skóla og almenning
1. hefti
Ný bók um
vöru- og
neytendafræði
Út er komin endurskoðuð útgáfa
afbókinni Vöru-ogneytenda-
frœói fyrir skóla og almenning,
I. hefti, og fjallar hún um mat-
væli og vinnsluvörur. Höfundur
er Bryndís Steinþórsdóttir hús-
stjómarkennari. Iðnú gefur bók-
ina út.
I inngangi bókarinnar segir að
markmiðið með vöru- og neyt-
endafræði sé að lesendur
öðlist staðgóða þekkingu á
mismunandi matvælavöru-
flokkum, uppruna matvæl-
anna, næringargildi, fram-
leiðslu og notagildi,
€ kunni skil á almennum vöm-
merkingum matvæla sam-
kvæmt reglugerðum,
• verði færir um að velja vörur
með hjálp leiðarvísa og veita
neytendum upplýsingar um
vörutegundir,
geti metið neytendaupplýsing-
ar frá framleiðendum og selj-
endum,
• geti borið saman vörugæði og
vöruverð,
• geri sér grein fyrir áhrifum
auglýsinga á innkaupavenjur
og umbúöa á verðlag.
Eins og ffam kemur á bókar-
kápu er bókin ekki aðeins ætluð
skólum (framhaldsskólum) held-
ur einnig almenningi. Neytenda-
blaðið mælir raunar með aó þessi
bók sé til á öllum heimilum,
enda kemur hún þar að góðum
notum ekki síður en við kennslu í
skólum. Hægt er að kaupa bók-
ina í Bókabúð Iðnskólaútgáfunn-
ar og fleiri bókabúðum.
Hættuleg
efni fyrir
barnabossa!
í blautservéttum fyrir böm
eru mörg kemísk efni. Þetta
kom í ljós í danskri rannsókn
sem gerð var í apríl í fyrra. I
nýrri rannsókn sem gerð var á
vegum sænsku Neytenda-
samtakanna fúndust 39 mis-
munandi kemísk efni, þar af
telja rannsakendumir að 22
hafí neikvæð áhrif. Eitt þess-
ara efna, jodopropynýl-bút-
ýlkarbamat, er samkvæmt
dönskum lögum (Kosmetik-
loven) bannað að nota í vörur
til að hreinsa tennur, tannhold
og varir, þar sem talin er
ástæða til að ætla að það valdi
skaða á lifrinni (löggjöf okk-
ar tekur mið af Evrópureglum
eins og hjá Dönum).
I blautservéttum á alls
ekki að vera efni sem ekki
mega fara á varir, segja rann-
sakendur og benda á að
blautservéttumar eru bæði
notaðar á andlit og við bleiu-
skipti. Og þar með kemst eit-
urefnið í beina snertingu við
varir og aðra viðkvæma lík-
amshluta. Því er enn ástæða
til að hvetja foreldra að forð-
ast blautservéttur og nota
þess í stað þvottaklút, vatn
og hugsanlega örlitla sápu.
Fríkortið kveður - er tími tryggðar
kortanna að líða undir lok?
Nýlega tilkynntu forráðamenn
Fríkortsins að tími þess væri
liðinn. Nú á að leggja það niður
og var punktaveitingum hætt
l. júní. Neytendur geta hins
vegar nýtt sér áunna punkta
fram til næstu áramóta. Ef-
laust er ástæðan sú að það hef-
ur ekki virkað eins og til var
ætlast, að neytendur væru
tryggir þeim seljendum sem
áttu aðild að þessu kortskerfi
og versluðu helst ekki við aðra
en þá. En reynslan er önnur.
Islenskir neytendur versla þar
sem þeir telja hagkvæmast og
eltast ekki við frípunkta sem
oftast vega mjög lítið. Þetta er
gott því að það stuðlar að sam-
keppni. Þar er án efa komin
meginástæða þess að Fríkortið
leggur nú upp laupana.
En þetta er þó ekki aðeins
þróunin hér á landi. Útbreiðsla
tryggðarkorta hefur dregist
saman í Bandaríkjunum, þar
sem vinsældir þeirra vom
einmitt mestar til skamms
tíma. Sömu sögu er að segja
frá Noregi. Þar hefur til dæm-
is Rimi, matvömkeðjan stóra,
ákveðið að hætta að nota
tryggðarkort. Astæðan er ein-
föld, neytendur telja sig bara
fá oflítið fyrir að vera tryggir
„sinni“ verslun um leið og þeir
gefa henni persónulegar upp-
lýsingar um sig.
Að sjálfsögðu er það versl-
ananna að ákveða hvort þær
vilja nýta sér tryggðarkerfí
með útgáfú tryggðarkorts. Það
er hins vegar ljóst að samfé-
lagslega séð hefúr slíkt nei-
kvæð áhrif. Neytendur vilja að
það sé sem auðveidast að bera
saman vömverð. Með því að
hnýta tryggðarkorti við er erfið-
ara fyrir neytandann að hafa
yfirlit yfir markaðinn. Afleið-
ingamar em að erfiðara er að
veita samkeppni. Og þeir
miklu ijármunir sent notaðir
eru til að halda utan um þetta
kerfi leiða til hærra vömverðs
en ella. Tryggðarkortin snúast
ekki um að endurgreiða neyt-
endum, heldur að binda þá
tryggðarböndum. Auk þess fá
þeir seljendur sem nýta sér
þetta fullkomið yfirlit yfir
neyslumunstur neytenda
sinna. Þróun þar sem hægt er
að klæðskerasauma auglýsing-
ar fyrir hvem einstakan við-
skiptavin er ekki beint það
sem viljum sjá.
Það em því margar ástæður
fyrir því að neytendur em ekki
hrifnir af tryggðarkortum og
það eru ffamleiðendur og
seljendur að uppgötva.
Mistök
leiðrétt
Á forsíðu síðasta tölublaðs
Neytendablaðsins sem út
kom í marsmánuði er
blaðið sagt 4. tbl. 2002.
Þar átti að að sjálfsögðu að
standa l. tbl. 2002.
4
NEYTENDABLAÐIÐ - júní 2002