Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2002, Page 10

Neytendablaðið - 01.06.2002, Page 10
Varalitur Hormónaraskandi efni Þessi efni geta haft áhrif á hormónajafnvægið. Þau virka ekki öll eins. Þekktust eru efni sem líkjast kvenhormón- inu estrógen. Við rannsóknir á dýrum hefur komið í ljós að fóstur sem verða fyrir áhrifum af efnum sem valda hormónaröskun hafa fæðst með vansköpuð kynffæri, og að efnin hafa dregið úr gæðum sæðis hjá karldýrum. Mörg dæmi eru um að mengun í náttúrunni af völdum efna leiði til þess háttar skaða í dýrum. Enn er ekki vitað hvort hormónaraskandi efni í daglegu umhverfí okkar skapa raunverulega hættu fyrir fólk. Rannsóknir á dýrum hafa samt sem áður sýnt fram á að jafnvel í litlu magni getur estrógen haft áhrif á hormónajafnvægið. Sumir vísinda- menn draga í efa að til séu neðri öryggismörk um hvenær þessi efni geta skaðað dýr og menn. I varalitunum fundust efni sem menn grunar að valdi hormónaröskun. Þau eru UV-filtrarnir etýlexýl-met- oxýsinnamat (kallast einnig oktýl-metoxýsinnamat) og bensófenon-3 sem má mest vera í 10% styrkleika í vöru. Bæði þessi efni eru mjög umhverfisspillandi. Þar að auki á að vera sérstök aðvörun á vörum sem innihalda bensó- fenon-3 með styrkleika yfir 0,5%. Efnið getur safnast fyr- ir í fituvef manna og dýra og hefur fundist í móðurmjólk. ATVR 10 NEYTENDABLAÐIÐ - júni 2002

x

Neytendablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.