Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2002, Síða 6

Neytendablaðið - 01.06.2002, Síða 6
I stuttu máli Philips MC-70 - bestu smá-hljómflutningstœkin. Góðar I gæðakönnun sem birt var fyrr á þessu ári í norska neyt- endablaðinu F orbrukerrapp- orten kom í ljós að bestu græjumar í flokki smá-hljóm- flulningstækja voru Philips MC-70. Þetta tæki fæst hjá Heimilistækjum og kostar 64.900 krónur. í Noregi kost- ar tækið hins vegar aðeins sem nemur rétt rúmum 46 þúsund græjur krónum íslenskum. Það tæki sem kom næst í gæðum var Grundig UMS 100 og munaði ekki miklu á gæðum þessara tækja. Þetta tæki fæst í Euronics og kostar 39.900 krónur. I Noregi kostar þetta sama tæki tæpar 36 þúsund krónur íslenskar. Miðað við lít- inn verðmun hér og í Noregi á Grundig-tækinu er mikill verðmunur á Philips-tækinu illskiljanlegur. Þess má geta að almennt koma lítil hljórn- llutningstæki lakar út í þess- ari könnun en í sambærilegri könnun sem gerð var á árinu 1999. Meirihluti neytenda á móti reykingum á matsölustöðum Svindlað á reykingafólki í danska neytendablaðinu Tœnk-Test var nýlega sagt frá rannsókn sem blaðið lét gera í Kanada í samvinnu við danska sjónvarpið. Kannað var hvort upplýsingar á umbúðum á sígarettupökkum um tjöru- og nikótínmagn tveggja vinsælla danskra sígarettutegunda stæðust. Niðurstaðan var sú að það var langt í frá. I Ijós kom að í venjulegri Prince-sígarettu getur verið allt að 41 mg af tjöru í stað 12 mg cins og stendur á pökkun- um. I Prince Light-sígarettu getur tjörumagnið verið allt að 38 mg í stað þeirra 10 mg sem talað er um á umbúðunum. Innihald tjöru hefúr mikla þýðingu þar sem ijöruefnin hafa bein áhrif á krabbamein sem og lungna- og hjartasjúk- dóma. Því meira sem menn anda að sér af tjöru, þeim mun hættulegra er að reykja, alveg eins og er um öll önnur eitur- efni. Það sama var uppi á ten- ingnum þegar kom að nikótín- innihaldi. I venjulegum Prince-sígarettum getur nikó- tínmagn verið allt að 2,7 mg í sígarettu en á umbúðum stendur hins vegar 1,1 mg. Eins var um Prince Light, þar geta verið allt að 2,6 mg í hverri rettu þótt á umbúðum standi 1 mg. Þess skal getið að mælingar Tœnk-Test fóru frarn í Kanada samkvæmt nútímakröfum. Framleiðandi Prince, Skandin- avisk Tobakskompani, mælir hins vegar samkvæmt 30 ára gömlum reglum. Meðal annarra orða: Hve- nær fá íslenskir reykinga- menn upplýsingar um tjöru- og nikótíninnihald í sígarett- unum sem þeir kaupa? Svar óskast frá ATVR. Steinway besta píanóið - en dýrt í norska neytendablaðinu Forbrukerrapporten voru ný- lega birtar niðurstöður í gæða- könnun um 22 píanótegundir. Steinway K-132 reyndist vera það píanó sem hafði bestan hljómburð. Þetta píanó kostar hins vegar 2.142.000 krónur hér á landi og þarf að sérpanta það. Yamaha U35, sem hefur litlu lakari hljóm- gæði, kostar hins vegar hér aðeins 588.525 krónur stað- greitt. Öll rafmagnspíanóin í könnuninni fengu slaka út- komu að gæðum. Neytendablaðið hvetur alla þá sem hyggjast kaupa notað píanó að láta sérfræðing skoða það áður en kaup eru gerð svo Ijóst sé hvort það er pening- anna viröi. Einnig er sérstök ástæða til að vara við kaupum á píanóum sem framleidd voru á tímabilinu 1914-18, píanóum frá sovéttímanum í Austur-Evrópu og gömlum píanóum sem ekki hafa farið í viðgerð eða verið gerð upp. Samkvæmt viðhorfskönnun sem Gallup gerði fyrir Tó- baksvarnamefnd í mars eru 61% neytenda andvíg því að tóbaksreykingar séu leyfðar á matsölustöðum en aðeins 23% eru hlynnt því. 17% höfðu ekki skoðun á þessu. Nokkm færri eru andvíg reykingum á kaffihúsum, eða 52%, 30% eru hlynnt en 17% höfðu ekki skoðun. Tóbaksvarnamefnd kannaði jafnframt hvort farið væri að settum reglum um reykingar á matsölustöðum, það er hvort þar eru sérstök reyklaus svæði, og náði könn- unin til 40 matsölustaða. Að- eins einn þessara staða fór að settum reglum. Það er því ekki að undra að 86% að- spurðra í könnuninni telja að réttur hinna reyklausu sé ekki virtur á veitinga- og kaffihús- um. Það er því greinilegt að flestir þessara staða þurfa að taka sér tak, enda eðlilegt að réttur þeirra sem ekki reykja sé virtur. Ef þeir gera það ekki hlýtur krafan um algjört reykingabann á þessum stöð- um að aukast. 6 NEYTENDABLAÐIÐ - júní 2002

x

Neytendablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.