Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2002, Page 17

Neytendablaðið - 01.06.2002, Page 17
Bakhlið samkeppninnar varpsstöðva farinn að snúast um þá sem eru að kynna eitt- hvað sem ætlunin er að selja, forvitnilega nýja þjónustu, tónleika, leiksýningu, geisla- disk, námskeið eða bók. I harðri markaðssamkeppni brjótast auglýsingar út úr heföbundnum auglýsinga- ramma. Leggja undir sig auk- ið rúm, stela meiri tíma. Auk- in samkeppni ljósvakamiðla leiðir svo til þess að eftirsótt efni hækkar í verði. Þar höfum við dæmið af samkeppninni um útsendingarrétt á HM í knattspymu. Kaup á slíku efni em að verða íslensku sjónvarpi ofviða og valda því að innlend dagskrárgerð dregst saman vegna þess að tiltækt fé fer í þetta dýra, vinsæla efni. Þar með er samkeppnin farin að draga úr fjölbreytni og bitna á neytendum. Við höfum fengið nokkra sönnun þess að lögbundin af- notagöld, eða annars konar fastar tekjur útvarpsstöðva, séu forsenda þess að vandað innlent efni móti á dagskrá þeirra. Dragist slíkar tekjur saman þynnist dagskráin, meira verður um endurflutn- ing og ódýrt, erlent sjónvarps- efini, eins og gerst hefur jafn- vel í dæmi Ríkisútvarpsins. Oft fáum við að heyra að af- notagjöld til RÚV eigi ekki rétt á sér vegna þess að þau skekki samkeppnisstöðu ljós- vakamiðlanna. Fái sú öfug- snúna réttlætiskennd að ráða framvindunni verða allar stöðvar væntanlega að byggja eingöngu á auglýsingatekjum eða áskriftasölu og auglýsing- um. Þar með verða þær allar að spila á vinsældanótunum til að draga að sem flesta áhorfend- ur og hlustendur, afla auglýs- inga. Dagskrá sem miðar að vinsældum verður býsna ein- hæf eins og þegar má sjá og heyra. Samkeppni á þeim nót- um bitnar því á neytendum. Slík ummæli sérfræðings í lykilstöðu hjá stórfyrirtæki vekja von um að vænta megi minni sóunar tíma og ijár- muna í auglýsingar. Forstöðu- menn markaðs- og söludeild- anna fari að hugsa sig tvisvar um áður en bumburnar eru barðar. Mikill kostnaður við auglýsingar og aðra kynning- artilburði framleiðenda á vita- skuld þátt í að verð á matvöru og fleira mælist jafnan mun hærra hér en í öðrum löndum þegar Neytendasamtökin og aðrir gera kannanir á verðlagi. Fleiri rásir- meira tómahljóð Hver er niðurstaðan af harðri samkeppni Ijósvakamiðlanna í landinu? Erfíð fjárhagsstaða þeirra allra er alkunn. Ljós- vakamiðlar háðir ijölda áskrif- enda og tekjum af auglýsing- um bjóða einkum vinsæla af- þreyingu, gjarnan kitlandi eða spennandi. Efnið má ekki kosta mikið og það á engan að styggja. Hljóðvarp fyllist af poppi og spjalli; sjónvarp markast af miklu framboði af efni frá íþróttahlutafélögum, spennumyndum, tísku- og af- þreyingarkynningu og auglýs- ingaviðtölum. Tilboð og kynn- ing samkeppnisaðila taka sí- fellt meiri tíma í sjónvarpi og hljóðvarpi og besta plássið á síðum dagblaða og tímarita. Ef til vill er nú þegar meirihluti tímans í fræðslu- og skemmti- þáttum sjónvarps- og hljóð- Niðurmeð sam- keppnishitann Samkeppnishitinn sem ólgar á markaðnum veldur fylgikvill- um víðar en þar. Ríkjandi samkeppnisandi veldur til dæmis vafalaust einhverju um það hve oft starfsstéttir í opin- bera geiranum telja sig vera að dragast aftur úr í launum og krefjast „leiðréttinga". Neytandinn greiðir aukinn kostnað, venjulega án þess að fá neitt í staðinn. A undan- fömum vikum hafa til dæmis borist margar fréttir af óánægju heilsugæslulækna þegar þeir bera tekjur sínar saman við sérfræðinga með einkarekstur og einingarverð fyrir hverja aðgerð. Þeir vilja fá að keppa á jafnréttisgrund- velli, hafa rekstur sem gerir sjúklingana að eins konar við- skiptavinum. Einnig hefur þjóðin á lokaspretti þingstarfa fýlgst með því hvernig keppn- isandinn hefur leitt valdhaf- ana á alþingi til að hverfa frá yfirlýstri grundvallarstefnu sinni og samþykkja varasama ríkisábyrgð á láni sem á að tryggja sigur í samkeppni um lyfjaþróun og hálaunastörf. Loks hefur kosningabaráttan í Reykjavík meðal annars snúist um það hvort höfiiðborgin standist samkeppni við ná- grannasveitarfélögin og er- lendar stórborgir. Eg hélt satt að segja að ekki væri eftir- sóknarvert að keppa að því að hafa helming landsmanna bú- settan í einu sveitarfélagi - eða keppa þar að óskilgreind- um stórborgarblæ. Hér lýkur gagnrýninni skoðun á einhverju áhrifarík- asta töfrahugtaki vorra tíma. Lesandinn sér það vonandi nú í öðru og skýrara ljósi en fyrr. NEYTENDABLAÐIÐ - júní 2002 17

x

Neytendablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.